Námsbækur

Námsbókasjóður

Tilgangur sjóðsins er að styrkja nemendur skólans sem lítið fé hafa milli handanna til námsbókakaupa. Nemendum er bent á að hafa samband við Kristínu Huld Gunnlaugsdóttur námsráðgjafa varðandi frekari upplýsingar.

Námsbókasjóður Verzlunarskóla Íslands var stofnaður árið 2010 af fyrrverandi nemendum skólans þeim heiðurshjónum Bentu og Valgarði Briem, en þau gáfu eina milljón í sjóðinn.