Fjarnám Verzlunarskóla Íslands

Hægt er að taka verslunarpróf og stúdentspróf af öllum brautum Verzlunarskóla Íslands í fjarnámi.  Sjá nánar um stúdentspróf og verslunarpróf.

Haustönn 2020

Skráning á haustönn 2020 hefst í hádeginu 18. ágúst 2020 og stendur til miðnættis 7. september 2020.  Smellið hér til að komast á skráningarsíðuna.

Kennsla hefst 8. september, en þann dag klukkan 14:00 fá nemendur send aðgangsorð að kennslukerfinu Moodle.

Próftafla fjarnámsins kemur á netið 6. október, sjá hér .

Hægt er að lesa um:

  • Áfanga í boði með því að smella hér,
  • Fyrirkomulag náms með því að smella hér,
  • Námsgjöld með því að smella hér. Verð hafa lækkað til að koma til móts við nemendur á þessum erfiðu tímum.

Sumarönn 2020

Sumarönn 2020 er liðin, einkunnir birtast í INNU klukkan 18:00 þann 13. ágúst. Allir sem eiga einkunnir vistaðar í INNU geta fengið aðgangsorð að kerfinu, sjá https://inna.is/


Til að fá nánari upplýsingar um fjarnámið er bestað senda tölvupóst til fjarnámsstjóra á netfangið fjarnam@verslo.is.  Öllum bréfum er svarað innan sólarhrings.  Einnig er hægt að hringja á skrifstofutíma, beint númer til fjarnámsstjóra er 5 900 635 .