Hollráð sálfræðings

  • Góðar svefnvenjur

    Margt ungt fólk fær ekki nægan svefn. Mælt er með að unglingar á aldrinum 14-17 ára sofi í 8-10 klst. og fólk á aldrinum 18-25 ára sofi í 7-9 klst. Afleiðingar þess að sofa of lítið eru t.d. orkuleysi, skert athygli, minnisleysi, við erum lengur að hugsa og tilfinningastjórnun verður erfiðari. Svefnleysi getur einnig leitt til aukinna kvíða- og depurðareinkenna. Það er því til mikils að vinna að setja svefn í forgang. Ef þú átt erfitt með að sofna eru hér nokkur ráð.

    Skoða nánar
  • Betri athygli í námi

    Það getur verið gott að hugsa um athygli eins og vöðva, við verðum að æfa hana til að styrkja hana. Til eru ýmsar leiðir til að bæta athygli og einbeitingu. Við getum skipt þessum leiðum í tvo flokka; langtímalausnir og skammtímalausnir. Langtímalausnir snúa að breyttum lífsstíl til að efla athygli í daglegu lífi. Þær aðferðir er gott að hafa alltaf í huga en leggja sérstaka áherslu á að sinna þeim á tímabilum sem við vitum að reyna mikið á athyglina, til dæmis í prófatíð.

    Skoða nánar