Sagan okkar

Skólahúsið á Grundarstíg 24..

Brot úr sögu skólans

Verzlunarskólinn tók til starfa haustið 1905. Þeir aðilar, sem stofnuðu skólann, voru Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Kaupmannafélag Reykjavíkur. Skólinn var stofnaður með það að markmiði að auðvelda mönnum að afla sér menntunar á verslunarsviðinu.

Mynd af ritvél

Vor unga stétt

Vor unga stétt er glæsilegt og ríkulega myndskrett ritverk um sögu Verzlunarskóla Íslands 1905-2005. Aðalhöfundar eru sagnfræðingarnir Lýður Björnsson og Sigrún Sigurðardóttir en í bókinni hljóma auk þess raddir fjölmargra einstaklinga sem hafa komið við sögu á hverjum tíma.

Skólasöngur

Skólasöngvar

Árið 1930 birti Þorsteinn Gíslason, skáld og faðir Vilhjálms skólastjóra Verzlunarskóla Íslands erindi sem hófst á orðunum „Kepp ötul fram vor unga stétt“. Nemendur Verzlunarskólans tileinkuðu sér og notuðu erindið sem skólasöng. Nemendur skólans báðu Þorstein um viðbót við ljóðið, hann brást vel við þeirri beiðni og færði skólanum skólasönginn að gjöf.