DANS3FL05

Danska, fornøjelseslæsning

Áfangi á 3. þrepi.

Þessi áfangi er bókmenntaáfangi (yndislestur). Lesnar eru 5 bækur (skáldsögur, smásögur og/eða ljóð) sem nemendur velja sjálfir af lista og skila skriflegu verkefni eftir hverja bók.

Markmiðið er að auka lestrarhæfni og orðaforða í dönsku og miðað við að nemendur nái í evrópska tungumálaviðmiðinu þrepi C1 í lestri. Að loknum áfanganum eiga nemendur að eiga  auðvelt með að stunda nám í dönsku málaumhverfi.

Áfangamarkmið í lestri skv. evrópsku tungumálaviðmiði:

C1: Ég get lesið langa og flókna texta og bókmenntaverk, og get greint stílbrigði. Ég get lesið sérfræðigreinar og lengri tæknileiðbeiningar, jafnvel þótt það tengist ekki mínu sérsviði.

  • 50% Verkefni sem unnin eru á önninni.
  • 50% Lokapróf sem er munnlegt og þar verður fjallað um þær bækur sem nemandi hefur lesið á önninni.

Nemendur velja sér 5 bækur af lista sem er á vefnum. Flestar bækurnar (allar ???) má fá á tölvutæku formi.