Alþjóðasamstarf

Verzlunarskóli Íslands er leiðandi í alþjóðasamstarfi menntastofnana á Íslandi. Starfið miðar að því að gera nemendum kleift að taka þátt í samvinnuverkefnum með skólum víðs vegar í Evrópu í gegnum alþjóðlegar menntaáætlanir svo sem Erasmus+, Nordplus junior, e-twinning og EEA Grants. Skólinn hlaut vorið 2021 vottun sem Erasmus+ skóli sem staðfestir sterka stöðu hans, og er jafnframt vottaður e-twinning skóli. Verkefni innan þessara áætlana eru mikilvæg í því alþjóðasamfélagi sem við lifum í, því þau auka menningarvitund nemenda, hjálpa þeim að skilja og virða ólík samfélög og efla borgaravitund þeirra. Skólinn hefur jafnframt átt í samstarfi við skóla erlendis, innan Evrópu og í Bandaríkjunum utan sérstakra áætlana. 

Enn fremur er innan Erasmus+ og Nordplus áætlana sótt um styrki fyrir kennara og starfsfólk til að sækja sér námskeið og fara í skólaheimsóknir með það að markmiði að vinna að endurmenntun og starfsþróun. 

Að lokum má nefna að vettvangsferðir erlendis hafa verið fastur liðir í kennslu valnámskeiða í skólanum um árabil.

Ármann Halldórsson er verkefnastjóri erlendra samskipta.