Year: 2015

Fyrirlestur um málefni flóttafólks

Miðvikudaginn 16.september verður hraðatafla fyrir hádegi og verður haldinn fyrirlestur um málefni flóttafólks kl 11. Fyrirlesarar eru Gísli Einarsson, fréttamaður og Sigríður Víðis Jónsdóttir upplýsingafulltrúi UNICEF. Gísli Einarsson starfar sem fréttamaður hjá RÚV en hann vann nýlega að gerð heimildamyndarinnar "Flótti á Miðjarðarhafi" sem fjallar um flóttamenn frá Afríku sem freista þess að komast yfir… Read more »

Vinningshafar í edrúpottinum

Lokaball nemenda var haldið þann 15. maí síðastliðinn og voru nöfn eftirfarandi nemenda dregin úr edrúpottinum. Anna Huyen 6-I fær 20.000 kr inneign í Kringlunni frá foreldraráði VÍ Daníel 6-R fær 10.000 kr inneign í Kringlunni frá foreldraráði VÍ Brynja Pálína fær 10.000 kr inneign í Kringlunni frá foreldraráði VÍ   Daníel Arnar 5-U fær… Read more »

Afhending verslunarprófsskírteina og prófsýning

Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 20. maí klukkan 10:00 í Bláa sal. Um formlega athöfn er að ræða og eru nemendur því beðnir um að mæta snyrtilegir til fara. Einkunnir birtast í upplýsingakerfinu 19. maí klukkan 19:00. Prófsýning fyrir alla bekki verður milli kl.12:15 og 13:30 miðvikudaginn 20. maí.

Nemendur í frumkvöðlafræði gáfu hálfa milljón

Nemendurnir, Andrea Björns­dótt­ir, Arn­ór Rafn Gísla­son, Goði Már Daðason, Gunn­ar Bjarki Björns­son, Helga Sig­ríður Magnús­dótt­ir og Hjalti Stein­ar Sig­ur­björns­son stofnuðu fyrirtækið Mystma í frumkvöðlafræði í vor. Þau hönnuðu nælur til styrktar Krabbameinsfélaginu og skilaði verkefnið tæpri hálfri milljón eða 470.000 kr. Hér má sjá frétt sem birtist á Mbl.is um fyrirtækið: Frum­kvöðlar gáfu hálfa millj­ón 

Lokaball í Hörpunni föstudaginn 15. maí.

Hleypt er inn í húsið frá klukkan 22:00 og því lokað klukkan 24:00 (á miðnætti) og eru nemendur beðnir um að virða þessi tímamörk. Ballið sjálft stendur til klukkan 01:00.   3. bekkur mætir milli klukkan 22:00 – 22:20. 4. bekkur mætir milli klukkan 22:20 – 22:40. 5. bekkur mætir milli klukkan 22:40 – 23:00…. Read more »

Opnunartími bókasafnsins í prófum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 29. apríl til og með 14. maí eftirfarandi: mánud.-fimmtud. 8:00-22:00 föstudag: 8:00-18:00 laugardaga: 10:00-19:00 sunnudaga: 10:00-22:00 ATH: 1. maí er opið 10:00-18:00 14. maí (uppstigningardag) er opið 10:00-22:00

Peysufatadagurinn

Peysufatadagur 4. bekkjar Verzlunarskóla Íslands var haldinn hátíðlegur mánudaginn 27. apríl. Eftir hátíðlega dagskrá í Bláa sal skólans var haldið í rútu niður í miðbæ þar sem nemendur gengu niður Laugarveginn og stigu svo dans á Ingólfstorgi. Nemendur létu kuldann ekki stoppa sig og eftir dansinn fóru nemendur í hópmyndatöku við Háskóla Íslands og enduðu svo… Read more »

Peysufatadagur

Peysufatadagur nemenda 4. bekkjar verður haldinn hátíðlegur mánudaginn 27. apríl. Foreldrum og forráðamönnum er velkomið að mæta niður á Ingólfstorg og fylgjast með nemendum dansa í búningunum. Áætluð koma niður á Ingólfstorg er kl. 12:25. Þó getur dagskráin alltaf riðlast og því hvetjum við foreldra og forráðamenn til að vera í sambandi við nemendur, t.d…. Read more »

Dagur jarðar

Alþjóðlegur dagur jarðar er 22. apríl ár hvert. Í ár var almenningur hvattur til þess að fara út og týna rusl í kringum sitt nánasta umhverfi enda af nógu að taka eftir strangan vetur. Nemendur og starfsfólk skólans svöruðu þessu kalli og gerðu hreint fyrir dyrum skólans og lóðinni umhverfis hann. Skemmst er frá því… Read more »

Brautskráning stúdenta – breytt tímasetning.

 Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 23. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 13:00 og má reikna með að hún standi yfir í u.þ.b. tvo tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum.