Fjarnám Verzlunarskóla Íslands

Hægt er að taka verslunarpróf og stúdentspróf af öllum brautum Verzlunarskóla Íslands í fjarnámi.  Sjá nánar um stúdentspróf og verslunarpróf.

Vorönn 2023

Skráning á vorönn 2023 hefst í hádeginu þriðjudaginn 3. janúar og stendur til miðnættis 16. janúar 2023. Smellið hér til að komast á skráningarsíðuna. 

Kennsla hefst þriðjudaginn 24. janúar, en þann dag kl 14:00 fá nemendur aðgangsorð að kennslukerfinu send í tölvupósti.

Hægt er að lesa um:

  • Áfanga í boði með því að smella hér,
  • Fyrirkomulag náms með því að smella hér,
  • Námsgjöld með því að smella hér

Haustönn 2022

Haustönn stendur yfir og prófin hefjast 6. desember. Síðasti prófdagurinn er 15. desember, en þann dag eru sjúkra- og árekstrapróf. Hægt er að sjá próftöfluna með því að smella  hér . Að loknum prófum verða allar einkunnir settar í Moodle og INNU. Allir sem eiga einkunnir vistaðar í INNU geta fengið aðgangsorð að kerfinu, sjá https://inna.is/


Til að fá nánari upplýsingar um fjarnámið er bestað senda tölvupóst til fjarnámsstjóra á netfangið fjarnam@verslo.is.  Öllum bréfum er svarað innan sólarhrings.  Einnig er hægt að hringja á skrifstofutíma, beint númer til fjarnámsstjóra er 5 900 635 .