Fyrirkomulag náms

Fyrirkomulag fjarnáms

Kennslan

Kennslan fer fram í kennsluumhverfi á netinu sem nefnist Moodle ( http://moodle.verslo.is/).  Í Moodle er hver áfangi með sitt svæði, nokkurs konar kennslustofu í netheimum, þar sem nemandi er í tengslum við kennara sinn og aðra nemendur.

Í Moodle hefur kennarinn sett inn það efni sem nemandinn þarf til námsins, svo sem:

  • Námsáætlun.
  • Vikuáætlun.
  • Námsefni.
  • Verkefni.
  • Gagnvirkar æfingar. 

Í kennslukerfinu er hægt að senda póst til kennara og samnemenda, taka þátt í umræðum og spjalli.  Kennarar svara öllum fyrirspurnum innan tveggja virkra sólarhringa.

Sjá nánar hér um  áfanga í boðibókalistadagatallokaprófnámsgjöld og námsmat .

Annir

Hverri önn er skipt niður í 10 vikur og fá nemendur námsáætlun fyrir hverja viku.  Mikilvægt er að vinna efni jafnt og þétt í samræmi við námsáætlun og virða skilafrest verkefna.  Nemendur geta þó unnið efnið á sínum hraða á hverri önn, aðal atriðið er að vera búinn að öllu í annarlok.

Kennt er á þremur önnum á ári: Vorönn, sumarönn og haustönn.

Námsgögn

Námsefni er margskonar, svo sem:

  • Bækur og tímarit
  • Rafræn námsgögn á netinu
  • Vefsíður með efni sem öllum er frjálst að nota

Dæmi um rafræn námsgögn á neti framleidd í VÍ:

Lokapróf

Lokapróf verða í lok hverrar annar.   Lokapróf á haustönn eru  í desember, lokapróf á vorönn eru í maí og lokapróf á sumarönn eru í ágúst.

Hægt er að taka lokapróf í heimabyggð nemenda út um allan heim.


Frekari upplýsingar er hægt að fá með því að senda tölvupóst á  fjarnam@verslo.is .