Year: 2019

Fagnám – verslunar og þjónustu

Verzlunarskóli Íslands, býður upp á nýtt fagnám fyrir starfandi verslunarfólk í samstarfi við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Námið er 90 einingar og er blanda af fjarnámi og vinnustaðanámi í fyrirtækjunum. Umsækjendum stendur til boða að fara í raunfærnimat hjá Mími þar sem kunnátta og hæfni hvers og eins er metin til eininga á móti kenndum… Read more »

Fyrsta ball vetrar

Nemendafélagið heldur sitt fyrsta ball í kvöld, fimmtudaginn 5. september. Ballið verður haldið í Origo höllinni sem er staðsett á æfingasvæði Vals að Hlíðarenda. Ákveðið var í skólaráði að gera tilraun með að gefa leyfi í 1. tíma eftir ball og mun því kennsla falla niður í 1. tíma á morgun, föstudag. Skrifstofa skólans opnar… Read more »

Útskrift

Föstudaginn 30. ágúst voru tveir nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Það eru þeir  Aron Vilberg Einarsson og Ísak Richards. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann.  

Kynningarfundur með foreldrum og forráðamönnum nýnema

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum (Bláa sal) fimmtudaginn 22. ágúst nk. kl. 20:00. Dagskráin hefst á ávarpi skólastjóra en að því loknu verður farið yfir ýmis atriði sem lúta að námi við skólann. Að því loknu munu fulltrúar frá stjórn NFVÍ og foreldrafélagsins segja frá því sem þar ber hæst á árinu…. Read more »

Opnunartími bóksölu

Bóksalan verður í stofu 102 og verður opin sem hér segir: Sunnudaginn 18. ágúst milli 12 og 16.Mánudaginn 19. ágúst frá 8:00 til 13 og frá 15 til 16.Þriðjudaginn 20. ágúst frá 8:00 til 13:00 og frá 15 til 16. Vakin er athygli á því að flestar bækur er hægt að kaupa í almennum bóksölum…. Read more »

Skólabyrjun og bókalistar

Skólasetning Verzlunarskóla Íslands hefst með athöfnin sem er einungis ætluð nýnemum og hefst hún klukkan 10:00 föstudaginn 16. ágúst í hátíðarsal skólans (Bláa sal). Vegna mikillar aðsóknar er mikilvægt að nýnemar mæti, að öðrum kosti geta þeir átt á hættu að verða af skólavist. Nýnemar fá sérstaka kynningu á skólanum þennan dag. Eldri bekkingar mæta… Read more »

Lok innritunar vorið 2019

Nú er innritun í Verzlunarskólann lokið. Alls bárust 679 umsóknir, 519 sem val 1 og 160 sem val 2. Í ár voru 341 nemandi innritaður á fyrsta ár. Það er alltaf sárt að þurfa að hafna góðum nemendum en vonandi eru allir, sem ekki komust í Verzló, sáttir við sinn varaskóla, enda eru allir framhaldsskólar… Read more »

Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðust 308 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 298 úr dagskóla og 10 úr fjarnámi. Útskriftarhópurinn samanstóð af 198 stúlkum og 110 piltum. Dúx skólans var Guðjón Ari Logason í 3-I. Hlaut hann bókagjafir og námsstyrk. Semidúxarnir voru tveir að þessu… Read more »

Vorferð starfsmanna

Skólinn lokar klukkan 12:00 í dag vegna vorferðar starfsmanna. Skólinn opnar aftur þriðjudaginn 28. maí kl: 10:00