Nemendamót

  • 6.2.2020

Nemendamót Verzlunarskóla Íslands nálgast hratt. Dagana 5. og 6. febrúar verður söngleikur Nemendamótsnefndar frumsýndur fyrir nemendur skólans.

Miðvikudagskvöldið þann 5. febrúar verður fyrri leiksýningin haldin en fimmtudagseftirmiðdegið á nemódeginum (6. febrúar) verður sú seinni. Á Nemódaginn verður ágætis dagskrá og hefst dagurinn snemma þegar bekkurinn heldur saman pálínuboð í heimahúsi einhvers. Eftir það verður ferðinni heitið fyrir suma á seinni leiksýninguna, fyrir aðra verður frítími fram að kvöldi.

 

Dagskrá nemódagsins verður eftirfarandi:

  • Morgun: Pálínuboð innan bekkjarins
  • Eftirmiðdegi: Seinni leiksýning (fyrir suma), annars frítími
  • Kvöld: Fyrirpartí (í heimahúsi) og ball til 02:00

 

Við mælum eindregið með að bekkirnir verði sem mest saman á nemódeginum og geri eitthvað saman í þeim frítíma sem er milli sýningar/pálínuboðs og ballsins.