Viðveruskráning nemenda

  • Öll veikindi eru skráð í gegnum INNU.
  • Forráðamenn skrá veikindi fyrir nemendur yngri en 18 ára.
  • Nemendur 18 ára og eldri skrá sjálfir veikindi í INNU.
  • Skólafulltrúi samþykkir veikindaskráningar – frádráttur vegna veikinda er 0,5 fyrir hverja kennslustund. Frá og með þriðja degi eru veikindin án frádráttar.
  • Ef um langvarandi veikindi er að ræða er hægt að óska eftir sér skráningu á veikindum með því að forráðamenn sendi vottorð eða frekari upplýsingar á skólann í gegnum verslo@verslo.is eða hafa samband við námsráðgjafa. Á þetta við um alla nemendur óháð aldri þeirra.

  • Sótt er um öll leyfi í gegnum INNU.
  • Forráðamenn sækja um leyfi fyrir nemendur yngri en 18 ára.
  • Nemendur 18 ára og eldri geta sjálfir sótt um leyfi í gegnum INNU.
  • Þegar óskað er eftir leyfi þarf ávallt að skrá ástæðu. Á þetta jafnt við um staka tíma og heila daga.
  • Skólafulltrúi samþykkir leyfisóskir í gegnum INNU. Frádráttur vegna leyfis er 0,5 fyrir hverja kennslustund.
  • Sé óskað um leyfi lengur en 2 daga verður að senda formlega leyfisbeiðni á netfangið verslo@verslo.is.

  • Nemendur sem fara í keppnisferðir á vegum landsliða geta óskað eftir að leyfi þeirra verði án frádráttar. Leyfisósk þarf að koma frá viðkomandi sérsambandi á netfangið verslo@verslo.is.

  • Nemandi sem mætir of seint í tíma fær 0,25 í frádrátt fyrir hverja kennslustund. Seinkoma miðast við 1-10 mínútur. Eftir það er fjarvist skráð í kladda.

  • Nemendur sem eru fjarverandi úr skóla vegna veikinda er boðið upp á að taka sjúkrapróf ef slík eru í áfanganum. Þá er reynt eins og hægt er að taka tillit til verkefnaskila. Misjafnt er þó á milli deilda hvernig námsmat einstaka áfanga er og þarf því ávallt samtal að eiga sér stað milli nemenda og kennara varðandi nánari útfærslu.
  • Nemendur sem óska eftir leyfi í stökum tímum eða heila daga geta ekki ætlast til að fá boð um að taka sjúkrapróf eða að tillit sé tekið til verkefnaskila vegna fjarveru.

  • Nemendur sem mæta vel eiga kost á mætingareiningu fyrir hverja önn. Þeir nemendur sem ná 95% mætingu fá mætingareiningu. Alls er hægt að fá 6 mætingareiningar á námstímanum sem nýtast sem aukaeiningar.