Year: 2016

Endurtektarpróf janúar 2017

Prófgjald er krónur 9000 pr. áfanga. Undanskildir eru VÉLR1FI02 og íþróttir en prófgjald er kr. 3.000 í þeim áföngum. Greiða skal prófgjald á skrifstofu skólans áður en farið er í prófið. Einnig er hægt er að leggja inn á reikning skólans: Reikningur: 515-26-431038 Kennitala: 690269-1399 Mikilvægt er að fram komi kennitala nemanda. Nemendur skulu hafa… Read more »

Útskrift

Þriðjudaginn 20. desember voru þrír nemendur útskrifaðir frá Verzlunarskóla Íslands. Oddný Björg Halldórsdóttir lauk verslunarprófi og Selma Dögg Björgvinsdóttir og Ásthildur Emma Ástvaldsdóttir voru útskrifaðar með stúdentspróf. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.    

Bóksala VÍ

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4. hæð).  Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma:  4 . janúar 2017 (miðvikudagur) 8:00-16:00 5. janúar 2107 (fimmtudagur)  8:00-16:00 6. janúar 2017 (föstudagur) 8:00-16:00

Birting einkunna, prófsýning, sjúkra- og endurtektarpróf

Sjúkrapróf eru á föstudaginn hjá öllum bekkjum. Prófað er klukkan 8:30. Einkunnir verða birtar í INNU mánudagskvöldið 19.des. Þriðjudaginn 20.des verður prófsýning í skólanum frá klukkan 10:00 til 11:30. Nemendum gefst þá kostur á að koma og skoða prófin sín. Í prófsýningunni má taka myndir af prófinu sínu og eru nemendur sem þurfa að endurtaka… Read more »

Bókasafn VÍ

Vegna próflesturs verður afgreiðslutími safnsins frá 30. nóv. til og með 15. des. eftirfarandi: Mánudaga til fimmtudaga 08:00-22:00  föstudaga  08:00-18:00  laugardaga  10:00-19:00  sunnudaga  10:00-22:00 Gangi ykkur vel í prófunum.

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu var rapparinn góðkunni, Erpur Eyvindarson, fenginn til að koma í Versló og fræða nemendur um rappið, tilurð þess og hvert efnið í textana er sótt. Erpur lét gamminn geysa og útskýrði á hressilegan hátt hvernig rapptextar hans verða til og hafi einhver haldið að það sé tilviljunum háð er… Read more »

Rafrettur bannaðar

Nýrri reglu hefur verið bætt við Skólareglur VÍ 8.4. Notkun á rafrettum er bönnuð í húsakynnum skólans og á lóð hans. Þá eru rafrettur einnig bannaðar á samkomum og ferðalögum sem eru í nafni skólans. Hér má nálgast Skólareglur VÍ

Prófabankinn

Prófabankinn vegna haustprófa 2016 er kominn á Office 365. Nemendur þurfa að skrá sig inn með Verzló netfangi og lykilorði.

Erlendir gestir í heimsókn

Dagana 6.-12. nóvember fékk skólinn til sín erlenda gesti. Annars vegar var um að ræða Nordplus verkefni þriggja landa, Íslands, Finnlands og Svíþjóðar sem ber yfirskriftina Jobba i Norden og er um aþjóðlegan vinnumarkað, vinnumenningu og hvernig eigi að bera sig að ef sótt er um vinnu erlendis. Erlendu gestirnir héldu áhugaverða fyrirlestra fyrir nemendur… Read more »

Skákmót

Skáknefnd VÍ efndi til skákmóts nú á dögunum. Sigurvegari mótsins var Leifur Þorsteinsson. Leifur fékk afhendan farandbikar og er nafn hans letrað á hann. Við óskum honum til hamingju með sigurinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá sigurvegarann með formönnum nefndarinnar.