Prófaundirbúningur

Gátlisti fyrir próf

  • Skipuleggðu lesturinn fram að prófdegi og fylgdu próftöflu.
  • Finndu góða staði til að læra á. Kynntu þér t.d. vel opnunartíma bókasafnsins.
  • Skipuleggðu lesturinn út frá námsáætlun og gátlistum kennara. Hér er vikuáætlun sem sniðugt er að prenta út og fylla inn í sjálf/ur. Nýttu tímann vel, prófaðu að nota promofocus.
  • Finndu til og flokkaðu námsbækur, verkefni, skyndipróf og önnur gögn úr hverri námsgrein.
  • Ekki hika við að leita þér aðstoðar hjá kennara, vinum, vandamönnum og jafnvel aukakennurum .
  • Prófaðu sjálfa/n þig. Farðu vel yfir öll skyndipróf. Búðu til þín eigin próf.
  • Láttu hlýða þér yfir. Prófaðu að nota  Quizlet.
  • Nýttu síðustu klukkutímana til upprifjunar.
  • Hafðu reglu á svefn- og matarvenjum.
  • Góður nætursvefn fyrir próf.
  • Slökun (Núvitundarsetrið – á Spotify) á milli lestrarlota getur gert gæfumuninn.

Gátlisti í prófi

  • Mættu tímanlega í prófið. Hafðu með þér smá hressingu í gegnsæjum umbúðum skv. prófreglum skólans.
  • Skráðu minnisatriði á rissblað, svo sem formúlur, lykilhugtök og annað sem er þér ofarlega í huga þegar þú sest í prófstofu.
  • Hlustaðu vel á öll munnleg fyrirmæli og lestu vel skrifleg fyrirmæli.
  • Lestu allt prófið yfir áður en þú byrjar.
  • Vertu með úr eða klukku fyrir framan þig í prófinu. Vertu viss um að þú vitir vægi hverrar spurningar svo að þú getir skipulagt tímann út frá því. Eyddu ekki meiri tíma í spurningu en vægi hennar er.
  • Spurðu kennarann ef þú ert ekki viss. Eyddu ekki tíma í að reyna að átta þig á óljósum fyrirmælum. Óskaðu strax eftir hjálp.
  • Svaraðu léttustu spurningunum fyrst. Breyttu ekki svari eftir á nema þú sért viss í þinni sök.
  • Ef þú ert í vafa reyndu þá við næstu spurningu. Komdu síðar að þeirri erfiðari.
  • Vertu stuttorð/ur og gagnorð/ur.

Tímastjórnun í prófi

  • Mættu með úr eða klukku í prófið!
  • Hvert próf er 100% – ekki rugla því saman við gildi prófs í lokaeinkunn.
  • Notaðu 10 mínútur í byrjun og 10 mínútur í lokin til að komast í gang, lesa yfir o.fl.
    Dæmi: Ef próftími er 1 klukkustund = 60 mínútur.

Þumalputtareglan í 1 tíma prófi er þá:
3 mínútur fyrir 5 % spurningu.
6 mínútur fyrir 10 % spurningu.
mínútur fyrir 15 % spurningu o.s.frv.