SAT próf laugardaginn 4. maí
Þeir sem hyggjast þreyta SAT próf 4. maí nk. þurfa að mæta stundvíslega kl. 7:30 norðan megin við Verzlunarskólann (gegnt Borgarleikhúsinu).
Vinsamlegast athugið að skólinn er læstur og verður aðeins opnaður fyrir próftaka kl. 7:30.
Tónleikar Verzlunarskólakórsins
Fyrstu tónleikar Verzlunarskólakórsins verða haldnir hátíðlegir á þriðjudaginn, 23. apríl, í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands kl 20:00.
Kórinn hefur legið niðri í næstum 10 ár en hóf aftur störf haustið 2012.
Verzló fór heim með öll verðlaunin
Nemendur í 6. bekk á viðskipta- og hagfræðibraut hafa nú á vorönn tekið þátt í verkefninu „Fyrirtækjasmiðjan“ á vegum Ungra frumkvöðla. Verkefnið felur í sér að stofna og reka fyrirtæki í 13 vikur.
Uppskeruhátíð verkefnisins fór fram í síðustu viku. Þá kynntu þau 12 fyrirtæki sem komust í úrslit vöru sína og ársskýrslu. Verzló átti 6 fyrirtæki í úrslitum og fór svo að af þeim þremur verðlaunum sem veitt voru fóru þau öll til nemenda skólans.
Rannsóknarverkefni kynnt á Marmaranum
Nemendur í áfanganum LÍF303 halda ráðstefnu á Marmaranum dagana 18. og 19. apríl. Á ráðstefnunni kynna nemendur rannsóknarverkefni sín og sitja fyrir svörum.
Rannsóknarverkefnin hafa verið unnin síðustu tvo mánuði og úrvinnsla sett fram í formi skýrslu og veggspjalda. Hugmynd, framkvæmd og úrvinnsla verkefnanna hefur eingöngu verið í höndum nemenda.
Verzló sigurvegari MORFÍs
Lið Verzlunarskóla Íslands gerði sér lítið fyrir og sigraði MORFÍs þegar liðið lagði Flensborg að velli á föstudaginn sl. í Eldborgarsal Hörpunnar.
Liðið skipa þau Hrafnkell Ásgeirsson, Sigurður Kristinsson, Hersir Aron Ólafsson og Sigríður María Egilsdóttir og eiga þau heiður skilinn fyrir flotta frammistöðu í allan vetur. Sigríður María var valin Ræðumaður Íslands fyrir frammistöðu sína í keppninni.
VÍ - Flensborg í úrslitum MORFÍs
Föstudaginn 12. apríl mætir MOROFÍs lið Verzlunarskólans liði Flensborgar í úrslitum keppninnar. Keppnin fer fram í Hörpu og opnar húsið klukkan 19:00. Umræðuefni kvöldsins er „Hjarðareðlið“ og mælir Verzló á móti.
Gönguferð í góða veðrinu
Það var blíðskaparveður þegar nemendur og starfsfólk Verzlunarskóla Íslands fóru í dag í heilsugöngu um hverfið í kringum skólann. Eins og áður er gangan liður í verkefninu heilsuefling framhaldsskóla, en hreyfing er í forgrunni verkefnisins skólaárið 2012/2013.
Smellið á lesa meira til að sjá myndir úr göngunni.
V79
Í dag kom Verzlunarskólablaðið út í 79. sinn. Blaðið, sem má þó frekar kalla bók, er einstaklega veglegt í ár og telur 256 blaðsíður. Það var því mikil spenna í loftinu þegar Anna Björk Hilmarsdóttir, ritstjóri blaðsins, afhenti Inga Ólafssyni, skólastjóra, fyrsta eintakið við hátíðlega athöfn í Bláa sal í dag.
Hægt er að skoða nokkrar myndir frá athöfninni með því að smella á lesa meira.