28. feb. 2020 : Erasmus+

Það hefur verið líf og fjör í alþjóðasamskiptum undanfarnar vikur.

Recharge the World

Dagana 9.-14. febrúar tóku fimm nemendur á öðru ári á Náttúrufræðibraut ásamt tveimur kennurum þátt í fundi í Haarlem í Hollandi. Þema verkefnisins er græn og endurnýtanleg orka. Íslensku nemendurnir stóðu sig með mikilli prýði og sumir þeirra vour t.d. í sigurliðinu sem vann ræðukeppnina um umhverfisvænar orkulausnir sem fram fór í Ráðhúsi Harlem. Þátttökulönd eru ásamt Íslandi, Holland, Slóvenía, Tyrkland, Lettland og Franska Réunion.

Education 4 You

Dagana 16.-22. febrúar dvöldu sjö nemendur úr 1-A ásamt tveimur kennurum í Tabor í Tékklandi. Verkefnið fjallar um skóla framtíðarinnar. Á meðan á fundi stóð unnu nemendur í blönduðum hópum og tóku þátt í ræðukeppni um framtíðarskólann. Þátttökulönd í verkefninu eru auk Íslands, Tékkland, Pólland og Portúgal.

28. feb. 2020 : Árshátíð starfsmanna

Vegna árshátíðar starfsmanna verður skólinn lokaður frá hádegi fimmtudaginn 5. mars og allan föstudaginn 6. mars. Skólahald hefst að nýju samkvæmt stundaskrá mánudaginn 9. mars.

27. feb. 2020 : Háskóladagurinn

Allir háskólar landsins standa í sameiningu fyrir Háskóladeginum sem haldinn verður 29. febrúar 2020 frá 12 til 16. Tilgangurinn að kynna fjölbreytt námsframboð sem í boði er á Íslandi. Kynningarnar fara fram í Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Boðið verður upp á fríar strætóferðir milli staða.
Á Háskóladeginum bjóða háskólarnir upp á ótal viðburði, kynningar og uppákomur. Einnig gefst gestum og gangandi tækifæri til að spjalla við nemendur, kennara, náms- og starfsráðgjafa um allt sem viðkemur námi í skólunum sjö, og fá upplýsingar um fjölbreytta námsmöguleika.

27. feb. 2020 : Opið hús í Versló

Þriðjudaginn 10. mars verður Verzlunarskóli Íslands opinn fyrir nemendur 10. bekkjar og forráðamenn þeirra á milli kl. 16.30 - 18.00. Sérstök áhersla verður lögð á að kynna námsframboð, þá aðstöðu sem stendur til boða og félagslífið. Skólastjórnendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum til að taka á móti gestum og svara spurningum og munu nemendur bjóða upp á leiðsögn um skólann. Bókasafn skólans verður opið gestum og eru allir hjartanlega velkomnir þangað.

26. feb. 2020 : Skólaþing - Samskiptasáttmáli Versló

Þriðjudaginn 25. febrúar síðastliðinn var haldið Skólaþing með yfirskriftinni Samskiptasáttmáli Versló. Tilgangur sáttmálans er annars vegar að gera góðan skóla betri og hins vegar að skapa umhverfi þar sem nemendum og starfsfólki líður vel saman. Þátttakendur á skólaþinginu voru valdir með slembiúrtaki, tveir úr hverjum bekk auk 30 starfsmanna. Alls voru þátttakendur á þinginu 103. Á þinginu var unnið með fjögur þemu, þ.e. viðmót, tengsl, umgengni og heilbrigði en í janúar á þessu ári voru allir nemendur og starfsfólk skólans beðin um að skila inn miðum með einni jákvæðri upplifun og einni neikvæðri upplifun. Alls var 737 miðum skilað inn og út frá þeim var samskiptasáttmálinn unninn.
Raðað var á 6-8 manna borð og fékk hvert borð ákveðið þema til að vinna með út frá þeim upplifunum sem flokkuðust undir þemað. Hvert borð fékk það hlutverk að setja niður leikreglur eða setningar sem byrjuðu á “ við ætlum alltaf að ...” og “við ætlum aldrei að...”. Þessar setningar verða svo notaðar til að móta samskiptasáttmála skólans. Skólaþingið tókst einstaklega vel þar sem allir unnu að sama markmiði að gera góðan skóla enn betri

24. feb. 2020 : Ensku ræðukeppnin

Ensku ræðukeppnin á vegum ESU (English Speaking Union) var haldin laugardaginn 22. febrúar sl. Þar kepptu fjórir Verslingar, þau Bragi Geir Bjarnarson, Hanna Regína Einarsdóttir, Hanna Sól Einarsdóttir og Lárus Karl Arnbjarnarson. Allir keppendur fluttu fyrst fyrirfram skrifaða ræðu sem taka átti mið af eftirfarandi tilvitnun: “Not everything that is faced can be changed, but nothing can be changed until it is faced.” Í síðari hluta keppninnar fluttu nemendur ræðu sem þeir sömdu á 15 mínútum og þar var yfirskriftin “Think globally, act locally.” Allir ræðumenn stóðu sig með afbrigðum vel en niðurstöður dómnefndar voru að Hanna Regína Einarsdóttir varð í öðru sæti, en í fyrsta sæti var nemandi úr FMos, Alexandra Björg Vilhjálmsdóttir. Við óskum henni til hamingju og þökkum jafnframt öllum keppendum fyrir frábæra frammistöðu.

