22. jan. 2022 : Nemendamótinu frestað

Í ljósi samkomutakmarkana vegna Covid-19 veirunnar hefur Nemendamótinu sem átti að vera þann 3. febrúar næstkomandi verið frestað til 3. mars. Nemendur mæta því í hefðbundna kennslu þann 3. febrúar.

18. jan. 2022 : Stoðtímar í stærðfræði og eðlisfræði

Verzlunarskóli Íslands hefur í mörg ár boðið upp á stoðtíma í stærðfræði og eðlisfræði fyrir alla nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu. Ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur er nemendum boðið að koma eftir skóla og fá aðstoð við heimanám og verða kennarar til staðar og aðstoða eftir þörfum.

Mánudagar kl:15:50 í stofu 306 (stærðfræði)
Þriðjudagar kl:15:50 í stofu 305 (stærðfræði og eðlisfræði)

7. jan. 2022 : Smásögusafnið Endurreisn B5

Á haustönn hafa nemendur í 3.B lagt stund á ritlist undir leiðsögn kennara sinna Guðrúnar Rannveigar og Þrastar. Nemendur hafa fengist við að skrifa skáldað efni í áfanganum á borð við smásögur og leikþætti. Lokaafurð nemenda var síðan smásögusafnið Endurreisn B 5 sem nú er hægt að nálgast á bókasafni skólans. Ekki var hægt að halda útgáfuhóf á bókasafninu í þetta skiptið en við hvetjum alla til þess að lesa þessar skemmtilegu sögur og óskum nemendum innilega til hamingju með bókina. 

6. jan. 2022 : Tilkynning um sóttkví eða einangrun

Skólinn óskar eftir að tilkynningar vegna sóttkvíar eða einangrunar nemenda séu sendar rafrænt á verslo@verslo.is með vottorði úr heilsuveru.

Nemendur í sóttkví og einangrun fá leyfi án frádráttar þá daga sem þeir eru í skráðir í sóttkví eða einangrun, þ.e. fjarvera þeirra hefur ekki áhrif á mætingareinkunn nemenda.

Nemendur í sóttkví og einangrun geta fylgst með kennslustundum í sínum bekk í gegnum streymi sem er til staðar í öllum bekkjum. Kennarar taka ekki sérstaklega mætingu hjá þeim sem fylgjast með í streymi heldur er það skrifstofan sem skráir frádráttarlaust leyfi á alla.

Athugið að veikindaskráning í INNU er aðeins fyrir önnur veikindi en þau sem tengd eru Covid.

4. jan. 2022 : Bóksalan

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í gegnum vefverslun, smellið hér til að komast á réttan stað

 

3. jan. 2022 : Kennsla hefst 5. janúar

Kennsla hefst í skólanum á miðvikudaginn klukkan 8:30 samkvæmt stundatöflu.

Hvað þarf að hafa í huga við þær aðstæður sem eru uppi núna?

  • Grímuskylda er í skólanum. Gríman getur ekki einungis komið í veg fyrir smit heldur minnka líkur á sóttkví ef allir bera grímur. Taka má grímuna niður í kennslustundum ef fjarlægðarmörk eru virt.
  • Bekkjarfélagar ykkar verða einhverjir heima í sóttkví og einangrun. Við þurfum að hjálpast að við að streyma kennslustundum til þeirra. Hægt er að notast við ipada sem eru til á bókasafni skólans.
  • Einhverjir kennarar verða líka heima í sóttkví og einangrun. Ef heilsa og aðstæður leyfa munu þeir vera í samaskiptum við ykkur í gegnum TEAMS og INNU.
  • Stundataflan ykkar heldur sér þó einhver kennari sé heima. Tíminn er þá ætlaður til náms í faginu og fyrir kennarann að vera í samskiptum við ykkur.
  • Matbúð verður lokuð en vefverslun Matbúðar verður opin.
  • Bóksala skólans verður rafræn í gegnum vefverslun Matbúðar.
  • Ekki verður boðið upp á hafragraut fyrstu skóladagana.
  • Nemendur eru beðnir um að halda uppröðun í stofum og færa borð ekki saman. Að sitja með bil á milli minnkar líkur á að nemendur fari í sóttkví.
  • Hópamyndun er ekki leyfð og því biðlum við til nemenda að vera eins mikið og hægt er í kennslustofum á milli tíma og í eyðum.

