Starfsfólk VÍ
Kíktu á próftöfluna
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Það eru mikil viðbrigði fyrir nemendur að hefja nám í framhaldsskóla. Á síðasta ári í grunnskólanum eru þau elst í skólanum, örugg og þekkja umhverfi sitt. Í framhaldsskóla eru þau yngst í hópnum, mörg hver óörugg og þekkja ekki vel til. Við sem störfum í Verzlunarskóla Íslands leggjum metnað okkar í að taka vel á móti nemendum og reynum að létta þeim breytingarnar. Það má ekki gleyma því að námslega eru viðbrigðin mikil. Nemendur kynnast nýjum námsgreinum og hér eru gerðar mjög miklar kröfur. Til að nemendum vegni vel er mikilvægt að foreldrar fylgist vel með námi og félagslífi. Það er þroskandi fyrir nemendur að taka þátt í heilbrigðu félagslífi og ef vel á að takast þarf samvinna milli skóla og foreldra/forráðamanna að vera góð.
Stjórn Foreldraráðs VÍ veturinn 2023-2024