Starfsfólk VÍ
Kíktu á próftöfluna
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Bókasafnið er upplýsingamiðstöð fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Meginhlutverk þess er að veita nemendum og starfsmönnum greiðan aðgang að upplýsingum og heimildum vegna náms og kennslu.
Bókasafnið veitir nútímalega, fjölþætta og persónulega þjónustu og styður nám og kennslu við skólann. Þjónustan við notendur felst einkum í faglegri upplýsingaþjónustu, leiðbeiningum við heimildaleit og upplýsingalæsi ásamt úrvinnslu heimilda, útlánum og margs konar námsaðstoð.
Útlán eru eingöngu ætluð nemendum og starfsfólki skólans. Aðrir verða að fá sérstakt leyfi til að nýta gögn safnsins á staðnum. Starfsfólk safnsins aðstoðar notendur við upplýsingaleit og heimildaöflun. Bókasafnfræðingar annast upplýsingaþjónustu og má senda þeim fyrirspurnir.
Bókasafn
dana@verslo.is
5900610
Bókasafnsstjóri / vefstjóri
klarah@verslo.is
5900620
thora@verslo.is
5900624