Starfsfólk VÍ
Kíktu á próftöfluna
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Nemendur sem sækja um að vori að loknu 1. námsári hafa möguleika á að ljúka einstaka áföngum í fjarnámi í Verzlunarskólanum á sumarönn áður en nám hefst. Samþykki fyrir inngöngu getur verið háð því að nemandi ljúki ákveðnum áföngum í fjarnámi áður en nám hefst á haustönn á 2. ári.
Umsækjendur eru hvattir til að skoða vel uppbyggingu námsbrauta í skólanum og bera saman við sitt fyrra nám.
Verzlunarskólinn er bekkjarskóli og þegar nýnemar eru innritaðir að loknu námi í 10. bekk þá eru öll pláss fyllt sem skólinn getur boðið upp á. Til að hægt sé að innrita nýja nemendur á seinni stigum þarf pláss að losna í bekk á viðkomandi braut sem sótt er um.
Athugið vel þær dagsetningar sem gefnar eru upp varðandi umsóknarfrest annars vegar vegna umsókna um áramót og hins vegar vegna umsókna á vorönn.
Verzlunarskólinn er bekkjarskóli og því er forsenda þess að umsækjandi fái skólavist um áramót eða inn í efri bekki að hausti að hann hafi lokið sem flestum áföngum á þeirri braut sem sótt er um.
Umsóknarfrestur um áramót er 1. desember og umsóknir eru afgreiddar og þeim svarað 20. desember.
Umsóknarfrestur að vori er 1. júní og umsóknir eru afgreiddar og þeim svarað fyrir 20. júní.
Athugið að innritun nýnema úr 10. bekk fer fram að vori í gegnum menntagatt.is.
Nemendur sem óska eftir að sækja um skólavist í Verzlunarskólanum um áramót eða að hausti inn í efri bekki hafa kost á því með því að fylla út eftirfarandi umsókn.
"*" indicates required fields
Við innsendingu veitir umsækjandi skólanum heimild til að stofna umsókn í Innu og skoða námsferil viðkomandi.