Fjarnám Verzlunarskóla Íslands

Einkunnarorð fjarnámsins eru: Samskipti - Skipulag - Sköpun

Stefna skólans með fjarkennslu.

Hægt er að taka verslunarpróf og stúdentspróf af öllum brautum Verzlunarskóla Íslands í fjarnámi.  Sjá nánar um stúdentspróf og verslunarpróf.

Vorönn 2023

Skráning á vorönn 2023 hefst í hádeginu þriðjudaginn 3. janúar og stendur til miðnættis 16. janúar 2023. Smellið hér til að komast á skráningarsíðuna. Frestur til að skrá sig hefur verið framlengdur til miðnættis 31. janúar, önnin hófst þó 24. janúar er hægt er að vinna það efni upp mjög hratt.

Kennsla hefst þriðjudaginn 24. janúar, en þann dag kl 14:00 fá nemendur aðgangsorð að kennslukerfinu send í tölvupósti.

Hægt er að lesa um:

  • Áfanga í boði með því að smella hér,
  • Fyrirkomulag náms með því að smella hér,
  • Námsgjöld með því að smella hér

Haustönn 2022

Haustönn 2022 er lokið og allar einkunnir hafa verið skráðar í INNU.  Allir sem eiga einkunnir vistaðar í INNU geta fengið aðgangsorð að kerfinu, sjá https://inna.is/


Til að fá nánari upplýsingar um fjarnámið er bestað senda tölvupóst til fjarnámsstjóra á netfangið fjarnam@verslo.is.  Öllum bréfum er svarað innan sólarhrings.  Einnig er hægt að hringja á skrifstofutíma, beint númer til fjarnámsstjóra er 5 900 635 .