6. feb. 2023 : Kynningarfundur NGK- Einstakt tækifæri til náms

Verzlunarskóli Íslands og þrír aðrir menntaskólar á Norðurlöndum standa saman að 3ja ára námi til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut þar sem sérstök áhersla er lögð á norðurskautstækni. Námið fer fram í Danmörku, Færeyjum, Íslandi og Grænlandi.

Fyrsti hópurinn hóf nám haustið 2019 og mun útskrifast í júní í Grænlandi. Nemendur á öðru ári eru staddir á Íslandi en þeir stunda nám við Verzló á þessari önn eftir að hafa verið í Færeyjum á haustönn. Nemendur á fyrsta ári í náminu stunda sitt nám í Danmörku allt fyrsta árið.

6. feb. 2023 : Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla

Í ár taka 8 bekkir frá Verzlunarskólanum þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla og eru fyrirtæki verzlunarskólanema u.þ.b. 40 talsins. Fjölmargir framhaldsskólar taka þátt í keppninni og í apríl mun dómnefnd velja sigurvegara í ýmsum flokkum. Það fyrirtæki sem hlýtur titilinn "fyrirtæki ársins" tekur þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla sem fer fram í Istanbul í Tyrklandi í júlí.

Síða 2 af 2