20. des. 2018 : Útskrift

Fimmtudaginn 20. desember voru sjö nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þau Daníel Capaul, Einar Lár Guðmundsson, Eva Rún Barðadóttir, Ísabella Schweitz Ágústsdóttir, Lára Kristín Traustadóttir, Sigtryggur Daði Rúnarsson og Sonja Rún Kiernan. Skólinn óskar þeim innilega  til hamingju með áfangann.

20. des. 2018 : Jólaleyfi

Skólanum verður lokað 20. desember klukkan 15:00 og hann opnaður aftur föstudaginn 4. janúar klukkan 8.00. Kennsla hefst að loknu jólaleyfi skv. stundaskrá föstudaginn 4. janúar.

Endurtektarpróf verða haldin 4. 7. og 8. janúar. 

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram á Bókasafni VÍ (4 hæð) og eru nemendur hvattir til þess að ljúka bókakaupum sem fyrst. Bóksalan verður opin á eftirfarandi tíma:

4. janúar föstudagur 10:00-16:00   
7. janúar mánudagur    8:00-16:00
8. janúar þriðjudagur    8:00-16:00
9. janúar miðudagur 8:00-16:00

Skólinn óskar nemendum gleðilegra jóla.

Einkunnir

19. des. 2018 : Birting einkunna, prófsýning og námsframvinda

Nemendur munu sjá nú lokaeinkunnir sínar í INNU.  Prófsýning fyrir dagskóla og fjarnám verður fimmtudaginn 20. desember milli klukkan 8:30 og 10:00.

5. des. 2018 : Verslunarskóli Íslands keppti til úrslita í Menntamaskínu 2018

Verslunarskóli Íslands keppti til úrslita í Menntamaskínu 2018. Verðlaunin voru veitt í Ráðhúsi Reykjavíkur 1. desember s.l. 
Mennta Maskína er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Í þetta skiptið var áhersla lögð á nýsköpun í velferðatækni. Verkefnið hefur verið styrkt af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, MND félaginu, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Reykjavíkurborg og Fab Lab Reykjavíkur.
Teymi voru mynduð í framhaldskólunum sem unnu saman að því að finna tækifæri á sviði velferðartækni, fóru í gegnum hönnunarsprett þar sem lausnin þeirra var skoðuð frá öllum sjónarhornum og þróuðu að lokum frumgerð í Fab Lab Reykjavík.

3. des. 2018 : Hópurinn VON krúsir afhenti Krabbameinsfélaginu 1.000.000 kr.

Í síðustu viku hittist hópurinn VON krúsir í húsnæði Krabbameinsfélagisns til að ljúka með formlegum hætti áfanganum Frumkvöðlafræði frá því á vorönn 2018. Hópurinn er skipaður fimm stelpum, þeim Önnu Maríu, Páldísi, Arndísi, Elfu og Valgerði.
Þegar hugmyndavinnan hófst í janúar sl. voru þær staðráðnar í því að þær vildu láta eitthvað gott af sér leiða. Fljótlega fengu þær þá frábæru hugmynd að hanna og gera sjálfar keramikbolla og ákváðu að allur ágóði af sölunni myndi renna til Krabbameinsfélagsins. Upphaflega var markmiðið þeirra að selja um 100 bolla og gefa Krabbameinsfélaginu 500.000 kr. en það er skemmst frá því að segja að þær náðu að selja yfir 400 bolla og gefa Krabbameinsfélaginu hvorki meira né

28. nóv. 2018 : Afgreiðslutími Bókasafns VÍ í prófunum

Vegna próflestrar verður afgreiðslutími bókasafnsins frá föstud. 30. nóv. til og með sunnud. 16. des. eftirfarandi:

12. nóv. 2018 : Edrúpottur

Á ballinu í síðustu viku blésu um 60% ballgesta. Á fyrsta ári blésu 412 og á eldri árum 112 eða samtals 524. Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

 

