Year: 2011

Rafmagnslaust 3. janúar

3. janúar kl. 10:00 verður rafmagn tekið af skólahúsnæðinu vegna vinnu við jarðstreng. Reikna má með að rafmagsleysið vari allan daginn. Á meðan liggur allt tölvukerfi skólans niðri, þar með talið tölvupóstur, intranet og fjarnámsvefur.

Miðannarball NFVÍ miðvikudaginn 26. október

Næsta ball NFVÍ verður haldið á Nasa á morgun, miðvikudaginn 26. október. Húsið opnar klukkan 22:00 og er 3. bekkur beðinn að mæta á milli klukkan 22:00-22:30, 4. bekkur 22:30-23:00 og svo 5. og 6. bekkur klukkan 23:00-23:30. Húsinu er lokað stundvíslega klukkan 23:30 og ballinu, sem verður með rockabilly þema, lýkur klukkan 01:00. Fulltrúar frá  foreldrafélaginu verða fyrir utan Nasa til aðstoðar í… Read more »

VÍ kominn formlega í hóp heilsueflandi framhaldsskóla

Síðastliðinn fimmtudag var haldin samkoma fyrir nemendur og kennara í tilefni þess að Verzlunarskóli Íslands væri formlega orðinn þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli. Á samkomunni afhjúpaði Ingi Ólafsson merki verkefnisins ásamt því að gera nemendum grein fyrir því að Verzlunarskólinn myndi taka verkefnið alvarlega. Auk Inga komu m.a. fram Sigríður Erla, forseti NFVÍ, sem fjallaði um mikilvægi… Read more »

Ferð nemenda til Sankti Pétursborgar í valgreininni Rússland: Saga og menning

  54 nemendur í valgreininni Rússland: Saga og menning, fóru í fimm daga vettvangsferð til Sankti Pétursborgar á dögunum 12. til 17. október. Rússneska utanríkisráðuneytið og utanríkismálaskrifstofa Sankti Pétursborgar var hópnum innan handar og greiddu götu hans í ferðinni. Fararstjórar og skipuleggjendur ferðarinnar voru þau Bessí Jóhannsdóttir, Hallur Örn Jónsson og Jón Ingvar Kjaran. Flogið… Read more »

Vetrarfrí Verzlunarskóla Íslands

Vetrarfrí Verzlunarskóla Íslands verður dagana 14.-17. október og er skólinn því lokaður þann tíma. Skólinn opnar aftur þriðjudaginn 18. október.

Danskir verslunarskólanemendur í heimsókn

 Undanfarin ár hafa Verzlunarskólinn og Århus Købmandsskole unnið að samstarfsverkefni í formi nemendaskipta. Hefur bekkur frá Århus komið að hausti ár hvert til Íslands og nemendur úr Versló hafa síðan endurgoldið heimsóknina að vori. Þetta skólaár taka 33 nemendur í fjórða bekk þátt í þessu verkefni á vegum Verzlunarskólans. Þeir eru gestgjafar eins Dana í… Read more »

VÍ-mr dagurinn í dag

  Í dag föstudaginn, 7. október, munu nemendur Verzlunarskólans etja kappi við nemendur Menntaskólans í Reykjavík á svokölluðum VÍ-mr degi (sem MR-ingar kalla MR-ví daginn). Þessi dagur á sér orðið tveggja áratuga sögu en upphaf hans má rekja til mikils rígs á milli skólanna, sérstaklega þegar VÍ var við Grundarstíg. Til þess að ná tökum… Read more »

Verzlunarskólinn skiptir um kennslukerfi

Frá haustinu 2005 hafa kennarar Verzlunarskóla Íslands notað kennslukerfið WebCT/Blackboard í fjarkennslu jafnt sem staðkennslu.  Um áramótin næstu verða hins vegar tímamót, en þá  mun Moodle leysa WebCT/Bb af hólmi.   Ákvörðun um þetta var tekin á vordögum og síðan hafa starfsmenn skólans unnið hörðum höndum að því að flytja efni á milli kerfa. Vinnan… Read more »

Fyrirlesturinn „Fyrsta ölvunin“ í kvöld

Verzlunarskólinn minnir á fyrirlestur Jóns Sigfússonar frá Rannsóknum og greiningu sem verður hér í Bláa sal í kvöld, þriðjudaginn 4. október, klukkan 19:30. Fyrirlesturinn er unninn upp úr skýrslu sem ber yfirskriftina Fyrsta ölvunin og tekur u.þ.b. 40 mínútur. Í fyrirlestri sínum mun Jón Sigfússon fjalla um rannsókn sem gerð var á vímuefnanotkun ungs fólks, en hann… Read more »

Aðalfundur foreldrafélags VÍ í kvöld

  Foreldrafélag Verzlunarskólans heldur sinn árlega aðalfund í dag, þriðjudaginn 4. október. Fundurinn verður í Bláa sal og hefst kl.18:30. Strax á eftir fundinn, klukkan 19:30, heldur Jón Sigfússonar erindi um vímuefnanotkun ungs fólks. Hægt er að kynna sér dagskrá aðalfundar með því að smella hér.