Year: 2013

VÍ í undanúrslit Gettu betur og MORFÍs

Lið Verzlunarskólans er komið í undanúrslit í bæði Gettu betur og MORFÍs eftir að bæði lið sigruðu viðureiginir sínar föstudaginn 1. mars. Gettu betur liðið vann lið FG í æsispennandi keppni. Leikar enduðu með eins stigs sigri VÍ, 23 – 22, en framlengja þurfti viðureignina. Í MORFÍs sigraði lið VÍ lið MS með 183 stiga… Read more »

Miðannarmat

Föstudaginn 1. mars fá forráðamenn nemenda aðgang að miðannarmati í gegnum foreldraaðganginn á heimasíðu skólans. Tilgangurinn með mati á miðri önn er að gefa nemanda og forráðamönnum hans upplýsingar um námslega stöðu nemandans miðað við vinnuframlag hans. Matið er ekki hluti af lokaeinkunn en er m.a. ætlað að gefa nemendum vísbendingar um hvers vænta megi… Read more »

VÍ – Flensborg í úrslitum MORFÍs

Föstudaginn 12. apríl mætir MOROFÍs lið Verzlunarskólans liði Flensborgar í úrslitum keppninnar. Keppnin fer fram í Hörpu og hefst klukkan 20:00, húsið opnar 19:00. Umræðuefni kvöldsins er „Hjarðareðlið“ og mælir Verzló á móti. Ræðuliðið hefur staðið sig einstaklega vel í vetur og því er um að gera að mæta á staðinn og styðja liðið til… Read more »

Sigur í úrslitum í Morfís 2013

Föstudaginn 12. apríl keppti lið Verzlunarskólans við lið Flensborgarskólans í Hafnarfirði í úrslitum í Morfís 2013 í Eldborg í Hörpu. Lið Verzlunarskólans skipuðu þau Hrafnkell Ásgeirsson, Sigurður Kristinsson, Hersir Aron Ólafsson og Sigríður María Egilsdóttir. Lið Verzlunarskólans hafði betur í viðureigninni en jafnframt var Sigríður María kjörin Ræðumaður Íslands. Verzlunarskólinn óskar þeim Hrafnkeli, Sigurði, Hersi… Read more »

Verzló sigurvegari MORFÍs

Lið Verzlunarskóla Íslands gerði sér lítið fyrir og sigraði MORFÍs þegar liðið lagði Flensborg að velli á föstudaginn sl. í Eldborgarsal Hörpunnar. Liðið skipa þau Hrafnkell Ásgeirsson, Sigurður Kristinsson, Hersir Aron Ólafsson og Sigríður María Egilsdóttir og eiga þau heiður skilinn fyrir flotta frammistöðu í allan vetur. Sigríður María var valinn Ræðumaður Íslands fyrir frammistöðu… Read more »

Vefpóstur

Verið er að taka nýjan póstþjón, mail.www.verslo.is, í notkun í stað postur.www.verslo.is. Afritun á pósthólfum á milli póstþjóna tekur nokkra daga. Á meðan á því stendur fá notendur sem komnir eru á nýja póstþjóninn upp vefsíðu þar sem þeir eru beðnir að smella á mail.www.verslo.is. Þegar smellt er á þessa slóð þá kemur upp vefsíða þar sem notandinn þarf… Read more »

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðist 281 nemandi frá Verzlunarskólanum, 274 úr dagskóla og 7 úr fjarnámi. Í útskriftarhópnum voru 174 stúlkur og 107 piltar. Skólastjóri flutti nemendum kveðjuorð sín og í þeim hvatti hann meðal annars nemendur til þess að hafa fulla… Read more »

Brautskráning verslunarprófsnema 22.05.2013

Miðvikudaginn 22. maí voru brautskráðir 251 verslunarprófsnemar að loknu 108. starfsári skólans. 249 nemanna koma úr dagskóla en tveir úr fjarnámi. Tveir af þessum nemendum eru með 1. ágætis einkunn. Einar Gunnlaugsson, 4-H, var með hæstu aðaleinkunn á verslunarprófi árið 2013. Nemendur sem hlutu 25.000 kr. úr verðlaunasjóði Björgúlfs Stefánssonar fyrir að ná bestum árangri á verslunarprófi:… Read more »