VÍ 100 - aldarafmælissjóður

Í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli sjóðurinn styrkja valda nemendur skólans með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða þegar þeir ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h. Við sérstakar aðstæður geta nemendur einnig sótt styrk í sjóðinn og skal þá hafa samband við skólastjóra.

Sjóðurinn VÍ 100 var stofnaður árið 2005 af fyrrverandi nemendum skólans í tilefni af 100 ára afmæli Verzlunarskólans. Stofnframlag í sjóðinn voru 50.000.000 krónur.