Hjálmar Tumi Þorkelsson Diego 1-G, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ
Helga María Halldórsdóttir 1-S, tveir miðar á Listó leikritið
Gunnar Kristjánsson 1-U, miði á Vælið
Baldvin Bjarki Gunnarsson 1-H, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ
Snjólaug Þorsteinsdóttir 1-T, boðsmiði fyrir tvo á Búlluna
Áróra Hallsdóttir 1-R, 10 máltíðar í Matbúð
Vilberg Elí Dagbjartsson 1-H, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ
Aron Daði Ásbjörnsson 1-S, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍ 

6. nóv. 2018 : Skólaráð

Við skólann starfar skólaráð. Hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12.júní 2008. Skipa skal í skólaráð við upphaf hvers skólaárs. 

Skólaráð Verzlunarskóla Íslands er skipað tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum kennara. Auk þeirra eiga sæti í skólaráðinu tveir skólastjórnendur sem boða til funda og stýra þeim. 

Fulltrúar kennara sem sitja í skólaráðinu eru kosnir á fyrsta almenna kennarafundi skólaársins. Stjórn NFVÍ tilnefndir tvo fulltrúa í ráðið. 

Hlutverk skólaráðs er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs. 

Skólaráð fundar einu sinni í mánuði. Fulltrúar nemenda í skólaráði eru Pétur Már Sigurðsson og Máni Þór Magnason. Fulltrúar kennara eru Aðalheiður Ásgrímsdóttir og Alda Jóna Nóadóttir. Fulltrúar stjórnenda eru Guðrún Inga Sívertsen og Þorkell Diego.  

Hægt er að senda skólaráði erindi á netfangið skolarad@verslo.is 

Fundargerðir skólaráðs eru aðgengilegar á heimasíðu skólans.

28. okt. 2018 : Verzlunarskólanemendur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Í síðustu viku var tilkynnt hvaða nemendur hefðu komist í úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og voru nokkrir Verzlingar í þeim hópi. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hversu margir 1. árs nemar komust áfram en 5 af 18 nemendum af neðra stigi koma úr Verzlunarskólanum.
Á þriðjudaginn fór fram afhending viðurkenninga til þeirra sem voru í efstu sætum keppninnar en þeir nemendur hafa nú þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í mars. Verzlunarskólinn átti 7 fulltrúa í þessum hópi en þeir eru

18. okt. 2018 : Haustfrí

Skólinn verður lokaður vegna haustfrís frá kl. 16:00 fimmtudaginn 18. október til kl. 08:00 þriðjudaginn 23. október.

Gleðilegt haustfrí!

17. okt. 2018 : Opna Norðurlandameistarmótið í skylmingum

Opna Norðurlandameistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram í Lund í Svíþjóð um helgina. Ísland átti 13 keppendur á mótinu og vann íslenska skylmingafólkið til ellefu verðlauna á mótinu. Keppendur voru yfir 100 frá 11 þjóðum og var þetta eitt fjölmennasta og sterkasta Opna Norðurlandameistaramótið frá upphafi.

Einn keppenda Íslands er Verzlingur. Andri Nikolaysson Mateev. Hann vann það afrek að verða Norðurlandameistari í flokki U20 og í liðakeppni karla.
Skólinn óskar Andra til hamingju!

10. okt. 2018 : Dómsmál tekið fyrir í lögfræðitíma

Í síðustu viku breyttist ein kennslustofa í dómssal þar sem fram fór tvöföld aðalmeðferð í héraðsdómsmálinu „Kristinn Styrkársson Proppé gegn Líf Veru Brands- og Sölkudóttur o.fl.“ Kristinn (betur þekktur sem Stinni stuð) krafðist þess að tiltekin ummæli í Verzlunarskólablaðinu yrðu dæmd dauð og ómerk og sér dæmdar miskabætur. Nemendur sömdu stefnu, greinargerð, málflutningsræður og aðiljaskýrslur, en dóms er að vænta í næstu viku. Þeim fórst verkið vel úr hendi og sumar málflutningsræðurnar hefðu verið fullburðugar fyrir raunverulegum héraðsdómi.

Síða 1 af 5