Umsókn um skólavist á 2. og 3. ár

Nemendur sem óska eftir að sækja um skólavist í Verzlunarskólanum um áramót eða að hausti inn í efri bekki hafa kost á því með því að fylla út umsóknarblað, undirrita það og senda á netfangið verslo@verslo.is

Með undirritun á umsóknarblaðinu gefur umsækjandi skólanum leyfi til að stofna umsókn í INNU og skoða fyrra nám viðkomandi.

Verzlunarskólinn er bekkjarskóli og því er forsenda þess að umsækjandi fái skólavist um áramót eða inn í efri bekki að hausti að hann hafi lokið sem flestum áföngum á þeirri braut sem sótt er um.

Umsóknarfrestur um áramót er 1. desember og umsóknir eru afgreiddar og þeim svarað 20. desember.

Umsóknarfrestur að vori er 1. júní og umsóknir eru afgreiddar og þeim svarað fyrir 20. Júní.

Athugið að innritun nýnema úr 10. bekk fer fram að vori í gegnum menntagatt.is