Year: 2013

Bjarki Þór vann Ipad mini

Eins og undanfarin ár hafa þeir nemendur sem eru ekki undir áhrifum áfengis og blása í áfengismæli á böllum vetrarins farið í svokallaðan edrúpott. Potturinn á hverju balli telur c.a. 300 nemendur og eftir hvert ball eru nokkur nöfn dregin úr pottinum og hljóta þeir heppnu í hvert skipti vinning. Í lok árs er svo öllum… Read more »

Prófsýning og fall í áfanga

Fall í áfanga Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi: Nemendur sem falla á vorönn (maí) verða… Read more »

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 24. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 13:00 (stúdentsefni mæta klukkan 12:15) og má reikna með að hún standi yfir í tvo tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.

Peysufatadagurinn

Peysufatadagur 4. bekkjar Verzlunarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 24. apríl. Að vanda voru nemendur skólans einkar glæsilegir og virtust allir skemmta sér konunglega þrátt fyrir leiðindaveður snemma morguns. Eftir dagskrá í Bláa sal var haldið í rútu niður á Laugarveg áður en nemendur löbbuðu á Ingólfstorg þar sem þeir stigu dans. Eftir dansinn fóru nemendur… Read more »

SAT próf laugardaginn 4. maí

Þeir sem hyggjast þreyta SAT próf 4. maí nk. þurfa að mæta stundvíslega kl. 7:30 norðan megin við Verzlunarskólann (gegnt Borgarleikhúsinu). Vinsamlegast athugið að skólinn er læstur og verður aðeins opnaður fyrir próftaka kl. 7:30.

Tónleikar Verzlunarskólakórsins

Fyrstu tónleikar Verzlunarskólakórsins verða haldnir hátíðlegir á þriðjudaginn, 23. apríl, í Bláa sal Verzlunarskóla Íslands kl 20:00.  Kórinn hefur legið niðri í næstum 10 ár en hóf aftur störf haustið 2012. Kórnefnd var stofnuð til að halda utan um starfið og hefur gengið vel til. Helga Margrét Marzelíusardóttir er kórstjóri. Að tónleikum loknum verður boðið… Read more »

Verzló fór heim með öll verðlaunin

Nemendur í 6. bekk á viðskipta- og hagfræðibraut hafa nú á vorönn tekið þátt í verkefninu „Fyrirtækjasmiðjan“ á vegum Ungra frumkvöðla. Verkefnið felur í sér að stofna og  reka fyrirtæki í 13 vikur.  Alls voru 36 fyrirtæki þátttakendur í verkefninu í ár frá nokkrum framhaldsskólum en af þessum 36 voru 18 frá Verzló. Uppskeruhátíð verkefnisins… Read more »

Rannsóknarverkefni kynnt á Marmaranum

Nemendur í áfanganum LÍF303 halda ráðstefnu á Marmaranum dagana 18. og 19. apríl. Á ráðstefnunni kynna nemendur rannsóknarverkefni sín og sitja fyrir svörum. Rannsóknarverkefnin hafa verið unnin síðustu tvo mánuði og úrvinnsla sett fram í formi skýrslu og veggspjalda. Hugmynd, framkvæmd og úrvinnsla verkefnanna hefur eingöngu verið í höndum nemenda.

Gettu betur og MORFÍs föstudaginn 1. mars

Föstudaginn 1. mars mun lið Verzlunarskóla Íslands mæta liði FG í átta liða úrslitum Gettu Betur. Viðureignin hefst klukkan 20:00 og er í beinni útsendingu á RÚV. Keppnin fer fram í útvarpshúsinu. Sama kvöld mun MORFÍs lið Verzlunarskólans mæta liði MS. Sú viðureign er einnig í átta liða úrslitum og hefst klukkan 21:00 í MS. Umræðuefni kvöldins… Read more »

Nemendur í 3. bekk velja sér námsbrautir

Nú er komið að því að nemendur í 3. bekk velji sér námsbrautir og nemendur á náttúru- og viðskiptabraut velji sér svið innan sinnar brautar. Kjósi nemendur að skipta um svið þurfa þeir að fara inn á „sviðsskráningu“ á upplýsingakerfinu og velja það svið sem þeir vilja fara á. Hægt verður að skipta um svið… Read more »