Month: maí 2019

Brautskráning

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskólanum fór fram laugardaginn 25. maí við hátíðlega athöfn í Háskólabíói. Að þessu sinni brautskráðust 308 nýstúdentar frá Verzlunarskólanum, 298 úr dagskóla og 10 úr fjarnámi. Útskriftarhópurinn samanstóð af 198 stúlkum og 110 piltum. Dúx skólans var Guðjón Ari Logason í 3-I. Hlaut hann bókagjafir og námsstyrk. Semidúxarnir voru tveir að þessu… Read more »

Vorferð starfsmanna

Skólinn lokar klukkan 12:00 í dag vegna vorferðar starfsmanna. Skólinn opnar aftur þriðjudaginn 28. maí kl: 10:00  

Endurtektarpróf

Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi: Nemendur í dagskóla sem falla á vorönn (maí) verða að… Read more »

International Public Speaking Competition – Eva Margit

Nemandi okkar, Eva Margit Wang Atladóttir, 2-R, tók þátt í alþjóðlegu ensku ræðukeppninni, International Public Speaking Competition í London í maí. Alls tóku 54 keppendur þátt í keppninni og stóð Eva Margit sig mjög vel. Sigurvegarinn var Ennio Campoli Patak, fulltrúi Spánar.  

Dönskukennari

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða dönskukennara fyrir skólaárið 2019-2020. Um er að ræða 50% stöðu á haustönn og 100% stöðu á vorönn.Hæfnikröfur: Háskólapróf í dönsku. Kennslufræði erlendra tungumála. Hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum: Góða vinnuaðstöðu. Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen starfsmanna – og þróunarstjóri gunninga@verslo.is Umsóknarfrestur er til… Read more »

Birting einkunna og námsframvinda

Einkunnir munu birtast nemendum í INNU klukkan 20:00 þriðjudaginn 21. maí. Foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda hafa aðgang að niðurstöðunum og eru hvattir til þess að fara yfir einkunnirnar með börnum sínum. Við minnum á að lögráða nemendur geta veitt foreldrum/forráðamönnum aðgang að INNU með einföldum hætti á sínu svæði. Prófsýning verður miðvikudaginn 22. maí… Read more »

Brautskráning

Brautskráning stúdenta fer fram í Háskólabíói þann 25. maí næstkomandi. Athöfnin hefst klukkan 14:00 (stúdentsefni mæta klukkan 13:20) og má reikna með að hún standi yfir í um tvo tíma. Að brautskráningu lokinni ganga stúdentar að Aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem tekin verður mynd af hópnum. Gera má ráð fyrir því að það taki u.þ.b…. Read more »

Verzlunarskóli Íslands hlýtur Grænfánann

Verzlunarskóli Íslands fékk sinn fyrsta grænfána afhentan þann 29. apríl síðastliðinn. Katrín Magnúsdóttir, sérfræðingur Landverndar afhenti fánann við hátíðlega athöfn, en hann er viðurkenning á því að skólinn hafi staðist kröfur sem byggja á alþjóðlegum stöðlum verkefnisins, Skólar á grænni grein. Margrét Auðunsdóttir, kennari við VÍ og nemendur hennar í Umhverfisstjórnun tóku á móti fánanum… Read more »

Peysó 2019 – vinningshafar í edrúpotti

66 nemendur blésu. Eftirfarandi nöfn voru dreginn úr pottinum. Til hamingju vinningshafar!Líkt og áður er notast við random.org til að finna vinningshafana. 1. Konráð Kristinn Vilhjálmsson 2-D, 10 máltíða matarkort úr Matbúð.2. Eva Sól Einarsdóttir 2-T, 15 þúsund frá foreldrafélaginu.3. Hildur Hilmarsdóttir 2-R, 10 máltíða matarkort úr Matbúð.4. Eygló Fanndal Sturludóttir 2-T, 10 máltíða matarkort… Read more »

Íslenskukennari

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða íslenskukennara í 100% starf fyrir skólaárið 2019-2020.Hæfnikröfur:· Háskólapróf í íslensku.· Hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum:· Góða vinnuaðstöðu.· Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. Nánari upplýsingar gefur Guðrún Inga Sívertsen starfsmanna – og þróunarstjóri gunninga@verslo.is Umsóknarfrestur er til 10. maí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá á netfangið gunninga@verslo.is Verzlunarskóli Íslands… Read more »