Hæfni – Ábyrgð – Virðing – Vellíðan
Jarðfræðiferð um Reykjanes var farin í síðustu viku þar sem nemendur kynntu sér jarðfræðilega uppbyggingu Reykjnesskagans og hvernig landslagið hefur mótast af eldgosum sem hafa átt sér stað á ísaldskeiðum og hlýskeiðum. Það er einstök upplifun að geta séð landið verða til með eldgosum og hraunið í Nátthaga þótti mörgum vera hápunktur ferðarinnar.
Nemendur á þriðja ári sem eru í myndlistarvali fóru í heimsókn á Listasafn Reykjavíkur ásamt Kristínu Dóru kennara. Þar skoðuðu þeir samtímalist og fengu innblástur fyrir komandi verkefnum. Í framhaldi munu nemendur eiga samtal um heimsóknina og þau verk sem vöktu mesta hrifningu.
Verzlunarskóli Íslands tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem fána þeirra verður flaggað í dag, mánudaginn 25. september. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að sýna stuðning í verki.
Stúdentafagnaður afmælisárganga verður haldinn þann 8. maí 2024 í Gullhömrum. Nánari upplýsingar síðar.