27. maí 2019 : Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðust 308 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 298 úr dagskóla og 10 úr fjarnámi. Útskriftarhópurinn samanstóð af 163 stúlkum og 101 pilti.

27. maí 2019 : Vorferð starfsmanna

Skólinn lokar klukkan 12:00 í dag vegna vorferðar starfsmanna. Skólinn opnar aftur þriðjudaginn 28. maí kl: 10:00

24. maí 2019 : Endurtektarpróf

Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi: Nemendur í dagskóla sem falla á vorönn (maí) verða að endurtaka áfangann og verða próf haldin í lok mánaðarins. (Nemendur geta í sjálfu sér ráðið því hvort þeir taka endurtektarprófin eða ekki. Hins vegar er hér um að ræða "tækifæri" númer 2 hjá nemendum hvort sem þeir taka prófið eða ekki). Þeir sem falla aftur geta þá tekið áfangann í þriðja sinn í fjarnámi VÍ og verða próf haldin í ágúst. Nemandi má að hámarki endurtaka 3 áfanga. Falli hann í fleirum en þremur áföngum þá telst hann fallinn á árinu. Ef nemandi fellur þrisvar í sama áfanga telst hann endanlega fallinn. (Unnið úr skólareglum á netinu.)

Mælt er eindregið með því að nemendur nýti sér endurtekningarprófin í maí og losi sig við falláfanga sem fyrst. Prófin verða 28., 29. og 31 maí og eru nemendur sjálfkrafa skráðir í þau. Próftafla endurtektarprófa er á heimasíðu skólans.

Þeir sem endurtaka áfanga í fjarnámi þurfa að skrá sig sérstaklega í þá á fjarnámsvefnum (www.verslo.is/fjarnam ) fyrir 4. júní.

20. maí 2019 : International Public Speaking Competition - Eva Margit

Nemandi okkar, Eva Margit Wang Atladóttir, 2-R, tók þátt í alþjóðlegu ensku ræðukeppninni, International Public Speaking Competition í London í maí. Alls tóku 54 keppendur þátt í keppninni og stóð Eva Margit sig mjög vel. Sigurvegarinn var Ennio Campoli Patak, fulltrúi Spánar.

19. maí 2019 : Dönskukennari

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða dönskukennara fyrir skólaárið 2019-2020. Um er að ræða 50% stöðu á haustönn og 100% stöðu á vorönn.
Hæfnikröfur:

  • Háskólapróf í dönsku.
  • Kennslufræði erlendra tungumála.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.

Við bjóðum:

  • Góða vinnuaðstöðu.
  • Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen starfsmanna – og þróunarstjóri gunninga@verslo.is
Umsóknarfrestur er til 24. maí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is

 

Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 930 nemendur. Skólinn er bekkjarskóli. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92 frá 2008 er ekki heimilt að ráða einstakling til starfa sem hlotið hefur dóm fyrir brot á XXII. kafla almennra hegningarlaga og því er beðið um sakavottorð áður en ráðið er í starfið.

19. maí 2019 : Birting einkunna og námsframvinda

Einkunnir munu birtast nemendum í INNU klukkan 20:00 þriðjudaginn 21. maí. Foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda hafa aðgang að niðurstöðunum og eru hvattir til þess að fara yfir einkunnirnar með börnum sínum. Við minnum á að lögráða nemendur geta veitt foreldrum/forráðamönnum aðgang að INNU með einföldum hætti á sínu svæði.

Prófsýning verður miðvikudaginn 22. maí milli 8:30 og 9:45.

Komi til þess að stúdentsefni þurfi að þreyta neyðarpróf verður það haldið klukkan 13.00 á miðvikudaginn 22. maí.

Mikilvægt er að nemendur og forráðamenn kynni sér reglur skólans varðandi námsframvindu, sjá heimasíðu skólans.

Dagana 28. til 31. maí verða endurtektarpróf í dagskólanum. Niðurröðun prófa birtist síðar á heimasíðu skólans. Nemendur sem ekki ná endurtektarprófi, eða kjósa að þreyta þau ekki, þurfa að endurtaka áfangann í fjarnámi Verzlunarskólans. Mikilvægt er að þeir nemendur, sem ekki ná endurtektarprófi, skrái sig sjálfir í fjarnámið á heimasíðu skólans um leið og niðurstöður liggja fyrir. Skráning er frá 21. maí – 4. júní og er fjarnámið öllum opið. Nemendur VÍ geta skráð sig til 7. júní. Aðrar dagsetningar fjarnámsins:

18. júní: Próftaflan kemur á netið.

7. - 14. ágúst: Sumarannarpróf.

19. maí 2019 : Brautskráning

Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 25. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 14:00 (stúdentsefni mæta klukkan 13:20) og má reikna með að hún standi yfir í um tvo tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að Aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b. hálftíma.

Stúdentsefnin eru um 300 og salurinn tekur um 900 gesti. Reiknað er með að hverjum nemanda fylgi 2-3 foreldrar eða forráðamenn. Ef þörf er á sérúrræðum, t.d. vegna fötlunar, þá biðjum við viðkomandi að senda póst á verslo@verslo.is .

9. maí 2019 : Verzlunarskóli Íslands hlýtur Grænfánann

Verzlunarskóli Íslands fékk sinn fyrsta grænfána afhentan þann 29. apríl síðastliðinn. Katrín Magnúsdóttir, sérfræðingur Landverndar afhenti fánann við hátíðlega athöfn, en hann er viðurkenning á því að skólinn hafi staðist kröfur sem byggja á alþjóðlegum stöðlum verkefnisins, Skólar á grænni grein. Verkefnið snýr að því að mennta nemendur í sjálfbærni og umhverfisvernd og byggir á lýðræðismenntun og getu til aðgerða. Skólinn fær að flagga fánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð, ef haldið er áfram því góða starfi sem hafið er.

7. maí 2019 : Peysó 2019 - vinningshafar í edrúpotti

66 nemendur blésu. Eftirfarandi nöfn voru dreginn úr pottinum. Til hamingju vinningshafar!
Líkt og áður er notast við random.org til að finna vinningshafana.

2. maí 2019 : Íslenskukennari

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða íslenskukennara í 100% starf fyrir skólaárið 2019-2020.
Hæfnikröfur:
· Háskólapróf í íslensku.
· Hæfni í mannlegum samskiptum.

Við bjóðum:
· Góða vinnuaðstöðu.
· Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað.

2. maí 2019 : Peysufatadagurinn

Peysufatadagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Eftir hátíðlega dagskrá í Bláa sal skólans er haldið í rútu niður í miðbæ þar sem nemendur ganga niður Laugarveginn og stíga dans á Ingólfstorgi. Dagskráin endar svo á hádegisverði í Perlunni.