14. okt. 2021 : Nemendur á fyrsta ári fóru í jarðfræðiferð

Nemendur á fyrsta ári í jarðfræði kynntu sér ýmsar áhugaverðar jarðmyndanir á Reykjanesi. Nemendur skoðuðu jarðmyndanir við Kleifarvatn og kynntu sér jarðhitasvæðið í Seltúni. Athugað var hvernig eldgígurinn Stóra-Eldborg hlóðst upp og hvernig hrauntjörnin við Selatanga myndaðist. Að lokum var nýja hraunið í Nátthaga rannsakað og áhugaverðast þótti nemendum að sjá stórar og fallegar steindir í berginu sem sýna fram á djúpan uppruna kvikunnar í eldgosinu í Geldingadölum.

13. okt. 2021 : Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu.

Umsóknarfretur haustannar rennur út til og með 15. október n.k. Þó er hægt er að sækja um jöfnunarstyrk

12. okt. 2021 : Stoðtímar í stærðfræði og eðlisfræði

Verzlunarskóli Íslands hefur í mörg ár boðið upp á stoðtíma í stærðfræði fyrir alla nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu. Ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur er nemendum boðið að koma eftir skóla og fá aðstoð við heimanám og eru kennarar til staðar og aðstoða eftir þörfum. Stoðtímarnir eru í stofu 306 á mánudögum og þriðjudögum frá klukkan 15.50 til 17.00. Á þriðjudögum geta nemendur einnig fengið aðstoð í eðlisfræði. 

8. okt. 2021 : Vinningshafar í edrúpotti

Vinningsbekkir:
1-R (allir)
2-R (alls 15 nemendur)
3-Y (alls 10 nemendur)

1. ár There were 9 items in your list. Here they are in random order:
Jón Hreiðar Rúnarsson 1-G, 2x Tilboð aldarinnar frá Búllunni
Hekla Sif Sævaldsdóttir 1-Y, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ
Nökkvi Reynisson 1-G, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ
Bjarney Edda Lúðvíksdóttir 1-U, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ
Hulda Rún Haraldsdóttir 1-S, 2 x Tilboð aldarinnar frá Búllunni
Þórunn Klara Símonardóttir 1-I, 10 x máltíða Matarkort frá Matbúð, VÍ
Helena Ísabel Helgudóttir King 1-G, 20.000.-kr. gjafabréf í Spútnik frá Verzló
Ísold Davíðsdóttir Pitt 1-B, 10 x máltíða Matarkort frá Matbúð, VÍ
Sigríður Svava Kristinsdóttir 1-F, 15.000.-kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ

8. okt. 2021 : Nemendur heimsóttu ríkislögreglustjóra

Nemendur í lögfræði heimsóttu ríkislögreglustjóra í gær. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fræddi nemendur um starfsemi embættisins, sérstaklega um greiningardeildina og almannavarnir. Að loknu hennar erindi ræddi Jón Már Jónsson, yfirmaður sérsveitarinnar, um störf sveitarinnar. Fjörugar umræður spunnust og þetta var fróðleg og skemmtileg heimsókn í alla staði.

5. okt. 2021 : Nýnemaball

Nemendafélagið stendur fyrir nýnemaballi miðvikudaginn 6. október. Ballið verður í Kaplakrika og stendur frá klukkan 21:00 til 01:00. Páll Óskar, Aron Can og DJ Dóra Júlía eru meðal listamanna sem munu halda uppi stuðinu á ballinu.

Allir sem mæta á ballið þurfa að sýna fram á neikvætt Covid próf. Til að auðvelda nemendum aðgengi að skimun er boðið upp á skimun hér í skólanum auk þess sem nemendur geta farið á þá staði sem bjóða upp á viðurkennd hraðpróf.

Afhending á ballmiðum sem eru í formi armbanda fer fram á morgun hér í skólanum og eingöngu þeir sem geta sýnt fram á neikvætt Covid hraðpróf sem tekið er í dag eða á morgun fá miða í sínar hendur.

Undanfarin ár hafa dansleikir okkar farið mjög vel fram og nemendur verið til fyrirmyndar. Til þess að forðast allan troðning fyrir utan staðinn eiga nemendur að mæta skv. eftirfarandi tímatöflu:

30. sep. 2021 : Heimsókn til Færeyja

Norður- Atlantshafsbekkurinn okkar, 2N NGK, var heimsóttur í Miðnám í Kamsdal nú fyrr í mánuðinum og voru móttökurnar vægast sagt frábærar. Bekkurinn kemur til Íslands í janúar 2022 og hefur þá nám í Versló. Því næst heldur hann til Grænlands haustið ‘22 og útskrifast með danskt stúdentspróf þar í landi vorið ‘23. Lífið í Færeyjum er töluvert ólíkt því sem þau kynntust í Danmörku þar sem fyrsta námsárið fór fram. Þá er að sögn hópsins allt miklu rólegra og yfirvegaðra í Færeyjum. 

