Námsgjöld

Námsgjöld gilda aðeins fyrir eina önn og þau eru ekki endurgreidd. Námsgjöld verður að greiða áður en nám hefst.

Fjarnámsgjöld eru samsett úr kennslugjaldi annars vegar og innritunargjaldi hins vegar. Á vorönn 2020 greiða grunnskólanemendur aðeins innritunargjaldið og kostar því önnin fyrir þá 7200 kr. 

Kennslugjald

Verð fyrir hverja námseiningu er 3.600 krónur.  Athugið að námseining er aftasti stafurinn í númeri áfangans, t.d. er áfanginn DANS 2MM 05 fimm námseiningar. Flestir áfangar eru 5 nýjar einingar og jafngilda þær 3 gömlum einingum. Grunnskóla nemendur greiða ekki kennslugjald, önnin hjá þeim kostar því aðeins 7200 kr.

Innritunargjald

Nemandi sem skráir sig í fjarnám, greiðir  7.200 krónur í innritunargjald, óháð einingafjölda.  Nemendur sem eru í dagskóla VÍ greiða ekki innritunargjald.

Verðskrá 

Verðskrá sem gildir fyrir fjarnemendur sem  ekki eru nemendur í dagskóla Verzlunarskóla Íslands.

Einingar Innritunargjald  Kennslugjald Alls 
7.200 3.600 10.800
2 7.200 7.200 14.400
3 7.200 10.800 18.000
4 7.200 14.400 21.600
5 7.200 18.000 25.200
6 7.200 21.600 28.800
7 7.200 25.200 32.400
8 7.200 28.800 36.000
9 7.200 32.400 39.600
10 7.200 36.000 43.200
11 7.200 39.600 46.800
12 7.200 43.200 50.400
13 7.200 46.800 54.000
14 7.200 50.400 57.600
15 7.200 54.000 61.200
16 7.200 57.600 64.800
17 7.200 61.200 68.400
18 7.200 64.800 72.000
19 7.200 68.400 75.600
20 7.200 72.000 79.200

Próftökugjald er ekkert ef próf er tekið í Verzlunarskólanum. Óski nemandi eftir því að taka prófið annars staðar,  t.d. í sendiráði eða í menntastofnun á búsetusvæði sínu, gæti hann þurft að greiða próftökugjald á viðkomandi stað. Gjaldið er mismunandi og ákveðið af ábyrgðarmanni á próftökustað. Algengt gjald er kr. 0 - 3.000 krónur.

Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á  fjarnam@verslo.is