Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Á sumarönn 2011 eru 723 nemendur skráðir í fjarnám við Verzlunarskóla Íslands. Af þessum fjölda eru 140 (19,4%) líka í dagskóla Verzlunarskólans.
Af 723 fjarnemendum eru konur 446 (61,7%) og karlar 277 (38,3%).
Meðalaldur fjarnemenda er 21,0 ár. Yngsti nemandi fjarnámsins er fæddur í maí 1999, það er piltur sem stundar nám í þýsku og er hann 12 ára. Elsti nemandi fjarnámsins er fæddur 1945, en það er kona sem leggur stund á tölvunotkun. Á milli þessara nemenda er 54 ára aldursmunur. Þegar aldursdreifing fjarnemenda er skoðuð kemur í ljós að:
Sjá nánar á þessari mynd:
Myndin sýnir aldursdreifingu fjarnemenda VÍ á sumarönn 2011.
Ef marka má póstnúmer sem nemendur skrá, búa flestir fjarnemendur í 600, næst flestir í 112, þá 108, 603, 200, 105, 110, 210, 101, 220 og 221.
Rúm 61% fjarnemenda býr í póstnúmerum á bilinu frá 100-271, en um 39% nemenda annars staðar á landinu eða erlendis. Tæp 5% á Vesturlandi, um 2% á Vestfjörðum, tæp 21% á Norðurlandi, rúm 4% á Austfjörðum, tæp 6% á Suðurlandi og um 2% erlendis.
Að meðaltali tekur hver nemandi rúmlega 5 einingar.
Meðalfjarnemandinn okkar er því rúmlega 21 árs kona sem býr á Akureyri og tekur hún 5 einingar í fjarnámi í sumar.