LÍFF3IL05

Líffæra- og lífeðlisfræði mannsins, seinni áfangi

Áfanginn veitir yfirlit yfir byggingu og starfsemi mannslíkamans með áherslu á lífeðlisfræði, samvægi og notkun latneskra heita og hugtaka.

Í áfanganum er farið í latnesk heiti líffæra- og líkamshluta. Fjallað er um byggingu og starfsemi hringrásarkerfis, vessakerfis, öndunarkerfis, meltingarkerfis, þvagkerfis, æxlunarkerfis og hlutdeild þeirra í samvægisstjórnun. Farið er í æxlun, meðgöngu og fósturþroska.

Heilblóð, blóðvökvi, blóðkorn, blóðflokkar, blóðstorknun, gollurshús, hjarta, hjartalokur, gangráður, rafleiðslukerfi hjartans, hjartalínurit, kransæðar, hjartahringur, blóðþrýstingur, efri- og neðrimörk blóðþrýstings, útfall hjarta, blóðæðar, hringrás blóðs, vessi, vessaæðar, líffæri vessakerfisins, ósérhæfðar varnir, sérhæfðar varnir, T-eitilfrumur, B-eitilfrumur, frumubundið ónæmissvar, vessabundið ónæmissvar, mótefni, mótefnisvaki, öndunarkerfi, öndunarvegur, lungnablöðrur, lungu, loftskipti, öndunarhreyfingar, flutningur O2 og CO2 með blóði, stjórn öndunarhreyfinga, mölun, efnamelting, meltingarlíffæri, meltingarensím, stjórnun meltingar, þvagkerfi, nýra, nýrungur, þvagmyndun, hormónastjórn þvagmagns, líkamshol, vatns-salt jafnvægi, sýru-basa jafnvægi, æxlunarkerfi, kynhormón, sáðfrumumyndun, eggmyndun, tíðahringur, frjóvgun, fósturvísir, utanfósturhimnur, fylgja, naflastrengur, meðganga, fæðing.

Nemandi:

  • Kunni skil á gerð og hlutverki blóðs.
  • Þekki meginþætti blóðstorknunarferlisins.
  • Kunni skil á ABO og Rhesus blóðflokkum.
  • Geti lýst byggingu og starfsemi hjartans.
  • Geti skýrt hjartalínurit og notagildi þess.
  • Geti skýrt hlutverk og mikilvægi kransæða.
  • Kunni skil á byggingu og hlutverki mismunandi blóðæða.
  • Geti lýst leið blóðs um líkamann og portæðakerfi lifrar.
  • Kunni skil á blóðþrýstingi og stjórn hans.
  • Þekki hlutverk og mikilvægi vessakerfisins.
  • Kunni skil á ósérhæfðum og sérhæfðum vörnum líkamans.
  • Kunni skil á myndun, hlutverk og mikilvægi B- og T-eitilfrumna.
  • Geti gert grein fyrir frumu- og vessabundnu ónæmissvari.
  • Þekki hlutverk, gerð og starfsemi öndunarkerfisins og þátt þess í samvægi.
  • Geti lýst flutningi O2 og CO2 með blóði.
  • Kunni skil á stjórn öndunarhreyfinga.
  • Kunni skil á meltingu þ.e. mölun og efnameltingu.
  • Kunni skil á byggingu og starfi meltingarvegar og líffærum sem tengjast honum.
  • Þekki helstu meltingarensím og áhrif þeirra.
  • Geti lýst byggingu og starfi nýrna og nýrunga, myndun þvags, stjórn á þvagmagni og þvaglosun.
  • Kunni skil á mismunandi líkamsholum.
  • Geti lýst byggingu og hlutverki líffæra æxlunarkerfis karls og konu.
  • Geti lýst áhrifum og mikilvægi kk kynhormóna og myndun sáðfrumna.
  • Geti lýst áhrifum og mikilvægi kvk kynhormónua, tíðahring og þroskun eggs.
  • Geti gert grein fyrir frjóvgun, fósturþroskun, fósturhimnum, fylgju og naflastreng.
  • Geti gert grein fyrir meðgöngu, fæðingu og breytingum á fósturblóðrás við fæðingu.

  • Lokapróf gildir 75%.
  • Gagnvirk verkefni gilda 25%.

  • Introduction to the Human Body eftir G. J.Tortora og Bryan Derrickson eða Essentials of Anatomy & Physiology eftir G. J. Tortora og Bryan Derrickson (þetta er sama bókin en sitt hvor útgáfan).  Bókin fæst í Eymundsson Kringlunni (suður) eða í Bóksölu stúdenta.
  • Human Anatomy Colouring Book eftir M. Matt.  Bókin fæst í Bóksölu stúdenta.
  • Námsefni til stuðnings kennslubók í námsumhverfinu Moodle.