22. ágú. 2016 : Kynning fyrir nýnema á félagslífi skólans

Stjórn NFVÍ og nefndir munu vera með kynningu á félagslífi skólans á marmaranum þriðjudaginn 23.ágúst kl. 14:35. Nefndir munu kynna sig og starf vetrarins og svara spurningum.

9. ágú. 2016 : Skólasetning 18. ágúst 2016

Verzlunarskóli Íslands verður settur fimmtudaginn 18. ágúst klukkan 10:00. Athöfnin fer fram í hátíðarsal skólans (Bláa sal) og er ætlast til þess að allir nemendur mæti tímanlega. Vegna mikillar aðsóknar er afar mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Nýnemar fá sérstaka kynningu á skólanum eftir skólasetningu, kynningin mun standa frá 11:00-13:00.

Bókalistann fyrir veturinn má finna undir flipanum „Námið“ en einnig er flýtivísun hér .

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í fundarherbergi á 3. hæð. Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma: 

16. jún. 2016 : Innritun lokið

Innritun lokið

Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 602 umsóknir,  445 sem val 1 og 157 sem val 2. Í ár voru 336 nemendur innritaðir á fyrsta ár. Það er alltaf sárt að þurfa að hafna góðum nemendum en vonandi eru allir, sem ekki komust í Verzló, sáttir við sinn varaskóla, enda eru allir framhaldsskólar landsins góður valkostur.

14. jún. 2016 : Undirbúningsnámskeið í stærðfræði

Til þess að tryggja sem jafnastan undirbúning nemenda í stærðfræði verður boðið upp á sérstakt undirbúningsnámskeið (STÆ-Undirbúningur) fyrir nýnema í ágúst. Um þriggja daga staðlotu er að ræða og fer kennsla fram dagana 11., 12. og 15. ágúst í húsnæði Verzlunarskólans. Námskeiðið verður í umsjá stærðfræðikennara skólans. Nemendur geta valið um að vera klukkan 9-12 eða 13-16.

31. maí 2016 : Brautskráning stúdenta 2016

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 28. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Alls brautskráðust 296 nýstúdentar og þar af 6 nemendur með stúdentspróf úr fjarnámi skólans. . Útskriftarhópurinn samanstóð af 182 stúlkum og 114 piltum.

Að vanda var úthlutað úr VÍ 100 sjóðnum en hann var stofnaður í tilefni af aldarafmæli skólans. Fyrrverandi nemendur skólans lögðu fé í sjóðinn og í skipulagsskrá fyrir sjóðinn segir m.a. að árlega skuli hann styrkja valda nemendur með fjárframlagi, þegar þeir flytjast milli bekkja eða ljúka stúdentsprófi. Skal við það miðað að styrkþegar hafi sýnt afburða námsárangur eða lagt verulega af mörkum til skólastarfsins með þátttöku í félagslífi o.þ.h.

Dúx skólans var Ísak Valsson með I. ágætiseinkunn, 9.7. Hann hlaut bókagjöf og námsstyrk úr Aldarafmælissjóði skólans, VÍ 100 að upphæð 600.000 kr. Semidúx skólans var Jóhannes Aron Andrésson með I. ágætiseinkunn 9.4. Hann hlaut bókagjöf og námsstyrk úr VÍ 100 að upphæð 300.000 kr

30. maí 2016 : Vinningshafar í edrúpottinum

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

1. árs nemendur

Alexander Ágúst Mar 1-A – 10.000 kr frá foreldraráði VÍ

Davíð Már Jóhannesson 1-E - 10.000 kr frá foreldraráði VÍ

Askur Jóhannsson 1-S – miði fyrir 2 á Nýnemaball NFVÍ

Arnar Egill Hilmarsson 1-E – gjafakort fyrir 2 á Joe & The Juice

Birta Steinunn Ragnarsdóttir 1-D – miði fyrir 2 á Nýnemaball NFVÍ

Natalía Rúnarsdóttir 1-A – 10 máltíðakort í Matbúð

27. maí 2016 : Endurtektarpróf - próftafla

Dagana 31. maí- 3. júní verða endurtektarpróf í dagskólanum. Próftaflan er eftirfarandi:

21. maí 2016 : Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 28. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 14:00 (stúdentsefni mæta klukkan 13:15) og má reikna með að hún standi yfir í um tvo og hálfan tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.

 

21. maí 2016 : Afhending verslunarprófsskírteina og prófsýning

Afhending verslunarprófsskírteina fer fram miðvikudaginn 25. maí klukkan 10:00 í Bláa sal. Um formlega athöfn er að ræða og eru nemendur því beðnir um að mæta snyrtilegir til fara.

Nemendur sjá einkunnir sínar í INNU um klukkan 20:00 24. maí.Prófsýning verður 25. maí fyrir alla bekki milli kl.12:15 og 13:30.

Næstu daga verður haft samband við þá nemendur sem ekki ná tilskildum lágmarks einingafjölda til þess að útskrifast eða flytjast ekki á milli ára. Áfangastjóri mun senda póst á nemendur þegar búið er að ná í alla sem þarf að ræða við, fyrir birtingu einkunna.

6. maí 2016 : Bókasafn VÍ–Vorpróf 2016

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá 30. apríl til og með 18. maí eftirfarandi:

mánud. – fimmtud. 8:00 – 22:00
föstudaga: 8:00 – 19:00
laugardaga: 10:00 – 19:00
sunnudaga: 10:00 – 22:00

ATH: 5. maí og 16. maí er opið 10:00 – 22:00

Próf

26. apr. 2016 : Prófabankinn

Prófabankinn er kominn á Office 365. Þú getur nálgast hann með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Profabanki

20160423_113600_resized

24. apr. 2016 : Berlínarferð

24 nemendur í valáfanganum  Berlin, mannlíf, menning og saga 143 dvöldu í Berlín 21. – 24. apríl síðastliðinn. Ferðin tókst í alla staði mjög vel. Nemendur gengu um miðborgina þar sem þeir skoðuðu helstu kennileiti eins og Brandenburger Tor, Checkpoint Charlie og Jüdisches Monument. Stasifangelsið í Hohehnschönhausen var heimsótt, sem og þýska sögusafnið (Deutsches Historisches Museum). Farið var upp í kúpulinn á þinghúsinu og hópurinn gekk um Bernauerstraße þar sem sjá má leifar af því hvernig múrinn lá, en þar er einnig minnsimerki um þá sem féllu er þeir reyndu að flýja á milli austur- og vestur Berlínar. Nemendur voru til fyrirmyndar hvar sem þeir komu og voru skólanum til sóma.

 

 

Síða 3 af 5