6. apr. 2017 : Helga Kress - „Engin hornkerling vil ég vera"

„Engin hornkerling vil eg vera,“ var yfirskrift erindis Helgu Kress sem hún hélt í Bláa sal í gær, miðvikudaginn 5. apríl. Þar gerði Helga grein fyrir hugmyndum sínum um þá frægu persónu, Hallgerði langbrók, sem margir vilja líta á sem fyrsta femínista Íslandssögunnar. Erindi Helgu vakti athygli og hún fékk góða áheyrn og viðbrögð við erindi sínu.  Þess má geta að Njála er sívinsæl meðal unga fólksins og hefur um nokkurt skeið verið kennd í 6. bekk.

6. apr. 2017 : Vörumessa nemenda

Innan Versló eru nú starfrækt 20 fyrirtæki sem sýndu og seldu afrakstur vinnu sinnar á vörumessu Versló á Marmaranum. Um er að ræða nemendur á viðskiptabraut í 6. bekk í tengslum við Fyrirtækjasmiðjuna, áfanga í rekstrar- og frumkvöðlafræði. Í byrjun annar stofna nemendur á viðskiptabraut fyrirtæki á vegum Ungra Frumkvöðla. Verkefni annarinnar er svo að reka fyrirtækið í sameiningu, hanna, framleiða og selja sínar vörur ásamt því að gera upp fyrirtækið í lok annar.

Áfanginn er kenndur samtímis í 10 framhaldsskólum um allt land og voru fyrirtæki frá öllum þeim skólum samankomin á vörumessu í Smáralind um liðna helgi. Dómnefnd frá Ungum Frumkvöðlum veitti verðlaun fyrir; fallegasta sýningarbásinn: Fyrir hafið (Fjölbrautaskólinn í Garðabæ), mestu nýsköpunina: Meira (Verzlunarskóli Íslands), bestu markaðs- og sölumálin: Móðey (Verzlunarskóli Íslands) og besti Sjó-Bisnessinn: Katla cosmetics (Fjölbrautaskólinn í Armúla). Þema áfangans í ár er einmitt sjórinn/hafið og því eru verðlaunin besti sjó-bisnessinn veitt af Sjávarklasanum.

31. mar. 2017 : Aukakynning í Versló 6. apríl kl: 13:00

Þann 6. apríl verður aukakynning í Verzlunarskólanum fyrir þá 10. bekkinga sem ekki komust á Opna húsið.
Mæting í Rauða sal kl: 13:00. Salurinn er á fyrstu hæð skólans og óþarfi er að skrá sig.
Boðið verður upp á skoða húsakynni skólans.

28. mar. 2017 : Frakkar í heimsókn

Dagana 24. mars til 1. apríl eru 22 nemendur frá menntaskólanum Lycée Chateaubriand í Rennes Frakklandi í heimsókn. Þeir eru gestir nemenda í Verzló sem valið hafa frönsku sem þriðja mál.

Með í för eru tveir kennarar. Markmiðið með heimsóknunum er að nemendur kynnist landi og þjóð gestgjafa sinna. Um helgina voru frönsku nemendurnir alfarið í umsjá gestgjafa sinna en í þessari viku fylgjast þeir með skólalífinu og heimsækja helstu ferðamannastaði í nágrenni Reykjavíkur. Ekki er annað að heyra af gestum okkar en að þeir séu alsælir með móttökurnar og njóta dvalarinnar. Nemendur okkar munu síðan sækja Frakkana heim næsta haust.

27. mar. 2017 : Frönskukeppni

Frönskukeppni grunn- og framhaldsskóla var haldin laugardaginn 25. mars, kl. 14.00 í húsakynnum Alliance française, Tryggvagötu af tilefni viku franskrar tungu.

Keppnin er haldin í samvinnu Félags frönskukennara á Íslandi, Sendiráðs Frakklands á Íslandi og Alliance française á Íslandi.

Þema keppninnar í ár var « Les arts et le français » og voru þátttakendur hvattir til að fjalla um efnið frá persónulegu sjónarhorni.

Var keppnin tvískipt, 13 þátttakendur komu úr grunnskólum og 10 úr framhaldsskólum.

Keppendur tóku flutning sinn upp á myndband og mátti leika sér með formið að vild; myndskreyta, leika, syngja og dansa.  Myndbandið mátti ekki vera styttra en tvær mínútur og ekki lengra en fjórar mínútur.

Að auki skrifuðu keppendur 50-100 orða texta þar sem þeir útskýrðu nálgun sína að efninu.

Sigurvergari í Framhaldsskóla keppninni var Katrín María Timonen 5-A sem fjallaði í sínu myndbandi um Marius Petipa (1818 – 1910) , franskan danshöfund sem hafði mikil áhrif á ballet víðsvegar um heiminn.  Hreppti hún að launum flugmiða til Parísar.

Við óskum Katrínu Maríu til hamingju!

