18. sep. 2019 : Jarðfræðiferð

Nemendur í jarðfræði í bekkjunum 1-Y og 1-X fóru í blíðskapaveðri í jarðfræðilferð um Suðurland. Þingvellir voru skoðaðir með jarðfræðina í huga þar sem nemendur kynntu sér flekarekið í Almannagjá. Því næst var brunað að Sólheimajökli og á leiðinni var farið yfir helstu eldfjöllin sem gætu gosið á næstunni.

Þessa vikuna er umhverfisvika í skólanum og því var ákveðið að fara austur að Sólheimajökli og sjá hvernig jöklar landsins hafa bráðnað vegna hlýnandi loftslags vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa. Nemendum þótti tilkomu mikið að sjá umhverfi jökulsins og hreint ótrúlegt að sjá alla þær breytingar sem hafa átt sér stað á mjög stuttan tíma. 

13. sep. 2019 : Vinningshafar í Edrúpotti á nýnemaballi 2019

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

Egill Magnússon 1-Y - 10 miða kort í Matbúð
Salvör Dalla Hjaltadóttir 1-R - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ
Unnur María Davíðsdóttir 1-U – Tvö gjafakort á Hamborgarafabrikkuna
Haraldur Helgi Agnarsson 1-F - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ
Freyja I Bjargardóttir Benjamin 1-F - Tveir miðar á næsta ball NFVÍ haust 2019
Dagur Þórisson 1-B - AirPods
Agnes Helga Gísladóttir 1-D - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ
Helga Ósk Gunnsteinsdóttir 1-U - 15.000 kr. gjafakort frá foreldrafélagi VÍ

10. sep. 2019 : Nemendur heimsækja Hamborg

Dagana 31. ágúst – 6. september lögðu 21 nemendur á öðru ári með þýsku sem 3. mál land undir fót til Hamborgar ásamt tveimur kennurum. Nemendurnir dvöldu hjá þýskum fjölskyldum og unnu að semeiginlegu Erasmus verkefni með nemendum úr Ida Ehre Schule í Hamborg þar sem aðaláherslan var á sögu og þróun Hamborgar.
Nemendur fóru í skoðunarferðir, heimsóttu stofnanir og heimsóttu einnig skemmtigarðinn ”Heidepark” 

9. sep. 2019 : Kerfisstjóri

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða kerfisstjóra í 100% starf.

Meginhlutverk kerfisstjóra er að reka og bera ábyrgð á tölvukerfi skólans og veita starfsmönnum og nemendum tölvuþjónustu.

Hæfnikröfur:
• Háskólamenntun eða sérfræðimenntun sem nýtist í starfi.
• Góð þekking á rekstri tölvukerfa í Microsoft umhverfi, MS-SQL, Hyper-V sýndarumhverfi, Cisco Meraki netkerfis, Office 365 stjórnun, MS Exchange o.fl.
• Þekking á Moodle kennslukerfi æskileg.
• Þekking á Innu nemendabókhaldi og kennslukerfi æskileg.
• Þekking á asp, java og PowerShell er kostur.
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
• Hæfni í mannlegum samskiptum.

5. sep. 2019 : Fyrsta ball vetrar

Nemendafélagið heldur sitt fyrsta ball í kvöld, fimmtudaginn 5. september. Ballið verður haldið í Origo höllinni sem er staðsett á æfingasvæði Vals að Hlíðarenda. Ákveðið var í skólaráði að gera tilraun með að gefa leyfi í 1. tíma eftir ball og mun því kennsla falla niður í 1. tíma á morgun, föstudag. Skrifstofa skólans opnar skv. venju klukkan 8:00.

IMG_6449

30. ágú. 2019 : Útskrift

Föstudaginn 30. ágúst voru tveir nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þeir Aron Vilberg Einarsson og Ísak Richards. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann.

19. ágú. 2019 : Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) fimmtudaginn 22. ágúst nk. kl. 20:00. Dagskráin hefst á ávarpi skólastjóra en að því loknu verður farið yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Að því loknu munu fulltrúar frá stjórn NFVÍ og foreldrafélagsins segja frá því sem þar ber hæst á árinu.

Eftir dagskrá í Bláa sal verður foreldrum og forráðamönnum boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum. Hér er ekki um einstaklingsviðtöl að ræða heldur hitta umsjónarkennarar hvers bekkjar alla foreldra/forráðamenn samtímis.

Stjórnendur skólans, námsráðgjafar, félagslífsfulltrar og fulltrúar frá stjórn nemendafélagsins verða til taks á Marmaranum og svara spurningum.

Bókasafnið verður opið og er foreldrum/forráðamönnum velkomið að kynna sér glæsilega námsaðstöðu nemenda.

15. ágú. 2019 : Opnunartími bóksölu

Bóksalan verður í stofu 102 og verður opin sem hér segir:

Sunnudaginn 18. ágúst milli 12 og 16.
Mánudaginn 19. ágúst frá 8:00 til 13 og frá 15 til 16.
Þriðjudaginn 20. ágúst frá 8:00 til 13:00 og frá 15 til 16.

Vakin er athygli á því að flestar bækur er hægt að kaupa í almennum bóksölum. Einungis þær bækur/hefti sem ekki eru til sölu í bókabúðum eru seldar í skólanum.

7. ágú. 2019 : Skólabyrjun og bókalistar

Skólasetning Verzlunarskóla Íslands hefst með athöfnin sem er einungis ætluð nýnemum og hefst hún klukkan 10:00 föstudaginn 16. ágúst í hátíðarsal skólans (Bláa sal).

Vegna mikillar aðsóknar er mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Nýnemar fá sérstaka kynningu á skólanum þennan dag.

Eldri bekkingar mæta skv. stundaskrá mánudaginn 19. ágúst. Stundaskrár og bekkjarlistar verða aðgengilegir í INNU á föstudaginn.

Allir nemendur er hvattir til þess að ganga sem fyrst frá kaupum á námsbókum. Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í skólanum og verður fyrirkomulag þeirrar bóksölu kynnt nánar síðar.

Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum „Námið“ en einnig er flýtivísun hér.

20. jún. 2019 : Lokað vegna sumarleyfa

Skrifstofur skólans verða lokaðar vegna sumarleyfa frá og með föstudeginum 21.06.2019 til og með þriðjudeginum 06.08.2019.

Fjarnámspróf verða 7. - 14. ágúst. Sjá próftöflu hér. 

Föstudaginn 16. ágúst kl. 10:00 - 15:00 verður nýnemakynning og mæta þá einungis nýnemar í skólann. Eldri nemendur mæta mánudaginn 19. ágúst og þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá. Nemendur nálgast stundaskrá sína og bókalista á INNU fyrir skólabyrjun. Skóladagatal næsta skólaárs er hægt að skoða hér .  

19. jún. 2019 : Lok innritunar vorið 2019

Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 679 umsóknir, 519 sem val 1 og 160 sem val 2. Í ár voru 341 nemandi innritaður á fyrsta ár. Það er alltaf sárt að þurfa að hafna góðum nemendum en vonandi eru allir, sem ekki komust í Verzló, sáttir við sinn varaskóla, enda eru allir framhaldsskólar landsins góður valkostur.

Síða 1 af 52