Viðburðalisti
Engin grein fannst.
Hæfni – Ábyrgð – Virðing – Vellíðan
Í ljósi nýrrar reglugerðar um sóttvarnir í skólum, sem tók gildi 24. febrúar, er ánægjulegt að geta tilkynnt að við munum opna hús okkar fyrir nemendum sem ljúka 10. bekk nú í vor.
Opna húsið verður dagana 9., 10. og 11. mars og þurfa nemendur að skrá sig sérstaklega á ákveðna heimsóknartíma vegna fjöldatakmarkana. Við hvetjum áhugasama til þess að skrá sig sem fyrst og nýta sér þetta tækifæri til þess að kynna sér betur það sem skólinn hefur uppá að bjóða og fá svör við þeim spurningum sem þeir kunna að hafa.
Á opna húsinu fá 10. bekkingar upplýsingar um námið og námsframboðið, skoðunarferð um skólann og kynningu á félagslífi nemenda.
Eins og allt á þessu skólaári er Nemendamót skólans með breyttu sniði. Hver árgangur fær sinn Nemódag og mætir þá á FEIM sýninguna sem sýnd er í íþróttasal skólans. Einnig er annáll nemendafélagsins sýndur. Öll kennsla fellur niður hjá árganginum sem á nemódaginn þann daginn.
Fá og með mánudeginum 1.mars verða breytingar í Matbúð.
Helstu breytingar eru þessar:
Heitur matur verður seldur í gegnum vefverslun Matbúðar. Maturinn er sóttur í Matbúð þegar þið hafið fengið sms um að varan sé tilbúin til afhendingar.
Hægt verður að kaupa allskonar góðgæti í vefverslun Matbúðar frá klukkan 8:00 til 13:40. Sótt í Matbúð þegar þið hafið fengið sms-ið.
Ekki verður lengur farið með vörur upp á hæðirnar heldur sækja nemendur í Matbúð.
Áfram fara öll viðskipti fram í gegnum vefverslun Matbúðar og greitt er með AUR.
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra var kynnt í gær og tekur gildi frá og með deginum í dag, 24. febrúar og gildir til 30. apríl.
Helstu breytingarnar felast í afnámi 2 metra reglunnar í öllu skólastarfi. Lágmarksfjarlægð milli einstaklinga þarf þó að vera 1 meter. Ef það er ekki hægt þá skal nota grímu.
Í sameiginlegum rýmum, s.s. við innganga, anddyri, snyrtingar og á göngum skólans, skal nota andlitsgrímur. Fyrir hið eiginlega skólastarf þýðir þetta í raun að allir skulu vera með grímu þegar þeir ferðast um skólann. Hins vegar, þegar nemendur eru komnir inn í kennslustofu, í sín sæti, þá þurfa þeir ekki að nota grímur að því tilskyldu að 1 meter sé á milli. Kennari þarf ekki heldur að bera grímu í kennslustofu þegar fjarlægð frá nemendum er meiri en 1 meter.
Engin grein fannst.