Year: 2011

Peysufatadagur

Þann 14. apríl munu nemendur 4. bekkjar Verzlunarskóla Íslands, halda Peysufatadaginn hátíðlegan.  Dagskráin hefst í Bláa sal klukkan 10, að henni lokinni verður gengið niður Laugaveginn að Ingólfstorgi.  Þar verður dansað við harmónikkuleik.  Snæddur verður hádegisverður í Perlunni og dagskránni lýkur með dansleik um kvöldið.  Óskar skólinn nemendum til hamingju með daginn.   Dagskrá Peysufatadagsins… Read more »

Ný stjórn Nemendafélags Verzlunarskólans.

  Ný stjórn Nemendafélags Verzlunarskólans.   Í dag fóru fram kosningar til stjórnar Nemendafélag skólans. Úrslit urðu eftirfarandi: Forseti: Sigríður Erla Sturludóttir Féhirðir: Ari Páll Ísberg Ritstjóri Verzlunarskólablaðsins: Kristinn Pálsson Ritstjóri Viljans: Rafn Erlingsson Formaður Málfundafélagsins: Kristín Dóra Ólafsdóttir Formaður Listafélagsins: Gísli Grímsson Formaður Íþróttafélagsins: Hinrik Wöhler Formaður Nemendamótsnefndar: Unnur Eggertsdóttir Formaður Skemmtinefndar: Katrín Eyjólfsdóttir… Read more »

Próftafla

Nú er endanleg próftafla dagskóla komin á netið. Hana má nálgast hér. Athugið vel að próftíminn er ekki alltaf sá sami og prófstofan ekki heldur. Endanleg próftafla fjarnáms er hér og prentvæn útgáfa er hér.

Verzlunarskólanemendur á leið til Danmerkur

Undanfarin ár hafa Verzlunarskólinn og Århus Købmandsskole unnið að samstarfsverkefni í formi nemendaskipta. Hefur bekkur frá Århus komið að hausti ár hvert til Íslands og nemendur úr Versló hafa síðan endurgoldið heimsóknina að vori. Þetta skólaár taka 32 nemendur í fjórða bekk þátt í þessu verkefni á vegum Verzlunarskólans. Þeir voru gestgjafar eins Dana í… Read more »

Gestir frá Chartres

  Undanfarin 2 ár hefur Verzlunarskóli Íslands og Lycée Fulbert í Chartres í Frakklandi unnið að samstarfsverkefni í formi nemendaskipta.  Dagana 15. – 21. mars munu 32 franskir nemendur ásamt 2 kennurum dvelja hér á landi. Nemendur úr 4. bekk verða gestgjafar eins Frakka í viku og síðan gestir á heimili Frakkans aðra viku á hausti… Read more »

Ræðukeppni ESU – Verzló og MH sigra

  Laugardaginn 20. febrúar kepptu Halldór Atlason (3T), María Gyða Pétursdóttir (4R) og Sigríður María Egilsdóttir (4F) á ræðukeppni ESU (English Speaking Union of Iceland, http://www.esu.org/branches/branch.asp?b=668) í Háskólanum í Reykjavík; enda voru þau fremst meðal jafningja í undankeppninni á forvarnardaginn. Í HR kepptu sextán framhaldsskólanemar úr fimm framhaldsskólum um þann heiður að fá að fara… Read more »

Fjarnám á vorönn 2011

Fjöldi Á vorönn 2011 eru 683 nemendur skráðir í fjarnám við Verzlunarskóla Íslands og er þetta fámennasta vorönn sem verið hefur síðan fjarnám við Verzlunarskóla Íslands hófst með núverandi sniði haustið 2005. Ástæðan er niðurskurður. Af þessum 683 fjarnemendum eru: 42 (6,2%) nemendur grunnskóla 159 (23,3%) nemendur í dagskóla Verzlunarskólans 213 (31,2%) nemendur annarra framhaldsskóla… Read more »

Stoðtímar í stærðfræði

  Verzlunarskóli Íslands hefur í mörg ár boðið upp á stoðtíma í stærðfræði fyrir alla nemendur skólans þeim að kostnaðarlausu.  Ekki er um eiginlega kennslu að ræða heldur er nemendum boðið að koma eftir skóla og fá aðstoð við heimanám og verða kennarar til staðar og aðstoða eftir þörfum. Stoðtímarnir verða í stofu 306 á… Read more »

Nemendamótið

  Senn líður að því að 79. Nemendamót Verzlunarskólans verði haldið hátíðlegt. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands stendur ár hvert fyrir uppsetningu á söngleik í tengslum við árshátíð nemenda.  Að þessu sinni er það söngleikurinn Draumurinn sem frumsýndur verður í Loftkastalanum þann 2. febrúar. Söngleikurinn er eftir Orra Hugin Ágústsson og er hann byggður á verki William… Read more »

Gleði- og fræðsludagur

  Gleði- og fræðsludagur Verzlunarskóla Íslands, verður haldinn í tengslum við Nemendamót skólans, þann 2. febrúar. Hefðbundin kennsla verður í fyrstu tveimur tímunum, en eftir það verða fyrirlestrar frá klukkan 10:00 – 14:00.  Hver nemandi sækir þrjá dagskrárliði og víst er að fjölbreytnin er mikil.  Sem dæmi má nefna fyrirlestra um hamingjuna, um geðveiki, um… Read more »