LÍFF3LL05

Líffæra- og lífeðlisfræði mannsins, fyrri áfangi

Áfanginn veitir yfirlit yfir byggingu og starfsemi mannslíkamans með áherslu á mismunandi skipulagsstig, lífeðlisfræði, samvægi og notkun latneskra heita og hugtaka.

Í áfanganum er farið í gerð og starfsemi frumna og frumuhluta með áherslu á starfsemi frumuhimnunnar og einkenni frumna í ólíkum vefjagerðum. Fjallað er um skipulagsstig líkamans, vefjafræði, líffærakerfin og grundvallarhugtök líffærafræðinnar. Farið er sérstaklega í gerð og starfsemi þekjukerfis, beina og liða, taugakerfis og innkirtlakerfis og hlutdeild þeirra í samvægisstjórnun.

Líffærafræði, lífeðlisfræði, skipulagsstig, samvægi, afturvirk stjórnun, svæðaskipting, áttir, líkamshol, fruma, frumulíffæri, himnuspenna, flutningur yfir himnur, frumuskiptingar, vefur, vefjaflokkar, þekjukerfi, lagskipting húðar, líffæri húðar, beinakerfi, beinmyndun, flokkun beina, beinagrind, liðir, liðflokkar, flokkun taugakerfis, taugafruma, taugaboð, taugaboðefni, heilahimnur, heila- og mænuvökvi, mæna, mænutaugar, taugaflækjur, mænuviðbrögð, heili, svæðaskipting heila, heilataugar, sympatíska- og parasympatíska taugakerfið, almenn og sérhæfð skynjun, sjón, heyrn, lyktarskyn, bragðskyn, jafnvægisskyn, skynjun húðar, hormón og eðli þeirra, innkirtlar líkamans.

Nemandi:

  • Geti gert grein fyrir mikilvægi samvægis í líkamanum og afturvirkri stjórn þess.
  • Þekki algeng latnesk hugtök og latnesk heiti helstu líkamshluta og líffæra.
  • Þekki byggingu og starfsemi frumna.
  • Geti gert grein fyrir samskiptum frumna við umhverfi sitt.
  • Geti skýrt hvernig starfsemi líkamans endurspeglar starfsemi frumna hans.
  • Geti skýrt hugtakið vefur og þekki einkenni megin vefjaflokka líkamans, skiptingu þeirra í undirflokka og á hverju flokkunin byggist.
  • Geti gert grein fyrir byggingu, starfsemi og mikilvægi húðar.
  • Þekki hlutverk beinakerfis líkamans og mikilvægi þess í samvægi.
  • Kunni skil á byggingu og skiptingu beinagrindarinnar og þekki latnesk heiti einstakra beina og beinahluta.
  • Geti gert grein fyrir helstu liðflokkum.
  • Geti lýst frumubyggingu, gerð og samdrætti beinagrindarvöðva.
  • Kunni skil á orkubúskap vöðva.
  • Kunni skil á skiptingu vöðvakerfis í vöðvahópa og þekki latnesk heiti helstu vöðva líkamans og störf þeirra.
  • Þekki skiptingu taugakerfisins eftir byggingu og starfsemi.
  • Geti rakið feril boðspennu.
  • Þekki helstu taugaboðefni, áhrif þeirra og hlutverk.
  • Geti gert grein fyrir vörnum miðtaugakerfisins.
  • Þekki byggingu mænu og geti rakið einfalt mænuviðbragð.
  • Þekki byggingu og svæðaskiptingu heilans og meginhlutverk hvers svæðis.
  • Geti gert grein fyrir mikilvægi dultaugakerfisins.
  • Geti gert grein fyrir gerð og starfsemi skynnema og skynfæra.
  • Kunni skil á starfsemi innkirtlakerfisins.
  • Þekki helstu innkirtla líkamans, hormón sem þeir mynda og áhrif þeirra.

  • Lokapróf gildir 75%.
  • Gagnvirk verkefni gilda 25%.

  • Introduction to the Human Body eftir G. J. Tortora og Bryan Derrickson eða Essentials of Anatomy & Physiology eftir G. J. Tortora og Bryan Derrickson (þetta er sama bókin en sitt hvor útgáfan).  Bókin fæst í Eymundsson Kringlunni (suður) eða í Bóksölu stúdenta.
  • Human Anatomy Colouring Book eftir M. Matt.  Bókin fæst í Bóksölu stúdenta.
  • Námsefni til stuðnings kennslubók í námsumhverfinu Moodle.