
Jarðfræðiferð
Jarðfræðiferð um Reykjanes var farin í síðustu viku þar sem nemendur kynntu sér jarðfræðilega uppbyggingu Reykjnesskagans og hvernig landslagið hefur mótast af eldgosum sem hafa átt sér stað á ísaldskeiðum og hlýskeiðum. Það er einstök upplifun að geta séð landið verða til með eldgosum og hraunið í Nátthaga þótti mörgum vera hápunktur ferðarinnar.

Heimsókn á Listasafn Reykjavíkur
Nemendur á þriðja ári sem eru í myndlistarvali fóru í heimsókn á Listasafn Reykjavíkur ásamt Kristínu Dóru kennara. Þar skoðuðu þeir samtímalist og fengu innblástur fyrir komandi verkefnum. Í framhaldi munu nemendur eiga samtal um heimsóknina og þau verk sem vöktu mesta hrifningu.

Fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna
Verzlunarskóli Íslands tekur þátt í fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem fána þeirra verður flaggað í dag, mánudaginn 25. september. Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að sýna stuðning í verki.

Stúdentafagnaður
Stúdentafagnaður afmælisárganga verður haldinn þann 8. maí 2024 í Gullhömrum. Nánari upplýsingar síðar.

Þróunarverkefni á 1. ári
Nú stendur yfir þróunarverkefni hjá nemendum á fyrsta ári. Nemendur vinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og er yfirskrift verkefnisins samvinna og sjálfstæði. Unnið er í teymum og fá nemendur tækifæri til að virkja sköpunarkraftinn því þeir stýra því sjálfir í hvaða átt þeir fara með verkefnið og hvers konar

Er þín fjölskylda NGK fjölskylda?
Þriðji Norður-Atlantshafsbekkurinn (Nord-Atlantisk gymnasiumklasse), NGK, er væntanlegur í Verzló í byrjun árs 2024. Nemendur í NGK mynda bekk sem á þremur árum fær bæði faglegt og menningarlegt framlag frá fjórum löndum. Að auki fá þeir aðgang að einstakri námsbraut sem inniheldur meðal annars líftækni, stærðfræði og nám um málefni norðurslóða! Kynntu þér NGK frekar og skoðaðu bæklinginn.
Bekkurinn stundar nám sitt á þremur árum í fjórum löndum. Fyrsti hópurinn í NGK hóf nám haustið 2019 í Danmörku. Bekkurinn, 2-N, er núna í Færeyjum og er von á þeim til Íslands í janúar þar sem hópurinn mun stunda nám í Verzló á vorönn 2024. Núna eru þrír bekkir í gangi, einn í Danmörku, einn í Grænlandi og svo bekkurinn sem er í Færeyjum á leið til Íslands í janúar.

Nýnemaball í kvöld
Nemendafélagið stendur fyrir nýnemaballi miðvikudaginn 13. september. Ballið verður í Kaplakrika og stendur frá klukkan 21:00 til 01:00.
Frí er í skólanum í fyrsta tíma á fimmtudaginn. Kennsla hefst því samkvæmt stundaskrá klukkan 9:35

2.S í fræðslu- og menningarferð
Bekkurinn 2.S er staddur í Kaupmannahöfn þar sem hann verður fram á fimmtudag í fræðslu- og menningarferð styrkta af Erasmus. Bekkurinn hefur verið heppinn með veður og í gær fékk hann skemmtilega leiðsögn um borgina. Á morgun munu nemendurnir heimsækja NGK bekkinn. NGK bekkurinn samanstendur af nemendum frá Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.
Nemendur í NGK dvelja í Danmörku fyrsta árið og stunda nám í Gribskov Gymnasium. Á haustönn á öðru ári verða nemendur í Færeyjum. Skólinn þar heitir Miðnám og er á Kambsdal. Vorönnin verður á Íslandi í Verzlunarskólanum. Þriðja og síðasta árið verða nemendur á Grænlandi í GUX sem er í Sisimiut.

Snara.is
Nemendur skólans hafa aðgang að uppflettiritum Snöru frá staðarneti skólans. Jafnframt geta nemendur notað Snöru heimavið ef þeir skrá sig í gegnum Microsoft-innskráningu með skólanetfanginu sínu.
Snara geymir yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita.

Hópur nemenda fór á sýninguna Twisted Forest
Um 45 nemendur á 3. ári fengu boð á þátttökuleikverkið Twisted Forest í Heiðmörk nú um mánaðamótin. Þetta voru nemendur listabrautar ásamt listrænu valfögunum sem fóru í stórskemmtilega rútuferð og upplifðu svo verk sem kom öllum á óvart. Öll fengu þau búninga og heyrnartól og voru leidd um skóginn með hljóðmynd sem var mjög áhugaverð. Hópurinn fór út fyrir þægindarammann sinn og átti góða stund í skóginum.
Við þökkum kærlega fyrir okkur!

Skólahjúkrunarfræðingur
Verzlunarskólanum hefur borist góður liðsstyrkur í samstarfsverkefni menntamálaráðuneytis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Jónína Guðný Bogadóttir (Nína) er skólahjúkrunarfræðingur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og er með fasta viðveru í Verzlunarskólanum þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga milli klukkan 10:00 og 14:00.
Nína er með aðsetur í fremsta vinnuherberginu á 3. hæð, gegnt skrifstofu skólans. Nemendur geta litið við hjá henni án tímapantana en einnig er hægt að panta tíma með því að senda póst á nina@verslo.is.

Heimboð í Versló
Forráðamönnum nýnema er boðið á kynningarfund í skólanum í kvöld, miðvikudag, klukkan 20:00.
Tölvupóstur var sendur á alla forráðamenn á þau netföng sem skráð eru í INNU.
Þeir forráðamenn sem ekki fengu tölvupóst eru beðnir um að yfirfara netföng sín í INNU.
Við hlökkum til að taka á móti nýjum hópi forráðamanna í skólanum.
- Fyrri síða
- Næsta síða