Month: ágúst 2020

Námsráðgjöf

Námsráðgjafar eru til viðtals bæði rafrænt á Teams og í skólanum. Gott er að bóka tíma fyrirfram með tölvupósti eða á Teams. Gengið er inn um innganginn á móti Borgarleikhúsinu. Berglind Helga 1. ár berglindhelga@verslo.is Sóley 2. ár soley@verslo.is Kristín 3. ár kristinh@verslo.is

Snara.is

Nemendur skólans hafa aðgang að uppflettiritum Snöru frá staðarneti skólans. Nemendur sem kjósa að kaupa aðgang að Snöru heimavið geta fengið ársaðgang á aðeins 990 kr. Nemendur þurfa skrá sig inn á Snöru með Microsoft-innskráningu og skólanetfanginu. Opna Snöru, smella á „Innskráning“, smella á „Innskrá með Microsoft“ og skrá sig inn með skólanetfanginu.    

Spurt og svarað vegna Covid-19

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá bæði nemendum og forráðamönnum þeirra varðandi skólastarf í kjölfar fjöldatakmarkana og fjarlægðarreglu. Hér má sjá svör við algengum spurningum sem hafa komið upp síðustu daga eins og til að mynda hvernig geta nemendur haft samband við námsráðgjafa og hvað eiga nemendur að gera ef þeir þurfa að fara í sóttkví…. Read more »

Viðbragðsáætlun vegna Covid-19

Skólinn hefur gefið út viðbragðsáætlun vegna Covid-19  sem segir fyrir um hvernig starfsmenn og nemendur eiga að bregðast við ef grunur er um smit.  Viðbragðsáætlun: Covid-19

Opnunartími skrifstofu

Frá og með mánudeginum 24. ágúst verður skrifstofa skólans opin milli 8:00 og 15:00, mánudag til föstudags. Þeim sem þurfa að hafa samband við skrifstofu skólans utan þess tíma er bent á netfangið verslo@verslo.is .

Kynning fyrir foreldra nýnema verður rafræn í ár

Kynning fyrir foreldra nýnema sem venjulega fer fram í Bláa sal verður með breyttu sniði í ár. Verið er að vinna að rafrænu kynningarefni sem sent verður á foreldra í næstu viku. Við biðjum foreldra að fylgjast vel með fréttum á heimasíðunni og gerast fylgjendur síðu skólans á Facebook.

Sóttvarnarhólf – mæting í stofur

Skólanum er skipt upp í 8 hólf vegna fjöldatakmarkana. Hvert hólf hefur sinn sérstaka inngang (og sama útgang) og það má ekki fara aðra leið inn í skólann en þá sem tilheyrir hólfinu. Aldrei eru fleiri en tveir bekkir saman í sóttvarnarhólfi. Hverjum bekk er skipt í tvær stofur og eru einungis 14 nemendur í… Read more »

Nýnemakynning

Ágætu nýnemar. Á morgun, þriðjudaginn 18. ágúst, verður sérstök kynning á skólanum fyrir ykkur. Þrír bekkir koma í hús í einu og er gengið inn um stóru hurðina á íþróttahúsinu, gengt Kringlunni. Í íþróttasalnum fáið þið stutta kynninga á skólanum og hittið umsjónarkennara ykkar. Við vekjum athygli á að tekin verður mynd af ykkur sem… Read more »

Bókasafn VÍ

Vegna fjöldatakmarkana og fjarlægðarreglu verður bókasafnið lokað nemendum en nemendur geta samt sem áður fengið að láni öll bókasafnsgögn og full upplýsingaþjónusta verður í boði en með breyttu sniði. Til að sjá breytta þjónustu bókasafnsins þarf að smella á myndina til að stækka hana.

Stundatafla, valgreinar og sóttvarnarhólf

Stundatafla nemenda er nú aðgengileg á INNU. Stundataflan er með breyttu sniði hvað varðar lengd kennslustunda og fjölda tíma í töflu í hverjum áfanga fyrir sig. Hver áfangi (fyrir utan lífsleikni og íþróttir) er með 2 tíma í töflu sem hvor um sig er 75 mínútur. Annar tíminn er skráður á stofu sem heitir HEIMA… Read more »