30. apr. 2022

85 ára verslunarprófsafmæli

  • Hulda Óskarsdóttir

Í dag, 30. apríl, fagnar Hulda Óskarsdóttir 85 ára verslunarprófsafmæli. Enginn hefur fyrr náð þeim áfanga en Hulda brautskráðist frá Verzlunarskóla Íslands 1937. Hún fæddist í Pósthússtræti 14 í Reykjavík 5. september 1919 og er því á 103. aldursári. Foreldrar hennar voru hjónin Óskar Árnason rakarameistara og Guðný Guðjónsdóttir. Eiginmaður Huldu var Aðalsteinn Jóhannsson, tæknifræðingur og framkvæmdastjóri A. Jóhannsson og Smith í Reykjavík. Hann lést árið 1998. Þau eignuðust þrjár dætur, Guðnýju Snjólaugu, Sigurlaugu og Auði Maríu. Hulda býr nú í Seljahlíð í Reykjavík. Nemendur og starfsfólk Verzlunarskóla Íslands senda Huldu og fjölskyldu heillaóskir á þessum merku tímamótum. 

Fréttasafn