ENSK 2MV 05 - Enska, málnotkun, bókmenntir og viðskipti
Áfangi er framhald af ENSK 2OM 05 (eða sambærilegum áfanga)
Sjá nánar um hæfniviðmið í skólanámskrá VÍ. Námsmat kann að vera öðruvísi í fjarnámi og dagskóla.
Áfangalýsing
Áhersla er lögð á að byggja upp og auka við hagnýtan orðaforða. Lesnir eru textar um margvísleg málefni. Skáldsaga er lesin ásamt smásögum og unnið er með þetta efni á fjölbreyttan hátt. Lögð er áhersla á að nemendur geti nýtt sköpunarkraft sinn og skrifi persónulýsingar og/eða eigin smásögu. Einnig læra nemendur að flytja hefðbundna, skipulaða kynningu. Ætlast er til þess að nemendur hafi öðlast hæfni B2 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni.
Markmið
Að nemendur
- nái góðri færni í að lesa almenna texta um margvísleg og ólík efni og geti beitt mismunandi lestraraðferðum
- auki enn frekar á almennan orðaforða sinn í málinu og læri að beita honum í nýju samhengi
- geti tjáð sig munnlega á skipulagðan hátt
- geti skilið einfalt ótextað sjónvarpsefni/myndefni/margmiðlunarefni og fylgst með orðræðu þegar fjallað er um efni sem þeir þekkja
- kunni að nýta sér hjálpargögn, svo sem orðabækur, leiðréttingarforrit, tölvu- og upplýsingatækni eins og kostur er
Námsfyrirkomulag
Nemendur fá senda verklýsingu í Moodle vikulega.
Námsmat
- Lokapróf: 70% (lágmarkseinkunn 4,5)
- Skilaverkefni: 10%
- Skáldsaga: 20%
Námsgögn
- Focus on Vocabulary 1 – Bridging Vocabulary – eftir Diane Schmitt, Norbert Schmitt, David Mann
- Skáldsagan Persepolis by Marjane Satrapi
- Stílar (á netinu)
- Smásögur (á netinu)
- Fréttagreinar (á netinu)
- Ensk/ensk orðabók:
- http://www.ldoceonline.comhttp://dictionary.cambridge.org
- http://www.oxfordadvancedlearnersdictionary.com
- http://www.yourdictionary.com/transmit