Hæfni – Ábyrgð – Virðing – Vellíðan
Föstudaginn 27. maí voru eftirtaldir nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands:
Aron Eiður Ebenesersson | Stúdentspróf |
Halldór Örn Írisarson | Stúdentspróf |
Helgi Magnús Viggósson | Stúdentspróf |
Kristófer Baldur Sverrisson | Stúdentspróf |
Lilja Hrönn Gunnarsdóttir | Stúdentspróf og fagpróf verslunar og þjónustu |
Trausti Þór Gestsson | Stúdentspróf og fagpróf verslunar og þjónustu |
Þórunn Berglind Elíasdóttir | Fagpróf verslunar og þjónustu |
Brautskráning brautskrning stúdentsefna fer fram í hátíðarsal Verzlunarskóla Íslands. Eins og undanfarin ár verður athöfnin einnig í beinu streymi á www.verslostudent.is .
Stúdentsefnin mæta kl. 12:45 og hafa heimastofur sínar til umráða. Í heimastofum verður kveikt á skjánum þar sem hægt verður að fylgjast með því sem fram fer í Bláa Sal.
Nú fer senn að líða að annarlokum hjá okkur í Verzlunarskólanum. Nemendur á 2. og 3. ári fóru í síðustu prófin sín á föstudaginn síðastliðinn og nemendur á 1. ári klára sín próf á morgun.
Eldri nemendur þreyttu sjúkraprófin í dag en 1. árs nemendur munu mæta í sjúkrapróf, miðvikudaginn 18. maí.
Fjarnámsprófum við skólann lýkur einnig miðvikudaginn 18. maí en þann dag eru sjúkra- og árekstrarpróf fjarnámsáfanga.
Stefnt er að því að opna fyrir einkunnir nemenda á INNU föstudaginn 20. maí eftir hádegi.
Prófsýning verður í skólanum mánudaginn 23. maí frá klukkan 8:30 til 9:45, bæði fyrir áfanga í dagskóla og fjarnámi.
Við hvetjum nemendur til að koma og skoða prófúrlausnir sínar. Einnig hvetjum við þá nemendur sem þurfa að endurtaka áfanga að koma og taka mynd af prófúrlausnum sínum.
Endurtektarpróf verða haldin 30. maí til 1. júní og mun próftafla birtast á heimasíðu skólans mánudaginn 23. maí.
Við bendum á kafla 5 í skólareglum varðandi námsframvindu.
Brautskráning stúdenta frá skólanum verður laugardaginn 28. maí og hefst athöfnin klukkan 13:00 hér í skólanum og má gera ráð fyrir að henni sé lokið klukkan 15:30.
Nánari upplýsingar með fyrirkomulagi og dagskrá fá stúdentsefnin okkar í næstu viku.
Fyrir hönd starfsmanna skólans þökkum við ykkur fyrir skólaárið sem hefur verið einstaklega ánægjulegt þrátt fyrir margvíslegar áskoranir vegna COVID.
Nemendur skólans hafa sýnt hversu öflugir þeir eru og eiga þeir skilið hrós fyrir dugnað og elju í vetur.