Year: 2018

Edrúpottur

Á ballinu í síðustu viku blésu um 60% ballgesta. Á fyrsta ári blésu 412 og á eldri árum 112 eða samtals 524. Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:   Hjálmar Tumi Þorkelsson Diego 1-G, 15. 000 kr. frá foreldraráði VÍHelga María Halldórsdóttir 1-S, tveir miðar á Listó leikritiðGunnar Kristjánsson 1-U, miði… Read more »

Skólaráð

Við skólann starfar skólaráð. Hlutverk þess er samkvæmt lögum um framhaldsskóla, nr. 92 12.júní 2008. Skipa skal í skólaráð við upphaf hvers skólaárs.  Skólaráð Verzlunarskóla Íslands er skipað tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum kennara. Auk þeirra eiga sæti í skólaráðinu tveir skólastjórnendur sem boða til funda og stýra þeim.  Fulltrúar kennara sem sitja í skólaráðinu eru… Read more »

Verzlunarskólanemendur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna

Í síðustu viku var tilkynnt hvaða nemendur hefðu komist í úrslit í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og voru nokkrir Verzlingar í þeim hópi. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá hversu margir 1. árs nemar komust áfram en 5 af 18 nemendum af neðra stigi koma úr Verzlunarskólanum. Á þriðjudaginn fór fram afhending viðurkenninga til þeirra sem voru í… Read more »

Haustfrí

Skólinn verður lokaður vegna haustfrís frá kl. 16:00 fimmtudaginn 18. október til kl. 08:00 þriðjudaginn 23. október. Gleðilegt haustfrí!

Opna Norðurlandameistarmótið í skylmingum

Opna Norðurlandameistaramótið í skylmingum með höggsverði fór fram í Lund í Svíþjóð um helgina. Ísland átti 13 keppendur á mótinu og vann íslenska skylmingafólkið til ellefu verðlauna á mótinu. Keppendur voru yfir 100 frá 11 þjóðum og var þetta eitt fjölmennasta og sterkasta Opna Norðurlandameistaramótið frá upphafi. Einn keppenda Íslands er Verzlingur. Andri Nikolaysson Mateev…. Read more »

Dómsmál tekið fyrir í lögfræðitíma

Í síðustu fór fram tvöföld aðalmeðferð í héraðsdómsmálinu „Kristinn Styrkársson Proppé gegn Líf Veru Brands- og Sölkudóttur o.fl.“ Kristinn (betur þekktur sem Stinni stuð) krafðist þess að tiltekin ummæli í Verzlunarskólablaðinu yrðu dæmd dauð og ómerk og sér dæmdar miskabætur. Nemendur sömdu stefnu, greinargerð, málflutningsræður og aðiljaskýrslur, en dóms er að vænta í næstu viku…. Read more »

Námsmatstímar

Dagana 10. og 11. október næstkomandi verður skólastarf brotið upp með námsmatstímum.  Með auknu símati hefur vægi verkefna á önninni aukist auk þess sem breyttir kennsluhættir hafa fært stór hlutapróf í einstaka greinum inn á miðja önnina. Tilgangurinn með þessu uppbroti er að leggja fyrir stór hlutapróf, gefa færi á að kalla nemendur í sjúkrapróf… Read more »

Franskir nemendur í heimsókn

Dagana 26. september – 3. október taka 18 nemendur á 2. ári með frönsku sem 3.mál á móti jafnöldrum sínum úr menntaskólanum Le Lycée Polyvalent Privé Demotz de la Salle frá borginni Rumilly í frönsku ölpunum. Er verið að endurgjalda heimsókn íslenskra ungmenna til Frakklands frá því  í byrjun september. Nemendurnir dvelja hjá íslenskum fjölskyldum… Read more »

Úttekt á 3. ára náminu – skýrsla

Á vorönn 2018 var gerð ítarleg úttekt á nýju 3. ára námi til stúdentsprófs. Úttektin var fjölþætt og innihélt samræmd próf, rýnihópa nemenda og kennara ásamt viðhorfskönnunum. Í kjölfarið var unnin skýrsla og er hún nú aðgengileg á vef skólans. Skólinn þakkar öllum þeim sem að úttektinni komu.