
Endurtektarpróf - próftafla
Á próftöflu og í Vefriti var auglýst að endurtektarpróf fyrir dagskóla yrðu lögð fyrir dagana 6. til 8. janúar. Við gerð próftöflunnar urðu það margir árekstrar að ákveðið var að fjölga dögunum og bæta þriðjudeginum 5. janúar við, engu að síður var ekki hægt að koma alveg í veg fyrir árekstra. Lesa meira.

Lokað vegna veðurs
Skólanum verður lokað klukkan 16:00 í dag 7. desember vegna veðurs.

Prófabankinn
Prófabankinn er kominn á intranetið. Smelltu á Intranet hér hægra megin á síðunni og skráðu þig inn með sömu aðgangsorðum og í skólanum.
Birtingarmyndir kynjanna í félagslífi framhaldsskólanema
Rakel Magnúsdóttir og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir kynjafræðingar héldu fyrirlestur um birtingarmyndir kynjanna í félagslífi framhaldsskólanema.
Próftafla haustprófa 2015
Hér er tengill á endanlega próftöflu dagskólans. Gerðar voru nokkrar breytingar frá þeim drögum sem birt voru fyrir skömmu. Ekki var hægt að verða við öllum breytingum en þær breytingar sem gerðar voru þóttu alla jafna til bóta.
Athugið! Afar áríðandi er að nemendur skoði vel allar tímasetningar og þá sérstaklega klukkan hvað hvert próf byrjar.
Nemendur sem ekki eru öryggir á klukkunni gætu misst af prófi.
Próftöflu fjarnámsins má nálgast hér.

Stafsetningarkeppni var haldin á Marmaranum í hádeginu í dag í tilefni af Degi íslenskrar tungu

Stafsetningarkeppni var haldin á Marmaranum í hádeginu í dag í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Það var Málfundafélag V.Í. sem hafði veg og vanda af keppninni. Sex nemendur komu í pontu og fengu úthlutað orðum sem stafsetja átti í heyranda hljóði auk þess sem gefa þurfti dæmi um notkun þeirra í íslensku máli. Lesa meira.
Vinningshafar í edrúpottinum
Miðannaball nemenda var haldið þann 10. nóvember síðastliðinn og voru nöfn eftirfarandi nemenda dregin úr edrúpottinum. Lesa meira.
Vor unga stétt: Verzlunarskóli Íslands í 100 ár - í vefútgáfu

Bókin „Vor unga stétt: Verzlunarskóli Íslands í 100 ár“ er komin út í vefútgáfu. Bókina má nálgast á heimasíðu skólans.
„Vor unga“ stétt er glæsilegt og ríkulega myndskrett ritverk um sögu Verzlunarskóla Íslands 1905-2005. Lesa meira.
Afmælishátíð - Verzlunarskóli Íslands 110 ára
Haldið verður upp á 110 ára afmæli skólans föstudaginn næstkomandi. Kennt verður samkvæmt hraðatöflu fyrstu þrjá tímana og hefst dagskráin á Marmaranum kl. 11:00.
Afmælishátíð 16. október
Dagskrá hefst á Marmara kl. 11:00
Skólastjóri býður gesti velkomna
Skemmtiatriði frá nemendum
Jón Jónsson og Friðrik Dór mæta með lag sérstaklega samið í tilefni 110 ára afmælis
Myndasýning úr skólalífi áranna 2012 – 2015 á töflunum í kringum Marmarann
Veitingar í boði skólans og sérmerktar derhúfur seldar til styrktar bleiku slaufunni
Fínn föstudagur - nemendur og starfsfólk mætir spariklætt í skólann.
Stuttmyndin Heilabrot
Stuttmyndin Heilabrot sem gerð var af ungmennaráði UNICEF var sýnd í Bláa sal í gær. Myndin varpar ljósi á úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinnur gegn þeim fordómum sem ungmenni með geðraskanir upplifa. Lesa meira
Skráning á líkamsmyndarnámskeið
Í vetur verða boðin ókeypis líkamsmyndarnámskeið fyrir stelpur 18 ára og eldri í nær öllum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu. Námskeiðið kallast Body Project og er stutt og skemmtilegt námskeið sem hefur verið mikið rannsakað og reynst hjálpa stelpum að öðlast jákvæðari líkamsmynd og líða betur með sjálfar sig. Lesa meira

Velheppnað foreldrakvöld

Metaðsókn var á foreldrakvöld Foreldráðs VÍ síðastliðinn þriðjudag en um 200 manns mættu enda dagskráin ekki af verri endanum. Fulltrúar NFVÍ fluttu góða kynningu á stórbrotnu félagslífi vetrarins í máli og myndum og Páll Ólafsson félagsráðgjafi, flutti áhugaverðan og skemmtilegan fyrirlestur um jákvæð samskipti foreldra og unglinga. Lesa meira.
- Fyrri síða
- Næsta síða