Norður Atlantshafs­bekkurinn

Norður Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er nýjung fyrir ungmenni á Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og í Danmörku, sem hafa áhuga á að mennta sig á Norður- Atlandsshafssvæðinu.

  • NámsleiðDanskt stúdentspróf af náttúrufræðibraut

Stúdentspróf er tekið á þremur árum

Nemendur mynda bekk sem á þremur árum fær bæði faglegt og menningarlegt framlag frá fjórum löndum. Að auki fá þeir aðgang að einstakri námsbraut sem inniheldur meðal annars líftækni, stærðfræði og norðurskautstækni. Námsframboð og kennsla er samkvæmt danskri námskrá og stúdentsprófið er eins og frá dönskum framhaldsskóla.

Nemendurnir dvelja fyrsta árið sitt í Danmörku þar sem þeir stunda nám í Gribskov Gymnasium í Helsinge. Á öðru árinu fara nemendurnir yfir til Færeyjar þar sem þeir taka haustönnina í Miðnám í Kambsdal. Á vorönninni koma þeir til Íslands og stunda nám sitt við Verzlunarskóla Íslands og á þriðja og síðasta árinu fer bekkurinn til Grænlands í GUX, Sisimiut.

Hægt að senda fyrirspurnir á verslo@verslo.is.

Íslenskir nemendur senda inn umsókn á verslo@verslo.is og post@gribskovgymnasium.dk ásamt rökstuddri umsögn um sjálfa sig. Umsóknin skal vera á dönsku.
Nemendur sem búa í Danmörku senda inn umsókn á optagelse.dk ásamt umsögn um sig.

Í NGK tekurðu almennt stúdentspróf á náttúrufræðibraut með aðalnámsgreinar eins og líftækni (A), norðurskautstækni (C), stærðfræði (A) og eðlisfræði (B). Aðrar námsgreinar sem kenndar eru á brautinni eru: málnotkun, undirstöðuáfangi í náttúruvísindum, danska (A), saga (A), enska (B), íþróttir (C), samfélagsfræði (C), fornaldarfræði (C), trúarbragðafræði (C), fjölmiðlafræði (C) og menningarfræði (C).

Í NGK læra allir nemendur dönsku (A) og öll kennsla fer fram á dönsku. Færeysku, íslensku og grænlensku nemendurnir fá allir móðurmálskennslu: færeysku (A), íslensku (A), grænlensku (A). Danskir nemendur velja á milli frönsku (B), þýsku (B) og grænlensku (A).

 

Sem nemandi í NGK kemur þú til með að vera í bekk með nemendum frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku þau þrjú ár sem þú ert í menntaskóla. Allir verða saman í einum bekk sem fer á milli þessara fjögurra landa NorðurAtlantshafssvæðisins.

Á meðan skólinn er starfræktur í þínu landi býrðu heima hjá þér ef þú býrð á nágrenni skólans. Í fyrsta bekk munt þú búa í ungmennaíbúðum á lóð skólans – nánari upplýsingar um þetta húsnæði má finna á heimasíðu www.nordatlantisk.dk undir Boliger i NGK. Í tengslum við íbúðirnar starfar tengiliður sem gegnir því hlutverki að skapa traustar og góðar félagslegar aðstæður fyrir þig og félaga þína, og hjálpar þér að takast á við áskoranir sem felast í að búa fjarri heimahögunum. Á öðru ári, fyrst í Færeyjum og síðan á Íslandi, býrðu inni á heimili hjá fjölskyldu. Á þriðja ári, þegar þú ert á Grænlandi, býrðu á heimavist.

Engin skólagjöld eru innheimt en þú greiðir fyrir húsnæði, uppihald og ferðir. Áætlað er að ferðir á milli landanna fjögurra muni kosta samtals um það bil 15.000 – 20.000 dkr. yfir allan námstímann. Það mun kosta um það bil 4.000 dkr. á mánuði að búa í ungmennaíbúð í Danmörku. Það mun kosta 2.500 – 4.000 dkr. á mánuði að búa á heimili í Færeyjum og á Ísland. Á Grænlandi mun kostnaður á mánuði á stúdentagarði verða um 3.000 dkr.

