20. mar. 2019 : Opið hús 21. mars

Fimmtudaginn 21. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli kl. 17.00 - 18.30. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

20. mar. 2019 : Heimsókn

Dagana 17. til 24.mars taka 23 nemendur á 1. ári með þýsku sem 3.mál á móti nemendum úr menntaskólanum Ida Ehre Schule í Hamburg, en Hamborg er önnur stærsta borg Þýskalands og er staðsett norðarlega í Þýskalandi.
Dvelja nemendurnir hjá íslenskum fjölskyldum og kynnast við það íslenskum háttum, siðum og venjum. Auk þess vinna þeir að sameiginlegu Erasmus verkefni með íslensku nemendunum þar sem aðáherslan á Íslandi verður á náttúru og legu landsins. Nemendurnir fara á Þingvöll og Gullna hringinn, heimsækja Hellisheiðavirkjun og Náttúrminjasafnið í Perlunni, að endingu fara þeir í Bláa lónið.
Í September 2019 munu síðan íslensku nemendurnir dvelja í eina viku hjá þýskum fjölskyldum í Hamborg. Aðaláhersla verkefnisins þar verður á sögu og þróun Hamborgar.

19. mar. 2019 : Norður-Atlantshafsbekkurinn fullskipaður

Umsóknarfrestur um Norður-Atlantshafsbekkinn (nánari upplýsingar https://www.verslo.is/namid/nordur-atlantshafsbekkurinn/) rann út í lok febrúar síðastliðinn. Alls bárust 50 umsóknir frá löndunum fjórum og þar af 12 frá Íslandi. Það er því ljóst að þessi bekkur fer af stað nú í haust 2019. Ákveðið var að taka inn 32 nemendur og koma 10 þeirra frá Íslandi.

Eins og komið hefur fram áður í kynningu á náminu þá byrja nemendur í Gribskov Gymnasium í Danmörku og eru þar fyrstu tvær annirnar. Síðan er farið til Miðnám á Kambsdali í Færeyjum í eina önn og þá næstu á Íslandi í Verzlunarskóla Íslands. Síðasta árið er svo á Grænlandi í GUX Sisimuit og útskrifast nemendur þar með stúdentspróf. Það er óhætt að segja að allir hlakka mikið til, jafnt nemendur sem starfsmenn skólanna, og munu allir leggja sig fram um að láta þetta ganga vel. Svarbréf til umsækjenda hafa verið send út. Við óskum þeim nemendum sem fengu pláss til hamingju.

18. mar. 2019 : Frakkar í heimsókn

Dagana 15. til 23.mars taka 24 nemendur á 1. ári með frönsku sem 3.mál á móti jafnöldrum sínum úr menntaskólanum Le Lycée Chateaubriand í Rennes, en borgin Rennes 215.000 manna borg á Bretagne skaga.
Dvelja nemendurnir hjá íslenskum fjölskyldum og kynnast við það íslenskum háttum, siðum og venjum. Auk þess að sitja í tímum mun hópurinn fara Gullna hringinn, heimsækja Hellisheiðavirkjun, DeCode Genetics, Kjarvalstaði, Þjóðminjasafnið, þau heimsækja einnig vinnustofu listamanns og hring um Reykjanesið.
Á haustmánuðum 2019 munu síðan íslensku ungmennin dvelja í eina viku hjá frönskum fjölskyldum á Bretagn skaga.

5. mar. 2019 : Gestir í Verzló

Þessa dagana eru í Verzló tveir þýskir kennarar sem starfa í menntaskóla í Berlín, þær Valerie og Heidi. Þær eru hér í starfskynningu og auk þess að sitja í kennslustundum hjá ýmsum kennurum eru þær að taka viðtöl við kennara og starfsfólk til að fá heildarmynd að skólanum og starfsemi hans.

28. feb. 2019 : Heimsókn frá Spáni

Dagana 28. febrúar til 7. mars kemur hópur nemenda frá Spáni í heimsókn í skólann. Í hópnum eru 23 nemendur og 2 kennarar. Verkefnið er undir Erasmus+ prógraminu, á milli Verzló og CODEMA skólans frá Gijon í Austurias.

21. feb. 2019 : Námsmatstímar 25. og 26. febrúar

Kennt verður skv. stundaskrá til kl. 12:17 mánudaginn 25. feb. en tímana eftir hádegi hafa deildir möguleika á að hafa sjúkrapróf eða kennslu, allt eftir þörfum. Kennarar í hverju fagi munu tilkynna nemendum hvaða fyrirkomulag verður í þeirra grein.

Þriðjudaginn 26. febrúar verður prófað:

 

  • fyrir hádegi í tölvum TÖLV2RT05 hjá 1. ári (nánari tímasetningar koma í INNU)
  • í náttúrfræði NÁTT1EL05 hjá 2. ári (próf hefst kl.10:00) – Upplýsingar um í hvaða stofur nemendur eiga að mæta verður sendur út á föstudag. Athugið að um lokapróf í þessum hluta er að ræða og þeir sem ekki komast í prófið taka sjúkrapróf í maí.

 

Að öðru leyti hafa kennarar tök á að kalla einstaka nemendur í sjúkrapróf eða verkefnavinnu.

18. feb. 2019 : Eva Margit sigurvegari í ensku ræðukeppninni

Nemandi okkar, Eva Margit Wang Atladóttir, 2-R, kom, sá og sigraði í ensku ræðukeppninni, sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Ræðukeppnin er haldin á vegum The English Speaking Union á Íslandi (ESU). Eva var eini keppandinn frá Verzló að þessu sinni. Eva mun fara til London í maí og taka þar þátt í alþjóðlegu ensku ræðukeppninni, International Public Speaking Competition.

Umræðuefnið – þemað – í keppninni var “Nature is a Common Language”. Eva talaði um mikilvægi hugarfarsbreytingar varðandi umhverfismál og að við þyrftum að byrja á okkur sjálfum og smám saman að hafa áhrif á til að bæta umgengni okkar við náttúruna.

14. feb. 2019 : Edrúpotturinn

Ríflega 50% ballgesta blésu á Nemóballinu.Til hamingju kæru vinningshafar!

10. feb. 2019 : NGK - Kynningarfundur þriðjudaginn 12. febrúar kl. 15:30

 Frá og með skólaárinu 2019-2020 gefst nokkrum íslenskum nemendum, sem eru að ljúka grunnskóla, kostur á nýjung í námsframboði á framhaldsskólastigi. 

Kynningarfundur verður þriðjudaginn 12. febrúar klukkan 15:30 í Verzló, nánar tiltekið í Græna sal.

Bækling um verkefnið má finna hér en einnig eru frekari upplýsingar á heimasíðu skólans. Hægt er að senda fyrirspurn á verslo@verslo.is

Umsóknarfrestur er til loka febrúar 2019.

6. feb. 2019 : Gleði- og forvarnardagurinn - myndir

Vel heppnaður og skemmtilegur Gleði og forvarnardagur!

5. feb. 2019 : Gleði- og forvarnardagur VÍ

Miðvikudaginn 6. febrúar er Gleði- og forvarnardagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við fyrirlestrar, örnámskeið og ýmsar skemmtilegar uppákomur. Dagskráin einkennist af mikilli fjölbreytni og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Við óskum ykkur góðrar skemmtunar og vonum að þið njótið dagsins. Dagskrána má nálgast

Útdráttur

Síða 1 af 50