14. feb. 2020 : Opið hús í Versló

Þriðjudaginn 10. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli kl. 16.30 - 18.00. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

14. feb. 2020 : Heimsókn til Finnlands

Í lok janúar fóru átta nemendur á 2. ári á Viðskipta-og hagfræðibraut ásamt tveimur kennurum til Finnlands þar sem þau tóku þátt í Nordplusverkefninu Innovation and Technology. Hópurinn dvaldi í sex daga í Helsinki þar sem þau unnu hópverkefni með nemendum frá tveimur finnskum skólum Helsinki Business college og Praktikum. Einnig tóku þátt nemendur frá Naca Gymnasium í Svíþjóð. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Íslands, Finnlands og Svíþjóðar þar sem haldnir eru fundir í Stokkhólmi, Helsinki og Reykjavík. Vikan var viðburðarík og skemmtileg, hópurinn fékk að heimsækja margskonar fyrirtæki og skoða sig um í Helsinki. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn í heimsókn í súkkulaðiverksmiðjunni Fazer þar sem þau fengu að borða helling af súkkulaði

 

13. feb. 2020 : Vegna rauðrar viðvörunar á höfuðborgarsvæðinu fellur skólahald niður á morgun, föstudag.

Þar sem lýst hefur verið yfir rauðri viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu á morgun, verður skólahald fellt niður. 

Nemendur eru hvattir til þess að nýta tímann vel og fylgjast með því hvort kennarar setji inn tilkynningar um verkefnavinnu í INNU. 

12. feb. 2020 : Edrúpottur

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

1. ár
Gabríel Rómeó Rögnvaldsson Johnsen 1-D, 10 máltíða matarkort frá Matbúð
Ísak Logi Einarsson 1-T, 2 miðar á næsta ball NFVÍ 2020
Vigdís Pálmadóttir 1-X, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ
Hilda Bríet Bates Gústavsdóttir 1-B, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ
Skorri Jónsson 1-H, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ
Una Hringsdóttir 1-F, 10 máltíða matarkort frá Matbúð
Gréta Lind Jökulsdóttir 1-T, 15.000 kr. gjafakort í Kringluna frá Verzló
Karitas Ósk Tynes Jónsdóttir 1-A, gjafabréf fyrir 2 á Hamborgarabúlluna
Kolfinna Kristinsdóttir 1-R, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ
Sunna Dís Ívarsdóttir 1-E, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ

10. feb. 2020 : Kynning á NGK - Norður Atlantshafsbekknum

Þriðjudaginn, 11. febrúar klukkan 16:00-17:00 verður kynning á Norður Atlantshafsbekknum (NGK) í Verzlunarskóla Íslands.  
Fjórir framhaldsskólar, Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á Kambsdali í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands, standa saman að framsæknu samstarfsverkefni um 3ja ára nám til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut. Um er að ræða einstaka námsbraut með sérstaka áherslu á norðurskautstækni. Verkefnið felur í sér að mynda blandaðan framhaldsskólabekk með nemendum frá öllum fjórum löndunum. Í þennan bekk innritast nemendur sem ljúka 10. bekk nú í vor. Nemendur útskrifast með fullkomlega gilt danskt stúdentspróf og fer kennslan fram á dönsku.

5. feb. 2020 : Skólinn lokaður vegna Nemendamóts

Vegna Nemendamóts er skólinn lokaður fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. febrúar. Skólinn verður opnaður klukkan 7:30 á mánudaginn 10. febrúar. Starfsfólk skólans óskar nemendum góðrar skemmtunar á Nemendamótinu.

5. feb. 2020 : Gleði- og forvarnardagurinn - myndir

Dagurinn einkenndist af skemmtilegum og fróðlegum fyrirlestrum um kynlíf, sjálfsfróun og grá svæði í kynlífi. Nemendur sýndu fyrirlestrunum mikinn áhuga og voru duglegir að varpa fram spurningum. 

Hér má sjá myndir frá deginum

4. feb. 2020 : Gleði- og forvarnardagurinn 5. febrúar

Miðvikudaginn 5.febrúar er Gleði- og forvarnardagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við áhugaverðir fyrirlestrar. Skráning nemenda er rafræn í ár.

Dagskráin er eftirfaradi:
-Í Bláa sal verður Sigga Dögg kynfræðingur.....
-Í Rauða sal verður Kata Ólafsdóttir .....
-Í íþróttahúsinu verður Indíana .....

Nemendur á 1. ári byrja í bláa sal (9:25), því næst færa þeir sig yfir í Íþróttahús (10:25) og að lokum yfir í Rauða sal (11:25).

Nemendur á 2. ári byrja í rauða sal (9:25), því næst færa þeir sig yfir í Bláa sal (10:25) og að lokum yfir í Íþróttahús (11:25).

3. feb. 2020 : Nemó

Nemendamót Verzlunarskóla Íslands nálgast hratt. Dagana 5. og 6. febrúar verður söngleikur Nemendamótsnefndar frumsýndur fyrir nemendur skólans.

Miðvikudagskvöldið þann 5. febrúar verður fyrri leiksýningin haldin en fimmtudagseftirmiðdegið á nemódeginum (6. febrúar) verður sú seinni. Á Nemódaginn verður ágætis dagskrá og hefst dagurinn snemma þegar bekkurinn heldur saman pálínuboð í heimahúsi einhvers. Eftir það verður ferðinni heitið fyrir suma á seinni leiksýninguna, fyrir aðra verður frítími fram að kvöldi.

30. jan. 2020 : Andlát

Sigurbergur Sigsteinsson íþróttakennari er látinn. Hann lést 28. þessa mánaðar aðeins 71 árs að aldri. Sigurbergur lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1969. Hann kom til starfa sem íþróttakennari við Verzlunarskólann árið 1975 og kenndi allt til ársins 2014. Það er erfitt að ímynda sér þann fjölda nemenda sem hann kenndi öll þessi ár, þeir skipta án efa þúsundum.

Sigurbergur var mjög virkur í íþróttastarfi fyrir utan kennsluna. Hann keppti í mörg ár með meistaraflokki Fram bæði í handbolta og fótbolta. Sigurbergur átti marga leiki með íslenska landsliðinu í handknattleik á sinni ferilskrá. Hann var einnig kunnur sem þjálfari í bæði handbolta og fótbolta.

Við erum þakklát fyrir öll þau ár sem við áttum með Sigurbergi og sendum Guðrúnu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Starfsfólk Verzlunarskóla Íslands

23. jan. 2020 : Morfís

Föstudaginn, 24. janúar mun Verzlunarskólinn taka þátt í sinni fyrstu Morfís keppni á keppnisárinu og er andstæðingurinn að þessu sinni Menntaskólinn á Egilsstöðum. Umræðuefni keppninnar er Göngum alltaf lengra.

MORFÍs eða mælsku- og rökræðukeppni framhaldskóla Íslands er, eins og nafnið gefur til kynna, ræðukeppni milli framhaldsskóla landsins. Verzlunarskólinn hefur skapað sér góðan orðstír í keppninni og unnið hana oftast allra skóla, síðast í fyrra.

Liðið er ógnarsterkt í ár, skartað þeim Magnúsi Símonarsyni, Lovísu Ólafsdóttur, Killiani G.E Brianssyni og Hildi Kaldalóns. .

23. jan. 2020 : Opið hús fyrir 10. bekkinga

Þriðjudaginn 10. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli 16:30 til 18:00. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

Síða 1 af 2