5. feb. 2020 : Gleði- og forvarnardagurinn - myndir

Dagurinn einkenndist af skemmtilegum og fróðlegum fyrirlestrum um kynlíf, sjálfsfróun og grá svæði í kynlífi. Nemendur sýndu fyrirlestrunum mikinn áhuga og voru duglegir að varpa fram spurningum. 

Hér má sjá myndir frá deginum

4. feb. 2020 : Gleði- og forvarnardagurinn 5. febrúar

Miðvikudaginn 5.febrúar er Gleði- og forvarnardagur VÍ. Hefðbundin kennsla verður í fyrsta tíma en eftir það taka við áhugaverðir fyrirlestrar. Skráning nemenda er rafræn í ár.

Dagskráin er eftirfaradi:
-Í Bláa sal verður Sigga Dögg kynfræðingur.....
-Í Rauða sal verður Kata Ólafsdóttir .....
-Í íþróttahúsinu verður Indíana .....

Nemendur á 1. ári byrja í bláa sal (9:25), því næst færa þeir sig yfir í Íþróttahús (10:25) og að lokum yfir í Rauða sal (11:25).

Nemendur á 2. ári byrja í rauða sal (9:25), því næst færa þeir sig yfir í Bláa sal (10:25) og að lokum yfir í Íþróttahús (11:25).

3. feb. 2020 : Nemó

Nemendamót Verzlunarskóla Íslands nálgast hratt. Dagana 5. og 6. febrúar verður söngleikur Nemendamótsnefndar frumsýndur fyrir nemendur skólans.

Miðvikudagskvöldið þann 5. febrúar verður fyrri leiksýningin haldin en fimmtudagseftirmiðdegið á nemódeginum (6. febrúar) verður sú seinni. Á Nemódaginn verður ágætis dagskrá og hefst dagurinn snemma þegar bekkurinn heldur saman pálínuboð í heimahúsi einhvers. Eftir það verður ferðinni heitið fyrir suma á seinni leiksýninguna, fyrir aðra verður frítími fram að kvöldi.

Síða 2 af 2