27. feb. 2023 : Umsóknir í NGK bekkinn

Þann 7. febrúar síðastliðinn var haldinn kynningarfundur á NGK bekknum eða Norður Atlantshafsbekknum. Nemendur í NGK bekknum taka stúdentspróf á þremur árum í fjórum löndum. Nánari upplýsingar um námið og bekkinn má finna hér: Norður Atlantshafsbekkurinn

 

Háskólakynning á Marmaranum árið 2022

27. feb. 2023 : Hvert stefnir þú eftir Versló? Háskólakynning á Marmaranum

Miðvikudaginn 1. mars milli 11:30-12:30 munu allar helstu deildir háskólanna mæta á Marmarann og kynna námsframboð sitt. Nemendur hafa kost á að gefa sig á tal við bæði kennara og núverandi nemendur þeirra námsleiða sem heilla þá og spyrja þá spjörunum úr.

 

26. feb. 2023 : Opið hús

Fimmtudaginn 9. mars opnum við dyr skólans og bjóðum nemendum í 10. bekk í heimsókn. Boðið er upp á klukkutíma kynningu á námi skólans og félagslífi þess auk þess sem hin vinsæla Verslólest leiðir gesti um húsakynni skólans.

 

22. feb. 2023 : Nemendur VÍ unnu til verðlauna á spænskuhátíð

Þann 17. febrúar síðastliðinn var í fyrsta sinn á Íslandi haldin spænskuhátíð í Háskóla Íslands á vegum Menntamálaráðuneytis Spánar og Háskóla Íslands. Efnt var til samkeppni við gerð myndbanda og veggspjalda á spænsku, þar sem aðal þemað var 5. heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Nemendur frá nokkrum framhaldsskólum á Íslandi tóku þátt í keppninni. Tveir nemendur frá Versló, þær Sara Lind Pálmadóttir Skowronski og Snædís Lilja Pétursdóttir í 2-H unnu til verðlauna með myndbandi um jafnrétti kynjanna. Verðlaunin eru vikudvöl í spænskunámi við háskólann í Alcalá de Henares í Madrid, með uppihaldi.

22. feb. 2023 : Skólinn lokaður vegna Nemendamóts

Vegna Nemendamóts er skólinn lokaður fimmtudaginn 23. febrúar og föstudaginn 24. febrúar. Skólinn verður opnaður klukkan 7:30 á mánudaginn 27. febrúar.

Starfsfólk skólans óskar nemendum góðrar skemmtunar á Nemendamótinu.

22. feb. 2023 : Frábær skemmtun á Gleði- og forvarnardeginum

Góða skemmtun á NEMÓ!

21. feb. 2023 : Gleði- og forvarnardagurinn

Á morgun, miðvikudag, brjótum við upp hefðbundið skólastarf og höldum gleði - og forvarnardag. Nemendur fá tækifæri til að velja sér þrjú fræðslu og skemmmtierindi. Fyrstu erindin byrja klukkan 9, þau næstu klukkan 10 og síðustu erindin eru á dagskrá klukkan 11.

Hér má finna yfirlit yfir alla viðburði morgundagsins.

Viktor, Aron Gauti, Guðmundur og Aron Ísak gistu í nemendakjallaranum.

15. feb. 2023 : Nemendur gistu í nemendakjallaranum

Í síðustu viku fór fram árleg góðgerðarvika þar sem safnað var fé til styrktar börnum í Úkraínu. Nemendur lögðu ýmislegt á sig til að leggja málefninu lið og framkvæmdu ýmsar áskoranir og margir hverjir fóru út fyrir þægindarammann. Til að mynda gistu nokkrir drengir á þriðja ári alla vikuna í nemendakjallara skólans. Þá komu tveir nemendur sér fyrir í Matbúð skólans þar sem þeir unnu heilan skóladag við afgreiðslu og undirbúning á matnum. Stúlka á öðru ári var á hjólaskautum í heilan dag og þrjár aðrar stúlkur gengu alla leiðina í skólann frá Kjalarnesi, samtals 25 km.  

11. feb. 2023 : Alþjóðabekkur í Brussel

Nemendur í 3-A heimsóttu Brussel dagana 5.-9. febrúar. Ferðin var í tengslum við LOK áfangann þar sem nemendur vinna að stóru lokaverkefni sem tengist námi þeirra á alþjóðabraut. Nemendur heimsóttu íslenska sendiráðið, höfuðstöðvar NATO og skrifstofu EFTA. Alls staðar fengu nemendur kynningar á starfsemi stofnananna og yfirleitt sköpuðust líflegar umræður um hin ýmsu alþjóðamálefni ásamt vangaveltum um hvað felst í starfi Íslendinga í utanríkisþjónustunni.

10. feb. 2023 : Próftafla

Próftafla vorprófa 2023 er komin á vef skólans: Próftafla

10. feb. 2023 : Nemendur heimsækja St0kkhólm

Dagana 5. - 10. febrúar eru 8 nemendur á 2. ári á viðskiptabraut í Stokkhólmi ásamt tveimur kennurum að taka þátt í Nord+ verkefni. Þema verkefnisins er græn orka og sjálfbærni og hefur hópurinn þegar heimsótt Helsinki í vetur og mun taka á móti nemendum frá báðum löndum í mars. Að þessu sinni er mótttökuskólinn Nacka Gymnasium og hafa nemendur fengið kynningu á skólanum ásamt því að vinna verkefni tengd heimsóknum vikunnar. Hópurinn fékk heimsókn frá sprotafyrirtækinu Removement sem miðlar þjónustu við að fjarlægja koltvísýring úr lofti. Þau heimsóttu dótturfyrirtæki McKinsey, Material Economics sem vinnur að lausnum sem stuðla að hringrásarhagkerfi og Atlas CopCo sem er leiðandi í framleiðslu á vélum til námugraftar. Nemendur eru til mikillar fyrirmyndar og hafa fræðst mikið auk þess að eignast nýja félaga og njóta samveru hvert við annað.

9. feb. 2023 : Þakkir frá stjórn foreldraráðs

Þakkir til þeirra sem hafa styrkt foreldraráð Versló veturinn 2022-2023. Þátttaka er valkvæð en um 70% foreldra hafa nú þegar tekið þátt.

Foreldraráðið er samráðsvettvangur foreldra/forráðamanna, það stuðlar að aukinni vitund um réttindi og skyldur foreldra/forráðamanna og barna þeirra, og að auknum áhrifum foreldra/forráðamanna fyrir bættum hag skólans.

Foreldraráð tekur þátt í ballgæslu og edrúpotti og heldur fræðslufundi fyrir foreldra. Í fyrra voru keypt skákborð fyrir nemendur sem hafa notið mikilla vinsælda. Hér að neðan eru myndir af skákmóti í janúar.

Hagnaði af starfsemi félagsins er alfarið varið í þágu foreldra og nemenda skólans.

Síða 1 af 2