Endurtektarpróf
Endurtektarpróf vegna haustannar 2013 verða haldin 7. til 10. janúar 2014. Próftöflu er að finna undir flokknum Nemendur eða með því að smella hér.
Nýir nemendur á vorönn
Útskrift 19. desember
Fimmtudaginn 19.desember voru 2 nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands.
Birting einkunna og prófsýning
Einkunnir verða aðgengilegar nemendum í upplýsingakerfinu fimmtudaginn 19. desember klukkan 20.00. Prófsýningin verður föstudaginn 20. desember frá klukkan 11.00 til 12.30. Einkunnablöð verða ekki prentuð út en nemendur sem þurfa staðfest afrit af einkunnum sínum geta fengið slíka útprentun á skrifstofu skólans.
Fall í áfanga
Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga.
Comeniusarfundur í Monesterio á Spáni
Upp úr miðjum nóvember fóru tveir nemendur í 6-B ásamt kennurum til Monesterio á Spáni til þess að taka þátt í Comeniusarfundi. Fundurinn er liður í Comeniusarverkefni þar sem þemað er kynjajafnrétti, staðalímyndir og jafnrétti minnihlutahópa eins og samkynhneigðra og fólks með annan menningarbakgrunn.
Afgreiðslutími bókasafnsins í jólaprófunum
Vegna próflesturs verður afgreiðslutími safnsins frá 28. nóv. til og með 15. des. eftirfarandi:
Nordplus - Besta verkefnið
Nýlega var Nordplusverkefni sem Verzlunarskólinn vann með Lugnetgymnasiet í Svíþjóð valið Best Practice Project á Nordplusráðstefnu í Stokkhólmi. Verðlaunin eru góð viðurkenning á mikilli vinnu sem skipuleggjendur og nemendur lögðu á sig.
Hispanic Heritage Month

Sendiherra Bandaríkjanna, Luis Arreaga bauð nýlega íslenskum nemendum og spænskukennurum á heimili sitt til þess að þeir gætu fræðst um arfleifð Rómönsku Ameríku í Bandaríkjunum.
Vælið

Vælið, söngkeppni skólans, fer fram í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 22. nóvember. Vælið er annar af hápunktum haustannar í starfi nemendafélagsins. Miðaverð er 2.500 kr. og hægt er að nálgast miða á midi.is (http://midi.is/tonleikar/15/606/).
Ræðukeppni ESU
Guðrún Gígja Sigurðardóttir í 3T og Árni Reynir Guðmundsson í 4A tóku þátt í ræðukeppni ESU (English Speaking Union) sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík 8. og 9. nóvember sl.
Rætt um menningu og mikilvægi sundlauga
Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur heimsótti 6. bekk í gær og las úr nýútkominni bók sinni, Vince Vaughn í skýjunum. Hann ræddi einnig við nemendur um hin fjölbreytilegustu málefni eins og tónlist, bókmenntir og sundlaugar.
Orð eru gefins
Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti og að þessu sinni er sjónum beint að framhaldsskólum. Í tilefni dagsins stendur hópurinn „Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti“ fyrir hátíðardagskrá sem Verzlunarskólinn sér um að hýsa. Dagskráin stendur frá 13-16 og eru allir aðilar skólasamfélagsins hvattir til að mæta en aðgangur er ókeypis.
- Fyrri síða
- Næsta síða