Næstu dagar og vikur munu reyna á alla, jafnt nemendur sem kennara og aðra starfsmenn skólans. Hjálpumst að við að halda skólanum opnum og skólastarfinu í nokkuð eðlilegu horfi. Förum eftir þeim reglum sem gilda í skólanum hvað varðar sóttvarnir.

Hjálpum þeim sem eru heima að fylgjast með og taka þátt í skólastarfinu.

Endurtektarpróf verða haldin í næstu viku og fyrirkomulag prófsýningar vegna jólaprófa verður auglýst á næstu dögum.

22. des. 2021 : Endurtektarpróf í janúar - seinkun

Vegna fjölda smita í samfélaginu og reglna um einangrun og sóttkví hefur verið ákveðið að fresta endurtektarprófum til mánudagsins 10. janúar. Uppfærð próftafla er komin á heimasíðuna og er hægt að nálgast hana hér.


Prófin verða lögð fyrir eftir að kennslu lýkur, eða klukkan 16:00, þá daga sem prófað er.

Athugið að engin sjúkrapróf eru í endurtektarprófunum.

19. des. 2021 : Prófsýning, endurtektarpróf og upphaf næstu annar

  • Birting einkunna

Opnað verður á einkunnir nemenda í INNU þann 17. desember klukkan 19:00. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára sjá einnig einkunnir á INNU.

Prófsýning
Þar sem núverandi reglugerð um takmörkun á samkomum gildir til 22. desember mun prófsýning færast fram á nýtt ár, nánar tiltekið þann 4. janúar kl: 11:15-12:00. Þeir nemendur sem falla í áfanga munu fá sendar prófúrlausnir sínar frá kennurum sínum.

Endurtektarpróf
Þeir nemendur sem ekki ná tilskildum árangri í einstaka greinum eru sjálfkrafa skráðir í endurtektarpróf sem lögð verða fyrir 4.-6. janúar. Próftafla endurtektarprófa mun

Hildur Þóra og Ríkey

17. des. 2021 : Útskrift

Föstudaginn 17. ágúst voru tveir nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands

Hildur Þóra Magnúsdóttir Fagpróf í verslun og þjónustu
Ríkey Jónsdóttir Fagpróf í verslun og þjónustu

Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. 

17. des. 2021 : Nordplus junior ferð til Helsinki

Þann 7-13. nóv síðastliðinn, héldu 8 nemendur á 2 ári á Viðskiptabraut ásamt tveimur kennurum, í ferð til Finnlands. Nemendur dvöldu á gistiheimili í miðborg Helsinki og tóku þátt í verkefninu Företagsamhet og digital kreativitet.

Verzlunarskólinn tekur þátt í verkefninu ásamt þremur öðrum skólum Business College Helsinki, Prakticum og Nacka Gymnasium sem er í Stokkhólmi. Það eru haldnir þrír fundir yfir veturinn, Helsinki í nóvember, Reykjavík í janúar og loks Stokkhólmur í apríl. Nemendur skólans stóðu sig með mikilli prýði í verkefninu í Helsinki og nutu þess að heimsækja ýmsa áhugaverða staði og vinna verkefni með finnskum og sænskum nemendum. Við hlökkum mikið til þess að taka á móti hópnum til okkar í janúar og að fara til Stokkhólms í vor.

Á verðlaunapalli

5. des. 2021 : Til hamingju !

Skólinn óskar landsliði stúlkna og blönduðu liði unglinga til hamingju með árangurinn en liðin stóðu sig afburða vel á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum. Landsliðið stúlkna var í öðru sæti og blandað lið í þriðja sæti. Skólinn er stoltur af því að eiga fulltrúa í liðunum:

Nemendur á Bókasafni VÍ

1. des. 2021 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í jólaprófunum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 27. nóv. til og með 14. des. eftirfarandi:

Síða 1 af 72