Alþjóðasamstarf

Verzlunarskóli Íslands er leiðandi í alþjóðasamstarfi menntastofnana á Íslandi. Starfið miðar að því að gera nemendum kleift að taka þátt í samvinnuverkefnum með skólum víðs vegar í Evrópu í gegnum alþjóðlegar menntaáætlanir svo sem Erasmus+, Nordplus junior, e-twinning og EEA Grants. Skólinn hlaut vorið 2021 vottun sem Erasmus+ skóli sem staðfestir sterka stöðu hans, og er jafnframt vottaður e-twinning skóli. Verkefni innan þessara áætlana eru mikilvæg í því alþjóðasamfélagi sem við lifum í, því þau auka menningarvitund nemenda, hjálpa þeim að skilja og virða ólík samfélög og efla borgaravitund þeirra. Skólinn hefur jafnframt átt í samstarfi við skóla erlendis, innan Evrópu og í Bandaríkjunum utan sérstakra áætlana. 

Enn fremur er innan Erasmus+ og Nordplus áætlana sótt um styrki fyrir kennara og starfsfólk til að sækja sér námskeið og fara í skólaheimsóknir með það að markmiði að vinna að endurmenntun og starfsþróun. 

Að lokum má nefna að vettvangsferðir erlendis hafa verið fastur liðir í kennslu valnámskeiða í skólanum um árabil.

Bertha S. Sigurðardóttir og Ármann Halldórsson eru verkefnastjórar erlendra samskipta og halda utan um þennan þátt í skólastarfinu.

Við eftirtalin verkefni hafa verið settar upp heimasíður:


 2019-2020  Nordplus Junior – Företaksamhet med ny teknologi i Norden
 2019-2020  NordplusJunior - Den nordiske identitet i global perspektiv – sprog, kultur, samfund ogteknologi
 2019-2021  Sustainability Now
 2019-2021  Erasmus+ Recharge the World
 2019-2021   Erasmus+ Education 4 You – Edu4U eTwinning 
 2018-2020

Erasmus+ Einheit in der Vielfalt Europas eTwinning

 2018-2020 Erasmus+ - Strengths and Weaknesses in the Media - SWIM 
 2018-2020 Erasmus+ Technology in Education and Every Day Life,Digital Citizenship – TIE
 2017-2020 Erasmus+ Europeans on the Move – EMOC
 2017-2019 eTwinning – SMART
 2017-2019 Nordplus Junior – To nordiske samfunds bidrag til en renere og sundereverden
2019 Island –Frakkland nemendaskipti 2019

 2016-2018 Erasmus+ Welcome to My City /COCI
 2016-2017 Nordplus junior
Jobba i Norden
 2015 - 2017 ERASMUS+ Young Voices in the European Democracies / DOME
Twinspace link
Facebook link
 2015 - 2016 Nordplus junior
Verzlunarskóli Íslands og Rysensteen gymnasium
2010-2012     Comenius project: Finding my voice
2010   Århus Købmandsskole and Verzlunarskóli Íslands student exchange
2009   Iceland - Estonia student exchange.
2008-2010 European Knowlege Based on National Sources.
2007-2009 The way we were - the way we are.
2007-2012 Nordplus.
2007-2009 Retail Management for Adults in LLP.
2006-2007 Comenius Project: Discover another european country through films.
2006   Iceland - Denmark student exchange.
2006   The Information Exchange System at Schools.
2005-2006 Comenius Project I: Knowing each other in Europe: North meets South
2005   Kaliningrad í Rússlandi. Ferð alþjóðabekkja í 5. bekk og málþing máladeildar.
2004-2007 Comenius Project: Steps towards European Integration
2003-2006 Comenius Project: Self Evaluation for European Schools
2003-2004 Comenius Language Project: Aquarius
20012002  Comenius Project: Energy of the future
2001-2003 Comenius Project: Marketing in Europe
2001-2002 Icelandic - Japanese Student Exchange
1999             Lingua Project: Extremes meet