23. sep. 2022 : Nemendur á 1. ári taka þátt í rannsókn á áhrifum ljóss á dægursveiflur og svefn

Verzlunarskólinn er samstarfsaðili rannsókn á áhrifum ljóss á dægursveiflur og svefn ungmenna. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort mismunandi lýsing í skólastofum hafi áhrif á svefn, dægursveiflur, hugræna virkni og líðan ungmenna. Rannsóknir hafa sýnt að svefnvandi er algengt vandamál meðal ungmenna sem getur haft margvíslegar líffræðilegar, tilfinningalegar, hugrænar og sálrænar afleiðingar í för með sér. Ein möguleg ástæða svefnvanda er talin vera truflun í dægursveiflum líkamans. Vitað er að birta er helsti samhæfingarþáttur dægursveiflna og því viljum við rannsaka hvort ljós í skólastofum geti bætt svefn, aukið einbeitingu, bætt frammistöðu í námi og aukið almenna vellíðan á meðal ungmenna. Að breyta lýsingu í skólastofum til að bæta svefn meðal ungmenna á þessum aldri hefur ekki verið prófað fyrr. Þessi rannsókn er því mikilvægur liður í að bæta vísindalega þekkingu um slíkt. Ef niðurstöður rannsóknarinnar verða jákvæðar, verður með tiltölulega auðveldum hætti hægt að bæta lýsingu í skólastofum og þar með auka svefngæði og bæta líðan nemenda.

Ábyrgðaraðili rannsóknarinnar er dr. Birna Baldursdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík.

Bóksala VÍ

22. sep. 2022 : Kennsla fellur niður eftir hádegi

Kennsla fellur niður eftir hádegi í dag vegna námskeiðs fyrir kennara skólans.

22. sep. 2022 : Skólaráð

Nýtt skólaráð kom saman til fyrsta fundar á þessu skólaári. Hlutverk skólaráðs er að fjalla um skólareglur, félagslíf nemenda, umgengni í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda, stefnumótun skólans auk annarra mála sem vísað er til skólaráðs. Skólaráð fundar einu sinni í mánuði. Hægt er að senda skólaráði erindi á netfangið skolarad@verslo.is

14. sep. 2022 : Geðlestin í heimsókn

Þann 13. september síðastliðinn fengu nemendur á 2. ári heimsókn frá Geðlestinni  í lífsleiknitíma.

Geðlestinni er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Í heimsókninni fengu nemendur að hlusta á ungan einstakling segja frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum, horfðu á myndband og í lokin tók Emmsjé Gauti nokkur vel valin lög við mikinn fögnuð nemenda.

11. sep. 2022 : Edrúpotturinn

Búið er að draga úr edrúpottinum og eru vinningshafar eftirfarandi:

1. ár
Valdimar Aðalsteinsson 1.B 10.000.- kr. gjafakort frá Foreldrafélagi VÍ
Dagur Ingi Rikharðsson 1.Y 10.000.- kr. gjafakort frá Foreldrafélagi VÍ
Margrét Bára Birgisdóttir 1. S 10.000.- kr. gjafakort frá Foreldrafélagi VÍ
Júlía Sólveig Gísladóttir 1. E Gjafakort frá Reykjavík Escape.

 

6. sep. 2022 : Nýnemaball

Nemendafélagið stendur fyrir nýnemaballi miðvikudaginn 7. september. Ballið verður í Kaplakrika og stendur frá klukkan 21:00 til 01:00. DJ Patti, Húgó og Birnir eru meðal listamanna sem munu halda uppi stuðinu á ballinu.

Undanfarin ár hafa dansleikir okkar farið mjög vel fram og nemendur verið til fyrirmyndar. Til þess að forðast allan troðning fyrir utan staðinn eiga nemendur að mæta skv. eftirfarandi tímatöflu:

Ómar Ingi Halldórsson, Elísa Sverrisdóttir, Klara Margrét Ívarsdóttir, Margrét Rán Rúnarsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson.

30. ágú. 2022 : Sex fyrrverandi nemendur VÍ fengu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta HÍ

Á mánudaginn síðastliðinn tóku sex fyrrverandi nemendur Verzlunarskólans, þau Ómar Ingi Halldórsson, Elísa Sverrisdóttir, Klara Margrét Ívarsdóttir, Margrét Rán Rúnarsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir og Stefán Þór Sigurðsson, við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum.

Verzlunarskólinn óskar þeim til hamingju. 

24. ágú. 2022 : Kynning fyrir forráðamenn nýnema

Kynningarfundur fyrir forráðamenn nýnema verður haldinn mánudaginn 29. ágúst klukkan 20:00 í húsakynnum skólans.

Á fundinum verður kynning á skólastarfinu, náminu og félagslífi nemenda.

Tölvupóstur var sendur í dag, þriðjudag, forráðamanna nýnema. Notast var við netföng sem gefin voru upp í Menntagátt þegar nemendur sóttu um skólavist.

Þeir forráðamenn sem ekki fengu póst geta bætt sér á pós

22. ágú. 2022 : Bókasafn VÍ

Bókasafnið er staðsett á fjórðu hæð skólans. Mjög góð vinnuaðstaða er fyrir nemendur, þar sem nemendur geta annars vegar valið sér einstaklingsborð og hins vegar lítil og stór hópvinnuborð. Á safninu eru sæti fyrir 110 nemendur, þar er einnig hópvinnuherbergi sem nemendur hafa aðgang að. Á neðri hæð bókasafnsins er lesstofan okkar, þar eru 30 lesbásar og á því svæði ríkir mikill vinnufriður.

Afgreiðslutími bókasafnsins er eftirfarandi:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 8:00 - 19:00
Föstudaga kl. 8:00 - 15:00

20. ágú. 2022 : Skólasetning

Verzlunarskólinn var settur í 118. sinn föstudaginn 19. ágúst. Skólastjóri, Guðrún Inga Sívertsen, setti skólann og bauð nýnemum og starfsfólki skólans velkomið. Athöfnin var einungis ætluð nýnemum. 1060 nemendur eru skráðir í dagskóla þetta árið og af þessum 1060 nemendum eru 367 nýnemar. Að skólasetningu lokinni fengu nýnemar kynningu á ýmsum þáttum varðandi skólastarfið, fóru í myndatöku og hittu umsjónarkennara sína. Gleðin skein úr andlitum nýnemanna og greina mátti mikla tilhlökkun hjá þeim við að hefja nám við skólann.

19. ágú. 2022 : Útskrift 19. ágúst

Föstudaginn 19. ágúst voru sex nemendur útskrifaðir með stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands. Stúdentarnir eru þau Aldís Ósk Jónasdóttir, Eydís Lilja Guðlaugsdóttir, Mikael Andri Samúelsson, Sara Líf Fells Elíasdóttir, Sunna Kristín Ríkharðsdóttir og Sylvía Rós Arnarsdóttir. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með áfangann. 

Bóksala VÍ

18. ágú. 2022 : Bóksala VÍ

Sala á bókum og heftum sem ekki eru seld í bókabúðum fer fram í gegnum vefverslun, smellið hér til að komast á réttan stað:

Síða 1 af 6