16. mar. 2017 : Edrúpottur

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

1.bekkur

Nökkvi Norðfjörð 1-T Matarkort
Atli Ívar Sævarsson 1-H 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Arnór Aðalsteinsson 1-U 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Halldór Benedikt Haraldsson 1-E 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Hilma Jakobsdóttir 1-R 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Karitas Ýr Jakobsdóttir 1-S 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Aþena Karaolani 1-D 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Ragna B. Steingrímsdóttir 1-U 2 miðar á næsta ball

2.bekkur

Mikael Emil Kaaber 2-B 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Lena Lísbet Kristjánsdóttir 2-R 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Karen Jacobsen 2-B 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Kristín Rós Björnsdóttir 2-A 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Sóley Ósk Hilmarsdóttir 2-T 2 miðar á næsta ball
Halla Vigdís Hálfdánardóttir 2-H 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Helga María Reynisdóttir 2-H 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Selma Kristín Gísladóttir 2-B Matarkort

5.bekkur

Guðfinna Kristín Björnsdóttir 5-X 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Tristan Alex Jónsson 5-D 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Sindri Þór Ingimarsson 5-X Matarkort
Elena Brynjarsdóttir 5-S 2 miðar á næsta ball
Sigurður Darri Rafnsson 5-H 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Kristján Guðjónsson 5-Y 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Valur Elli Valsson 5-H 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Birkir Valur Jónsson 5-E 10.000 gjafarbréf frá foreldraráði

6.bekkur

Einar Karl Jónssn 6-H 15.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Arna María Vignisdóttir 6-T 15.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Ari Páll Karlsson 6-A 15.000 gjafarbréf frá foreldraráði
Víkingur Goði Sigurðarson 6-X 15.000 gjafarbréf frá foreldraráði

Liffraedi

13. mar. 2017 : Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði

Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði var haldin 25. janúar síðastliðinn. Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði er haldin ár hvert í öllum framhaldsskólum landsins. Landskeppnin hefur það að markmiði að efla áhuga og þátttöku íslenskra menntaskólanema í líffræði. Þreytt voru fræðileg og verkleg próf í Öskju og Læknagarði. Röð keppenda byggir á stigafjölda í fræðilegum og verklegum prófum auk mats á verklegum vinnubrögðum.  Þeim 4 nemendum sem ná bestum árangri verður svo boðið að taka þátt í Ólympíkeppni í líffræði sem í ár mun fara fram í Englandi.

1. Bjarni Ármann Atlason, VÍ
2. Viktor Ingi Ágústsson, VÍ
3. Mikael Snær Gíslason, FNV
4. Védís Mist Agnadóttir, MR

Við óskum Bjarna Ármanni og Viktori Inga og öllum keppendum til hamingju með árangurinn.

1. mar. 2017 : Opið hús

Fimmtudaginn 23. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli kl. 17.00 - 19.00. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

28. feb. 2017 : Nemendur Verzlunarskólans standa sig vel í ensku ræðukeppninni

Um síðastliðna helgi var hin árlega enska ræðukeppni ungs fólks haldin í Háskólanum í Reykjavík á vegum félagsins/samtakanna The English-Speaking Union.

Tveir nemendur Verzlunarskólans tóku þátt í keppninni og stóðu sig bæði mjög vel.  Þau komust bæði í sex manna lokaútslit. Daníel Hans Erlendsson, 6-A, varð í þriðja sæti í keppninni og Karen Magnúsdóttir McComish, 1-A, komst í sex manna úrslit.

Í fyrsta og öðru sæti keppninnar voru tvær stúlkur frá MH, Melkorka Gunborg Briansdóttir varð í fyrsta sæti og Þórhildur E. Þórsdóttir lenti í öðru sæti.

Umræðuefnið – þemað – í keppninni var “Peace is not an absence of War”.  Jón Ingi Hannesson, fyrrum enskukennari, hafði veg og vanda að undirbúningi keppninnar. Bogi Ágústsson fréttamaður stýrði keppninni, og dómnefnd í lokakeppninni skipuðu Eliza Reid forsetafrú, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður og Erling Aspelund. Þess má geta að Eliza Reid var áður formaður The English-Speaking Union á Íslandi.

Verzlunarskólinn óskar þeim Daníel og Karen, innilega til hamingju með glæsilega frammistöðu.

26. feb. 2017 : Fútlúsz - breytt tímasetning í dag vegna veðurs

Vegna veðurs verður að fresta sýningu dagsins í dag (26. febrúar)  frá kl. 14:00  til kl. 20:00 í kvöld.

Þeir miðahafar sem ómögulega geta komist á sýninguna vegna breytingarinnar eru beðnir um að hafa samband á austurb@austurb.is og geta þá fengið miðann sinn fluttan yfir á lokasýninguna á miðvikudag.

Með von um skilning,
Nemendamótsnefnd

9. feb. 2017 : Andri Nikolaysson Mateev sigurvegari í alþjóðlegum skylmingum

Andri Nikolaysson Mateev nemandi á 1. ári við Verzlunarskóla Íslands tók þátt í Reykjavíkurleikunum, Reykjavík International Games sem fóru fram um helgina. Andri gerði sér lítið fyrir og vann mótið með miklum yfirburðum og var valinn besti skylmingamaður mótsins.

Við óskum honum innilega til hamingju með sigurinn.

9. feb. 2017 : Vinningshafar í edrúpottinum

50 glæsilegir vinningar hafa verið dregnir úr edrúpottinum. Foreldraráðið gaf 8x15.000 kr. á hvern árgang og 14 vinningar koma frá skólanum.

1. árs nemendur

Glóey Jónsdóttir 1-A, 15.000 kr frá foreldraráði V

Arnald Már Steindórsson 1-F, miði fyrir 2 á Miðannaball NFVÍ

Eva Marín Steingrímsdóttir 1-G, 15.000 kr frá foreldraráði V

Hrafnhildur J Grímsdóttir 1-H, 15.000 kr frá foreldraráði V

Hrafnhildur Finnbogadóttir 1-R, 15.000 kr frá foreldraráði V

Eyjólfur Axel Kristjánsson 1-S, 15.000 kr frá foreldraráði V

Aþena Vigdís Eggertsdóttir 1-T, 15.000 kr frá foreldraráði V

Ágúst Heiðar Sveinbjörnsson 1-U, gjafakort fyrir tvo á Búlluna

Bríet Eva Gísladóttir 1-V, 10 máltíðakort í Matbúð

Tiana Ósk Whirtworth 1-H, 10 máltíðakort í Matbúð

Síða 1 af 41