Upplýsingar fyrir nýnema

Til hamingju með inngöngu þína í skólann. Hér fyrir neðan má nálgast algengar spurningar og svör.

Algengar spurningar og svör

Skólasetning Verzlunarskóla Íslands hefst með athöfn sem er einungis ætluð nýnemum í hátíðarsal skólans (Blái salur á 2. hæð). Að skólasetningu lokinni hitta nemendur umsjónarkennara sína og bekkjarfélaga og fá kynningu á skólanum og á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Sala námsbóka sem ekki fást í bókaverslunum verður í skólanum frá 11:30-15:00.

Fyrsta kennsludag má finna í skóladagatalinu á heimasíðu skólans.

Nemendur geta nálgast bókalistann í INNU og á heimasíðu skólans undir flipanum „Námið“ en einnig  er flýtivísun hér Bókalistar.

Flestar bækurnar er hægt að kaupa í almennum bókabúðum. Einungis þær bækur/hefti sem ekki eru til sölu í bókabúðum eru seldar í skólanum.
Bóksalan er opin þrjá fyrstu skóladagana.

Nýnemar eru boðnir velkomnir með allskyns leikjum og keppnum milli bekkja sem nemendafélagið stýrir. Vikan endar svo á nýnemaferð út á land þar sem hópurinn er hristur saman með skemmtilegri kvöldvöku og grilli. Starfsfólk skólans er með í för. Markmið vikunnar er að veita nýnemum eftirminnilega og jákvæða upplifun fyrstu dagana í nýjum skóla.

Til þess að fá áfanga metinn þarf nemandi að hafa tekið áfangann í framhaldsskóla, með lokaeinkunn sjö að lágmarki. Hægt er að sækja um að fá alla áfanga metna nema stærðfræði og íslensku. Allt nám sem nemendur taka í fjarnámi Verzlunarskólans er metið ef einkunnin er fimm að lágmarki.

Nei, þar sem skólinn er með bekkjarkerfi viljum við að nemendur verði samferða í gegnum námið og koma þannig í leiðinni í veg fyrir að einstaka nemendur verði í eyðum á meðan bekkurinn er í kennslustund.

Já, það er mjög góð aðstaða til líkamsræktar í skólanum, stór íþróttasalur, jógasalur og tækjasalur. Sú aðstaða er fyrst og fremst ætluð nemendum á skólatíma.

Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 8:15-15:00. Sími á skrifstofu er 5900600 og netfang skólans er verslo@verslo.is.

Skólinn fylgir afgreiðslutíma Bókasafns VÍ. Mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-19:00 og föstudaga kl. 8:00-15:00. Í jóla- og vorprófum lengist opnunartími skólans.

Bókasafnið er opið mánudaga til fimmtudaga kl. 8:00-19:00 og föstudaga kl. 8:00-15:00. Í jóla- og vorprófum lengist afgreiðslutími safnsins.

Óskilamunir eru fyrir framan nemendakjallarann á fyrstu hæð, nálægt stóra íþróttasalnum. Einnig fara óskilamunir stundum á skrifstofuna eða á bókasafnið.

Já, nemendum stendur til boða að kaupa holla máltíð eða matvöru í Matbúð skólans.  Nemendum er einnig boðið upp á lýsi og hafragraut án endurgjalds í fyrstu frímínútum dagsins ef þeir koma með sín eigin ílát. Hægt er að kaupa ílát í Matbúð á 100 krónur. Stök máltíð kostar 1000 krónur en ef nemandi kaupir matarkort (10, 20 eða 30 máltíðir) fer máltíðin niður í 900 krónur. Skólinn tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli og leggur því mikinn metnað í að hafa hollan og góðan mat. Matseðill vikunnar er birtur á heimasíðu skólans og má nálgast hér, Matseðill.

Já, það alltaf eitthvað í boði fyrir grænmetisætur og mikið í boði fyrir nemendur sem eru vegan.

Já, nemendum gefst kostur á að leigja sér skáp sem hægt er að læsa og geta þeir sótt um það á skrifstofu skólans.  Leiga á skáp er 1500 krónur fyrir skólaárið og lásinn kostar 500 krónur.

Já, þeir nemendur sem þurfa að hafa aðgang að lyftunni hafa samband við skrifstofu skólans til að fá lyftulykil. Lykillinn kostar 5000 krónur en upphæðin en endurgreidd þegar lyklinum er skilað.

Foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda tilkynna veikindi nemenda samdægurs í INNU og skal það gert alla veikindadaga. Lögráða nemendur tilkynna sjálfir veikindi sín samdægurs í INNU. Misfarist skráning skal senda tölvupóst á verslo@verslo.is Ef nemandi er veikur í þrjá daga eða lengur ber honum að skila  staðfestingu frá foreldri eða forráðamanni. Alvarleg veikindi þarf aðeins að tilkynna í upphafi, enda skili nemandi læknisvottorði strax og skólasókn hefst að nýju.

Nemendur skulu sinna öllum persónulegum erindum sínum utan skólatíma. Þurfi nemendur að leita læknis eða tannlæknis á skólatíma skrá þeir ástæðu fjarverunnar í Innu. Skólinn fer yfir fjarveruskráningar og skráir fjarveruna sem leyfi ef ástæðan er gild. Sama gildir um ökunám og að hámarki tveggja daga fjarveru vegna ferðalags. Að öðru leyti eru leyfi ekki gefin. Undanþágur frá þessu veita skólastjórnendur.

Nemendum er heimilt að hafa snjalltæki meðferðis í skólann og tengjast skólanetinu. Tækin skulu geymd afsíðis í kennslustundum, t.d. ofan í tösku, og stillt á hljóðlaust nema kennari ákveði annað.

Leyfi vegna íþrótta- og tómstundaferða skal sækja um með því að senda tölvupóst á netfangið verslo@verslo.is Staðfestingar frá forsvarsmönnum íþróttafélaga eða sérsambanda er óskað.

Upplýsingar um tölvukerfið má finna á heimasíðu skólans undir „Þjónusta“ – „Tölvuþjónusta“ en einnig er flýtivísun hér – Tölvuþjónusta.

150 blaðsíður á önn. Nemendur geta séð hve mikið er eftir af kvótanum þeirra með því að fara í upplýsingakerfið og velja Stilling – Prentkvóti. Ef prentkvótinn klárast geta nemendur keypt viðbótarkvóta á skrifstofunni á 20 kr. fyrir hverja blaðsíðu.

Á www.www.verslo.is er valið ÞJÓNUSTA og því næst TÖLVUÞJÓNUSTA og í valmynd til hægri er valið PRENTUN og fylgt hlekknum í textanum. Nemandi skráir sig inn velur WEB PRINT og smellir á SUBMIT A JOB. Í næsta skrefi velur nemandinn prentara, en hægt er að velja á milli 7 prentara. Næst þarf að tilgreina fjölda eintaka sem á að prenta. Nemandi velur UPLOAD FROM COMPUTER til að sækja skjalið sem á að prenta. Einnig er hægt að draga skjöl inn á svæðið „Drag files here“. Athugið að hægt er að prenta út pdf skrár og helstu gerðir Office skráa t.d. Word, Excel og Powerpoint. Valið UPLOAD AND COMPLETE til að staðfesta prentun. Í skjámyndinni sem birtist sést hvort prentun hefur heppnast.

Já, það er mælst til þess að nemendur komi með fartölvur sínar í skólann. Bókasafnið lánar einnig fartölvur en um er að ræða dagslán og því geta nemendur ekki tekið þær tölvur með sér heim.

Í hefðbundnum skyndiprófum, teknum á pappír eða rafrænt í kennslustofu, miða kennarar próftímann við að nemendur með greiningar hafi 25% auka tíma til að klára umfram meðalnemandann. Í 50 mín kennslustund er próf þá miðað við 40 mín og svo hafa allir 10 mín til að klára.

Náms- og starfsráðgjafar við skólann eru þrír, Berglind Helga Sigurþórsdóttir, Kristín Huld Gunnlaugsdóttir og Sóley Þórarinsdóttir. Berglind Helga heldur utan um nemendur á fyrsta ári. Sóley heldur utan um nemendur á öðru ári og Kristín Huld heldur utan um nemendur á þriðja ári. Nemendaþjónustan er á fyrstu hæð skólans við aðalinngang (A). Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að veita nemendum aðstoð í málum sem tengjast námi þeirra, náms- og starfsvali og í persónulegum málum. Nemendur, foreldrar/forráðamenn og kennarar geta leitað til náms- og starfsráðgjafa og fengið hjá þeim ráðgjöf og aðstoð við lausn ýmissa mála.

Já, við skólann er einn sálfræðingur,  – Ásta Rún Valgerðardóttir.  Nemendur geta bókað viðtal hjá Ástu Rún með pósti í netfangið astav@verslo.is. Ásta Rún er staðsett hjá nemendaþjónustunni á fyrstu hæð skólans við aðalinngang (A).