Year: 2017

Vinningshafar í edrúpottinum

Dregið hefur verið úr edrúpottinum eftir miðannaballið sem var 8. nóvember. Í heildina voru 28 vinningar, 16 frá foreldraráði VÍ og 12 frá skólanum, 7 vinningar á hvern árgang. Seldir miðar voru 835 og blésu 387 eða 46%. Óðinn Ingi Þórarinsson 1-D, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍEyjólfur Andri Arason 1-G, 15.000 kr. frá foreldraráði VÍAníta… Read more »

Skólasetning nýnema

Þann 17. ágúst næstkomandi er skólasetning nýnema í hátíðarsal skólans á 2.hæð kl. 10. Að skólasetningu lokinni fá nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið. Þeir fá til að mynda afhent aðgangs- og lykilorð að tölvukerfi skólans, fara í myndatöku hjá NFVÍ og íþróttakennarar skólans verða með hópefli. Nýnemum verður svo boðið í hádegismat í… Read more »

Skólabyrjun og bóksala

Skólasetning Verzlunarskóla Íslands verður með breyttu sniði í ár. Athöfnin er einungis ætluð nýnemum og hefst hún klukkan 10:00  fimmtudaginn 17. ágúst í hátíðarsal skólans (Bláa sal). Vegna mikillar aðsóknar er mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Nýnemar fá sérstaka kynningu á skólanum sem varir til… Read more »

Lok innritunar vor 2017

Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 610 umsóknir; 436 sem val 1 og 174 sem val 2. Í ár voru 280 nemendur innritaðir á fyrsta ár. Hér er um svipaðan fjölda umsókna að ræða og fyrir ári síðan en þá voru teknir inn 336 nemendur í stað 280 nú. Þessi fækkun stafar af… Read more »

Undirbúningsnámskeið í stærðfræði fyrir nýnema

Til þess að tryggja sem jafnastan undirbúning nemenda í stærðfræði verður boðið upp á sérstakt undirbúningsnámskeið (STÆ-Undirbúningur) fyrir nýnema. Námskeiðið er í tveimur hlutum: 1. hluti: nemendur taka gagnvirkar kannanir á netinu fyrir miðvikudaginn 28. júní. Niðurstöður þeirra verða notaðar til að raða nemendum í hópa (niðurstöðurnar gilda ekki til einkunna, þær eru einungis tæki… Read more »

Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 27. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðust 264 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 259 úr dagskóla og 5 úr fjarnámi. Útskriftarhópurinn samanstóð af 163 stúlkum og 101 pilti. Dúx skólans var Katarina Kekic með I. ágætiseinkunn; 9,23. Hlaut hún bókagjafir og námsstyrk að upphæð 500.000. Semidúxarnir… Read more »

Endurtektarpróf – próftafla

Prófgjald er krónur 9000 pr. áfanga. Undanskildir eru VÉLR1FI02 og íþróttir en prófgjald er kr. 3.000 í þeim áföngum. Greiða skal prófgjald á skrifstofu skólans áður en farið er í prófið. Einnig er hægt er að leggja inn á reikning skólans: Reikningur: 515-26-431038 Kennitala: 690269-1399 Mikilvægt er að fram komi kennitala nemanda. Nemendur skulu hafa… Read more »

Prófsýning og endurtektarpróf

Miðvikudaginn 24. maí verður prófsýning í skólanum frá 8:30 til 9:30.  Nemendum gefst þá kostur á að koma og skoða prófin sín. Í prófsýningunni má taka myndir af prófinu sínu og eru nemendur sem þurfa að endurtaka áfanga hvattir til að gera það. Endurtektarpróf verða haldin 31. maí, 1. og 2. júní. Prófin verða klukkan… Read more »

Peysufatadagurinn

Peysufatadagurinn er haldinn hátíðlegur  í dag. Eftir hátíðlega dagskrá í Bláa sal skólans er haldið í rútu niður í miðbæ þar sem nemendur ganga niður Laugarveginn og stíga dans á Ingólfstorgi. Dagskráin endar svo á hádegisverði í Perlunni.