DANS 2MM 05 - Danska, mál og menning

Grunnáfangi

Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.

Áfangalýsing

Megináhersla er lögð á textalestur til að auka orðaforða og lesskilning. Notaðar eru mismunandi lestraraðferðir (skimun, leitarlestur og nákvæmislestur) til að auka færni nemenda í að lesa eftir
mismunandi þörfum fyrir upplýsingar.
Auk texta í kennslubók og á vefnum verður lesin ein skáldsaga (hraðlestur) svo og fimm smásögur sem nemandi prentar út af vefnum.
Þjálfuð verður notkun orðabókarinnar og þar með beyging nafnorða og greinis. Í málfræði verða töluorð, fornöfn og sagnbeyging þjálfuð.
Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með ýmis konar hlustunaræfingum, sem tengjast efnislega því sem verið er að fjalla um hverju sinni.
Ritfærni er þjálfuð með margs konar æfingum og verkefnum í tengslum við les- og hlustunarefni.
Nokkur munnleg verkefni eru í áfanganum. Þau er best að þjálfa með því að undirbúa sig með því að skrifa niður stikkorð (ekki heilar setningar) og tala síðan upphátt – við sjálfan sig ef enginn áheyrandi er til staðar.

Markmið

Að nemandi

 • hafi aukið orðaforða sinn og lesskilning, þannig að hann sé fær um að beita bæði nákvæmnislestri og yfirlitslestri á tímaritsgreinar, greinar af netinu og smásögur og einnig að hraðlesa skáldsögu af eðlilegri lengd ætlaða ungu fólki
 • hafi þjálfast í notkun sagnaorða og fornafna
 • hafi öðlast æfingu í hlustun, svo að hann geti skilið talað mál tengt efni sem hann þekkir
 • hafi öðlast æfingu í munnlegri færni svo hann geti tjáð sig á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir til
 • hafi fengið þjálfun í skriflegri færni, þannig að hann geti skrifað um efni sem unnið er með/sem hann þekkir til.

Efnisatriði

 • Unnið verður með eftirfarandi þemu
  • Min ordbog
  • Musik og festivaler
  • Unge i Danmark
  • Kørekortet
  • Den eneste ene
 • Í málfræði verur farið í sagnir, töluorð, fornöfn og smáorð.
 • Smásögurnar Amanda engel, En Tornerose uden sko, Mandagsmorderen, Gå glad i bad og Tårer

Námsmat

Í lok áfangans verður skriflegt próf sem gildir 75% á móti verkefnum (25%) sem unnin eru á önninni.
Skriflega prófið verður 100% og skiptist ca svona:

 • 50% lesskilningur
 • 25% málnotkun
 • 25% ritun

Námsgögn

 • Dansk på rette vej. textabók með ýmsum æfingum, 2017 eða nýrri útgáfur. Tekið saman af kennurum Verzlunarskóla Íslands. Bókin er á rafrænu formi í kennslukerfinu. 
 • Námsefni á fjarnámsvef
 • Dönsk-íslensk orðabók
 • Íslensk-dönsk orðabók
 • Danskur málfræðilykill