Skýrslur, áætlanir og fundargerðir

Áætlun gegn einelti, ofbeldi, kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni 

Ofbeldi, einelti, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið við Verzlunarskóla Íslands. Mikilvægt er að einstaklingar upplýsi fulltrúa úr viðbragsteymi skólans um hverskonar áreitni, ofbeldi eða einelti þeir verða fyrir.

Lýðheilsustefna Verzlunarskóla Íslands

Samgöngustefna Verzlunarskóla Íslands

Starfsmannastefna Verzlunarskóla Íslands

Stefna Verzlunarskóla Íslands í alþjóðasamskiptum

Stefna Verzlunarskóla Íslands í fjarnámi

Stefna Verzlunarskóla Íslands í gæðamálum

Stefna Verzlunarskóla Íslands í kennslufræði

Stefna Verzlunarskóla Íslands í upplýsingatækni

Umhverfisstefna Verzlunarskóla Íslands

Verzlunarskóli Íslands leitast við að hafa umhverfismál og sjálfbærni að leiðarljósi í öllu sínu starfi, jafnt faglega, í daglegum athöfnum og stefnumótun til framtíðar.

 

Jafnlaunastefna Verzlunarskóla Íslands

Verzlunarskólinn hefur skjalfest og innleitt jafnlaunakerfi þar sem unnið er að stöðugum umbótum í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Jafnlaunastefnan er hluti af jafnlaunakerfi skólans.

Jafnréttisáætlun

Tilgangur jafnfréttisáætlunar er að tryggja fyllsta jafnrétti milli kvenna og karla á vinnustaðnum með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Einnig skal tryggt að kynferðisleg áreitni sé ekki liðin á vinnustaðnum. 

Persónuverndarstefna Verzlunarskóla Íslands

Verzlunarskóli Íslands leggur áherslu á að tryggja að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Markmið laganna er að stuðla að því að með persónuupplýsingar sé farið í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs og að tryggja áreiðanleika og gæði slíkra upplýsinga og frjálst flæði þeirra á innri markaði Evrópska efnahagssvæðisins. Markmið persónuverndarstefnu Verzlunarskólans er að auðvelda einstaklingum að átta sig á hvaða upplýsingum skólinn safnar, hvers vegna og hvað er gert við þær.
Síðast uppfært 23.03.2023

Rýmingaráætlun

Rýmingaráætlun vegna eldsvoða (síðast uppfært 21.10.2021)

Viðbragðsáætlun og viðbragðsleiðbeiningar fyrir Verzlunarskólann

Viðbragðsáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórnun aðgerða ef hættuástand kemur upp í Verzlunarskólanum. Hún er unnin af fulltrúum starfshóps um viðbragðsáætlun fyrir framhaldsskóla í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis. Markmið viðbragðsáætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð og að nauðsynleg aðstoð berist á sem skemmstum tíma ef hættuástand skapast.

Viðbragðsleiðbeiningarnar segja til um fyrstu viðbrögð en fela ekki í sér endanleg fyrirmæli. Þannig getur t.d. lögreglustjóri ákveðið breytingu á skipulagi með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.

Viðbrögð við heimsfaraldri 

Viðbragðsáætlun þessi segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Verzlunarskóla Íslands í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu. 

Mat á skólastarfi: skýrslur um innra og ytra mat

Samkvæmt 40. og 41. gr. laga um framhaldsskóla frá árinu 2008 skal hver framhaldsskóli meta kennslu og gæði skólastarfsins með kerfisbundnum hætti. Menntamálaráðuneytið lætur síðan gera úttekt á sjálfsmatsaðferðum skóla á fimm ára fresti. 

Stjórnsýsla

Hér er að finna ársskýrslur skólans, skóla- og þjónustusamninga.

Fundargerðir skólaráðs

Við skólann starfar skólaráð. Hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12.júní 2008. Skipa skal í skólaráð við upphaf hvers skólaárs. 

Skólaráð Verzlunarskóla Íslands er skipað tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum kennara. Auk þeirra eiga sæti í skólaráðinu tveir skólastjórnendur sem boða til funda og stýra þeim.