Nemendur frá Danmörku, Grænlandi og Færeyjum sem stunda nám við NGK skólann geta sótt um styrk frá danska ríkinu. Nemendur frá Íslandi geta ekki sótt um styrk frá danska ríkinu en geta aftur á móti sótt um danskt námslán. Sjá meira um þetta á www.su.dk

Sem nemandi í Norður Atlantshafsbekknum

dvelur þú í Danmörku fyrsta árið og stundar nám í Gribskov Gymnasium í Helsinge. Á öðru ári verður þú á haustönninni í Færeyjum í Miðnám í Kambsdal og á vorönninni í Verzlunarskóla Íslands. Þriðja og síðasta árið verður þú á Grænlandi í GUX, Sisimiut. Bekkjarsystkini þín verða frá Íslandi, Danmörku, Færeyjum og Grænlandi.

Þú greiðir fyrir húsnæði, mat og ferðir.

  • Einn bekkur sem samanstendur af nemendum frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Danmörku.
  • Kennslan fer fram í fjórum löndum á þremur árum.
  • Danskt stúdentspróf (STX) og einstakar upplifanir við Norður-Atlantshafið.
  • Einstakt nám á náttúrufræðibraut með námsgreinum eins og líftækni, stærðfræði, norðurskautstækni og eðlisfræði.
  • Kennsla fer fram á dönsku.

Gribskov Gymnasium

Gribskov Gymnasium er á syðsta hluta Norður Atlantshafsins. Skólinn liggur í útjaðri stórs skógar og við notum umhverfið og nærsamfélagið eins mikið og við getum í náminu. Andrúmsloftið í skólanum einkennist af ungu fólki sem er áhugasamt og skapandi í hinu daglega lífi. Húsnæðið sem þú býrð í á meðan þú ert í Gribskov er í næsta nágrenni við skólann.

Miðnám á Kambsdal

Vinnugleði, samvinna og nýsköpun er höfð í hávegum í Miðnám á Kambsdal. Þú verður hluti af hinu virka nærumhverfi og samvinnu með atvinnulífinu og stofnunum þess. Áhersla er lögð á að nota fagmennsku sem við lærum í daglegu lífi. Í skólanum eru 500 nemendur. Skólinn stendur einstaklega fallega í Kambsdal á Austurey með fögru útsýni yfir fjörðinn og fjöllin græn. Á meðan á náminu stendur býrðu á heimili.

Verzlunarskóli Íslands

Verzlunarskóli Íslands er leiðandi í menntun á framhaldsskólastigi á Íslandi. Skólinn leitast við að laga sig að síbreytilegum aðstæðum og vera í fremstu röð í náttúruvísindum og notkun tölvutækni. Áhersla er lögð á að skapa þroskandi námsumhverfi sem eflir jafnt náms- og persónulega hæfni nemenda. Í Versló eru nemendur hvattir til að vinna sjálfstætt og hugsa í skapandi og hagnýtum lausnum. Þú býrð á heimili á Reykjavíkursvæðinu á meðan á námi stendur.

GUX Sisimiut

Skólinn er á Grænlandi, rétt norðan við heimskautsbaug. Menntaskóla- og stúdentagarðslífið er bæði virkt og náið og nánast allir nemendur við skólann búa á stúdentagarðinum. Það búa 5000 manns í Sisimiut og menntaskólinn er eini skólinn á Grænlandi sem er með námsgreinar sem lúta að náttúrufræði á A stigi. Hér lærir þú líka námsgreinar eins og heimskautstækni og menningu á grænlenskan máta. Í daglegu lífi munu nemendurnir blanda geði við íbúa bæjarins og taka þátt í samfélaginu. Náttúran býður upp á fjölbreytta útiveru svo sem fjallgöngur, skíðaíþróttir og akstur hundasleða eða snjósleða. Á síðasta menntaskólaárinu býrðu á stúdentagarði í Sisimiut í nágrenni skólans.

Hér má sjá tvö myndskeið til upplýsingar um námið ásamt fréttum um NGK sem birst hafa í fjölmiðlum

Áfangar Norður-Atlantshafsbekkjarins

Grein 1.ár 2.ár 3.ár
Danmörk Danmörk Færeyjar Ísland Grænland Grænland
Líftækni A
Stærðfræði A
Eðlisfræði B
Danska A
Saga A
Enska B
Íslenska A*
Íþróttir C
Samfélagsfræði C
Menningarfræði C
Fornaldarfræði C
Trúarbragðafræði C
Fjölmiðlafræði C
Norðurskautstækni C
Undirstöðuáfangi í náttúruvísindum
Málnotkun
Lokaverkefni sem tengist námsgrein

Aðrar námsbrautir og línur