Month: apríl 2013

Gönguferð í góða veðrinu

Það var blíðskaparveður þegar nemendur og starfsfólk Verzlunarskóla Íslands fóru í dag í heilsugöngu um hverfið í kringum skólann. Eins og áður er gangan liður í verkefninu heilsuefling framhaldsskóla, en hreyfing er í forgrunni verkefnisins skólaárið 2012/2013. Í stað hefðbundinna 60 mínútna kennslustunda fyrir hádegi var kennt í 50 mínútur til að rýma fyrir hálftíma… Read more »

V79

Í dag kom Verzlunarskólablaðið út í 79. sinn. Blaðið, sem má þó frekar kalla bók, er einstaklega veglegt í ár og telur 256 blaðsíður. Það var því mikil spenna í loftinu þegar Anna Björk Hilmarsdóttir, ritstjóri blaðsins, afhenti Inga Ólafssyni, skólastjóra, fyrsta eintakið við hátíðlega athöfn í Bláa sal í dag. Ritnefnd V79 skipa: Anna Björk… Read more »

VÍ – Flensborg í úrslitum MORFÍs

Föstudaginn 12. apríl mætir MOROFÍs lið Verzlunarskólans liði Flensborgar í úrslitum keppninnar. Keppnin fer fram í Hörpu og hefst klukkan 20:00, húsið opnar 19:00. Umræðuefni kvöldsins er „Hjarðareðlið“ og mælir Verzló á móti. Ræðuliðið hefur staðið sig einstaklega vel í vetur og því er um að gera að mæta á staðinn og styðja liðið til… Read more »

Sigur í úrslitum í Morfís 2013

Föstudaginn 12. apríl keppti lið Verzlunarskólans við lið Flensborgarskólans í Hafnarfirði í úrslitum í Morfís 2013 í Eldborg í Hörpu. Lið Verzlunarskólans skipuðu þau Hrafnkell Ásgeirsson, Sigurður Kristinsson, Hersir Aron Ólafsson og Sigríður María Egilsdóttir. Lið Verzlunarskólans hafði betur í viðureigninni en jafnframt var Sigríður María kjörin Ræðumaður Íslands. Verzlunarskólinn óskar þeim Hrafnkeli, Sigurði, Hersi… Read more »

Verzló sigurvegari MORFÍs

Lið Verzlunarskóla Íslands gerði sér lítið fyrir og sigraði MORFÍs þegar liðið lagði Flensborg að velli á föstudaginn sl. í Eldborgarsal Hörpunnar. Liðið skipa þau Hrafnkell Ásgeirsson, Sigurður Kristinsson, Hersir Aron Ólafsson og Sigríður María Egilsdóttir og eiga þau heiður skilinn fyrir flotta frammistöðu í allan vetur. Sigríður María var valinn Ræðumaður Íslands fyrir frammistöðu… Read more »

Peysufatadagurinn

Peysufatadagur 4. bekkjar Verzlunarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 24. apríl. Að vanda voru nemendur skólans einkar glæsilegir og virtust allir skemmta sér konunglega þrátt fyrir leiðindaveður snemma morguns. Eftir dagskrá í Bláa sal var haldið í rútu niður á Laugarveg áður en nemendur löbbuðu á Ingólfstorg þar sem þeir stigu dans. Eftir dansinn fóru nemendur… Read more »

SAT próf laugardaginn 4. maí

Þeir sem hyggjast þreyta SAT próf 4. maí nk. þurfa að mæta stundvíslega kl. 7:30 norðan megin við Verzlunarskólann (gegnt Borgarleikhúsinu). Vinsamlegast athugið að skólinn er læstur og verður aðeins opnaður fyrir próftaka kl. 7:30.

Tónleikar Verzlunarskólakórsins

Fyrstu tónleikar Verzlunarskólakórsins verða haldnir hátíðlegir á þriðjudaginn, 23. apríl, í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands kl 20:00.  Kórinn hefur legið niðri í næstum 10 ár en hóf aftur störf haustið 2012. Kórnefnd var stofnuð til að halda utan um starfið og hefur gengið vel til. Helga Margrét Marzelíusardóttir er kórstjóri. Að tónleikum loknum verður boðið… Read more »

Verzló fór heim með öll verðlaunin

Nemendur í 6. bekk á viðskipta- og hagfræðibraut hafa nú á vorönn tekið þátt í verkefninu „Fyrirtækjasmiðjan“ á vegum Ungra frumkvöðla. Verkefnið felur í sér að stofna og  reka fyrirtæki í 13 vikur.  Alls voru 36 fyrirtæki þátttakendur í verkefninu í ár frá nokkrum framhaldsskólum en af þessum 36 voru 18 frá Verzló. Uppskeruhátíð verkefnisins… Read more »