24. feb. 2020 : Kynningarfundur NGK þriðjudaginn 25. febrúar kl: 16:00

Þriðjudaginn 25. febrúar klukkan 16:00 verður kynning á Norður- Atlantshafsbekknum (NGK) í Græna sal í húsakynnum Verzlunarskólans. Umsóknarfrestur í námið er til og með 29. febrúar 2020. Um helgina birti Fréttablaðið áhugaverða grein um námið þar sem nemendur deildu reynslu sinni af náminu, greinina má nálgast hér, Stúdentspróf í fjórum löndum á norðurhveliNánari upplýsingar um námið má sjá hér: Norður Atlantshafsbekkurinn 

14. feb. 2020 : Heimsókn til Finnlands

Í lok janúar fóru átta nemendur á 2. ári á Viðskipta-og hagfræðibraut ásamt tveimur kennurum til Finnlands þar sem þau tóku þátt í Nordplusverkefninu Innovation and Technology. Hópurinn dvaldi í sex daga í Helsinki þar sem þau unnu hópverkefni með nemendum frá tveimur finnskum skólum Helsinki Business college og Praktikum. Einnig tóku þátt nemendur frá Naca Gymnasium í Svíþjóð. Verkefnið er samvinnuverkefni milli Íslands, Finnlands og Svíþjóðar þar sem haldnir eru fundir í Stokkhólmi, Helsinki og Reykjavík. Vikan var viðburðarík og skemmtileg, hópurinn fékk að heimsækja margskonar fyrirtæki og skoða sig um í Helsinki. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn í heimsókn í súkkulaðiverksmiðjunni Fazer þar sem þau fengu að borða helling af súkkulaði

 

13. feb. 2020 : Vegna rauðrar viðvörunar á höfuðborgarsvæðinu fellur skólahald niður á morgun, föstudag.

Þar sem lýst hefur verið yfir rauðri viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu á morgun, verður skólahald fellt niður. 

Nemendur eru hvattir til þess að nýta tímann vel og fylgjast með því hvort kennarar setji inn tilkynningar um verkefnavinnu í INNU. 

12. feb. 2020 : Edrúpottur

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

1. ár
Gabríel Rómeó Rögnvaldsson Johnsen 1-D, 10 máltíða matarkort frá Matbúð
Ísak Logi Einarsson 1-T, 2 miðar á næsta ball NFVÍ 2020
Vigdís Pálmadóttir 1-X, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ
Hilda Bríet Bates Gústavsdóttir 1-B, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ
Skorri Jónsson 1-H, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ
Una Hringsdóttir 1-F, 10 máltíða matarkort frá Matbúð
Gréta Lind Jökulsdóttir 1-T, 15.000 kr. gjafakort í Kringluna frá Verzló
Karitas Ósk Tynes Jónsdóttir 1-A, gjafabréf fyrir 2 á Hamborgarabúlluna
Kolfinna Kristinsdóttir 1-R, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ
Sunna Dís Ívarsdóttir 1-E, 10.000 kr. bankakort frá foreldrafélagi VÍ

10. feb. 2020 : Kynning á NGK - Norður Atlantshafsbekknum

Þriðjudaginn, 11. febrúar klukkan 16:00-17:00 verður kynning á Norður Atlantshafsbekknum (NGK) í Verzlunarskóla Íslands.  
Fjórir framhaldsskólar, Gribskov Gymnasium í Danmörku, GUX Sisimiut á Grænlandi, Miðnám á Kambsdali í Færeyjum og Verzlunarskóli Íslands, standa saman að framsæknu samstarfsverkefni um 3ja ára nám til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut. Um er að ræða einstaka námsbraut með sérstaka áherslu á norðurskautstækni. Verkefnið felur í sér að mynda blandaðan framhaldsskólabekk með nemendum frá öllum fjórum löndunum. Í þennan bekk innritast nemendur sem ljúka 10. bekk nú í vor. Nemendur útskrifast með fullkomlega gilt danskt stúdentspróf og fer kennslan fram á dönsku.

5. feb. 2020 : Skólinn lokaður vegna Nemendamóts

Vegna Nemendamóts er skólinn lokaður fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. febrúar. Skólinn verður opnaður klukkan 7:30 á mánudaginn 10. febrúar. Starfsfólk skólans óskar nemendum góðrar skemmtunar á Nemendamótinu.

Síða 1 af 2