30. sep. 2021 : Erasmus+ fundur í Versló – menntun fyrir þig!

Í vikunni 4. – 9. október verður haldinn Erasmus+ fundur í verkefni sem heitir Edu4u í Versló. Þátttakendur eru kennarar og nemendur frá Tékklandi, Póllandi og Portúgal. Nemendur í 3-A eru gestgjafar og munu ásamt hópi kennara og starfsmanna vinna með þeim fjölbreytt verkefni og kynna Ísland fyrir þeim. Viðfangsefni verkefnisins eru fjölbreytt – það verður unnið að hönnun í fablabbi, farið í útikennslu og tekist á ræðukeppnum um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þetta er fyrsti alþjóðafundurinn sem er haldinn í Versló eftir að öllu var skellt í lás út af Covid sem er með fullri þátttöku kennara og nemenda í skólanum, svo þetta heyrir til tíðinda og er vonandi vísbending um bjartari tíma framundan! 

30. sep. 2021 : Menntabúðir á Marmara

Nýlega voru haldnar menntabúðir í skólanum þar sem kennarar og annað starfsfólk kom saman til þess að miðla af eigin reynslu og þekkingu og afla sér fróðleiks frá öðrum þátttakendum.

Hægt var að rölta á milli tólf stöðva og voru umfjöllunarefnin af ýmsum toga, svo sem spennandi forrit, áhugaverðar kennsluaðferðir, námsmat o.fl. Stöðvastjórar menntabúða voru bæði kennarar skólans og starfsfólk stoðdeilda og voru umfjöllunarefnin bæði fróðleg og skemmtileg.

24. sep. 2021 : Myndir frá Peysufatadeginum og nöfn vinningshafa

Peysufatadagur Verzunarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur í gær þar sem nemendur klæddu sig upp í ís­lenska þjóðbún­ing­inn og dönsuðu í Hörpu. Dagurinn er árleg hátíð nemenda á öðru ári við skólann en vegna kórónuveirunnar gátu nemendur ekki haldið daginn hátíðlegan á síðasta ári. Nemendurnir að þessu sinni eru því á þriðja ári. Mikil tilhlökkun var hjá nemendum og skemmtu þeir sér konunglega. Um kvöldið var haldið ball og blésu 70 nemendur á ballinu. Dregið var úr edrúpottinum og fjórir heppnir þátttakendur fengu 15. þúsund kr. gjafabréf frá Foreldrafélagi VÍ. Það eru þau:
Jóhanna Lilja P. Guðjónsdóttir 3-U
Eva Björnsdóttir 3-D
Una Bóel Jónsdóttir 3-U
Axel Örn Heimisson 3-T

21. sep. 2021 : Peysufatadagurinn í Hörpu

Það er komið að því að nemendur geti haldið peysufatadag Verzlunarskólans. Athugið breytta dagskrá og staðsetningu vegna veðurspár.

Dagurinn er á fimmtudaginn kemur og hér að neðan má sjá dagskrá dagsins sem bekkjarráðið hefur sett saman.

Við hvetjum forráðamenn til að gera sér ferð í Hörpuna og fylgjast með þeim þegar þau stíga dansinn í Hörpu.

9:00 Mæting í Verzló

9:30 Athöfn í Bláa sal

10:30 Morgunmatur og afhending bóka

11:45 Rútur frá skólanum að Hörpu

12:20 Dansað í Hörpu

12:55 Myndataka í tröppunum á Hörpu

13:40 Matur í Gullhömrum (rútur frá Hörpu að Gullhömrum)

22:00 Peysufataball í Gamla bíó. Ballinu lýkur klukkan 01:00

NGK

16. sep. 2021 : Er þín fjölskylda NGK fjölskylda?

Norður-Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er nýjung fyrir ungmenni á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og í Danmörku, sem hafa áhuga á að mennta sig á Norður-Atlantshafssvæðinu. Nemendur mynda bekk sem á þremur árum fær bæði faglegt og menningarlegt framlag frá fjórum löndum. Að auki fá þeir aðgang að einstakri námsbraut sem inniheldur meðal annars líftækni, stærðfræði og norðurskautstækni. Kynntu þér NGK frekar og skoðaðu bæklinginn.

Síða 1 af 70