21. sep. 2020 : Umsjónarmaður fasteigna

Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða umsjónarmann fasteigna. Nánari upplýsingar má sjá hér: Umsjónarmaður fasteigna.

20. sep. 2020 : Grímuskylda í skólanum frá og með mánudeginum 21. sept.

Vegna mikils fjölda smita undanfarna daga verður tímabundið hert á sóttvörnum í framhalds- og háskólum. Næstu daga munu bæði nemendur og kennarar bera grímur í kennslustundum sem fram fara í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur fá afhentar grímur í skólanum en mega að sjálfsögðu koma með sínar eigin grímur kjósi þeir það. Enn er óvíst hversu lengi þessi tilmæli gilda en það fer eftir því hvernig gengur að ná utan um smit í samfélaginu. Við hvetjum alla til þess að fylgjast vel með fréttum og upplýsingafundum almannavarna næstu daga.

Leiðbeiningar um rétta notkun á grímum má finna hér.

Enn og aftur er lögð áhersla á að nemendur virði þau sóttvarnarhólf sem skólinn hefur skipulagt og gangi inn og út úr skólanum samkvæmt tilmælum. Besta leiðin til þess að forðast smit er að sinna vel persónubundnum sóttvörnum, halda fjarðlægðarmörk, þvo sér vel og spritta.

17. sep. 2020 : Verzlunarskóli Íslands hlýtur jafnlaunavottun

Verzlunarskóli Íslands starfrækir jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur sem settar eru fram í staðlinum ÍST 85:2012 og nær til allra starfsmanna Verzlunarskólans. Markmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að launajafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með þessu á að tryggja jafnan rétt, jöfn laun og sömu réttindi og kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni. Jafnlaunakerfi Verzlunarskóla Íslands hefur hlotið vottun frá vottunarstofunni iCert og í kjölfarið hefur Jafnréttisstofa veitt skólanum heimild til að nota Jafnlaunamerkið. Jafnlaunamerkið er skráð vörumerki og er því ætlað að vera gæðastimpill og hluti af ímynd og orðspori fyrirtækja og stofnana. Merkið staðfestir að komið hafi verið upp ferli sem tryggir að málsmeðferð og ákvarðanir feli ekki í sér kynbundna mismunun.

14. sep. 2020 : SAT próf

SAT-próf verða haldin í Verzlunarskóla Íslands eftirfarandi dagsetningar:

26. sept.
3. okt.
5. des.

Allar dagsetningarnar eru birtar með fyrirvara um breytingar vegna  óvissuástands sem ríkir í þjóðfélaginu vegna COVID-19 faraldursins. 

9. sep. 2020 : Kynningarefni fyrir forráðamenn nýnema

Hér má nálgast kynningarefni fyrir forráðamenn nýnema: Kynningarefni

4. sep. 2020 : Sálfræðingur VÍ

Ásta Rún Valgerðardóttir, sálfræðingur hefur verið ráðin til starfa við skólann. Viðvera hennar í skólanum er á þriðjudögum og fimmtudögum og annan hvern mánudag. Nemendur geta bókað viðtal hjá Ástu Rún með pósti í netfangið astav@verslo.is. Við hvetjum nemendur til að nýta sér þjónustu Ástu Rúnar.

Upplýsingar um sálfræðiþjónustu VÍ:

Eftirfarandi upplýsingar eiga við nemendur 16 ára og eldri. Þjónusta sálfræðings fyrir nemendur sem eru 15 ára og yngri er ávallt í samstarfi við foreldra/forráðamenn.

31. ágú. 2020 : Námsráðgjöf

Námsráðgjafar eru til viðtals bæði rafrænt á Teams og í skólanum. Gott er að bóka tíma fyrirfram með tölvupósti eða á Teams. Gengið er inn um innganginn á móti Borgarleikhúsinu.

26. ágú. 2020 : Snara.is

Nemendur skólans hafa aðgang að uppflettiritum Snöru frá staðarneti skólans. Nemendur sem kjósa að kaupa aðgang að Snöru heimavið geta fengið ársaðgang á aðeins 990 kr. Nemendur þurfa skrá sig inn á Snöru með Microsoft-innskráningu og skólanetfanginu. Opna Snöru, smella á „Innskráning“, smella á „Innskrá með Microsoft“ og skrá sig inn með skólanetfanginu.

26. ágú. 2020 : Spurt og svarað vegna Covid-19

Ýmsar spurningar hafa vaknað hjá bæði nemendum og forráðamönnum þeirra varðandi skólastarf í kjölfar fjöldatakmarkana og fjarlægðarreglu. Hér má sjá svör við algengum spurningum sem hafa komið upp síðustu daga eins og til að mynda hvernig geta nemendur haft samband við námsráðgjafa og hvað eiga nemendur að gera ef þeir þurfa að fara í sóttkví.

26. ágú. 2020 : Viðbragðsáætlun vegna Covid-19

Skólinn hefur gefið út viðbragðsáætlun vegna Covid 19 sem segir fyrir um hvernig starfsmenn og nemendur eiga að bregðast við ef grunur er um smit. 

21. ágú. 2020 : Opnunartími skrifstofu

Frá og með mánudeginum 24. ágúst verður skrifstofa skólans opin milli 8:00 og 15:00, mánudag til föstudags. Þeim sem þurfa að hafa samband við skrifstofu skólans utan þess tíma er bent á netfangið verslo@verslo.is .

19. ágú. 2020 : Kynning fyrir foreldra nýnema verður rafræn í ár

Kynning fyrir foreldra nýnema sem venjulega fer fram í Bláa sal verður með breyttu sniði í ár. Verið er að vinna að rafrænu kynningarefni sem sent verður á foreldra í næstu viku. Við biðjum foreldra að fylgjast vel með fréttum á heimasíðunni og gerast fylgjendur síðu skólans á Facebook.

Síða 2 af 8